Nýtt hátæknisjúkrahús 15. nóvember 2005 06:00 Fyrir skömmu síðan var Síminn seldur á markaði fyrir um 67 milljarða. Fjármagnið mun nýtast í fjölmörg mikilvæg samfélagsverkefni á næstu árum sem ella hefði ekki verið svigrúm til að ráðast í að sinni. Eitt slíkt samfélagsverkefni er uppbygging nýs hátæknisjúkrahúss í Vatnsmýrinni í tengslum við þá sjúkrahús- og háskólastarfsemi sem þar er fyrir á vegum Landspítala - háskólasjúkrahúss og Háskóla Íslands. Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, kynnti á dögunum niðurstöður úr alþjóðlegri hönnunarsamkeppni þar sem nýja hátæknisjúkrahúsið var sýnt í líkani og á kortum í fyrsta sinn. Fjármagnið sem fékkst úr Símasölunni mun renna til byggingar fyrsta áfanga, þ.e. slysa- og bráðaþjónustu og aðstöðu fyrir rannsóknarstarfsemi. Ljóst er af kynningunni að nýja sjúkrahúsið verður stórkostlegt framfaraspor í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Aðstaða fyrir sjúklinga og starfsmenn mun verða eins og best þekkist á þessu sviði. Ungbarnadauði og lífslíkur á Íslandi Í dag er heilbrigðismálum þjóðarinnar afar vel sinnt. Þeir mælikvarðar sem helst eru notaðir til að meta stöðu heilbrigðismála milli landa eru ungbarnadauði og lífslengd íbúanna. Hér á landi er ungbarnadauði sá minnsti sem þekkist á hnattræna vísu og ævilengd sú lengsta meðal karlmanna sem þekkist og sjötta lengsta meðal kvenna. Nýja sjúkrahúsið mun auka líkurnar á að við munum áfram vera meðal fremstu þjóða hvað heilbrigðisþjónustu varðar. Á Íslandi er almenn samstaða um að heilbrigðisþjónustan sé almannaþjónusta að mestu leyti þ.e. að verulegur hluti skattgreiðslna renni til að standa undir henni. Hinsvegar er nauðsynlegt að gera kröfur til að fjármagninu sé vel varið, en nú fara um 40 prósent af útgjöldum ríkisins til heilbrigðis- og tryggingamála. Á næsta ári verður líklega um 700 milljóna króna raunaukningu til heilbrigðis- og tryggingamála að ræða. Dæmi um lykiltölur eru að það kostar um 5 milljónir króna að reka eitt hjúkrunarpláss á ári og um 22 milljónir króna að reka eitt almennt sjúkrahúspláss á Landspítala - háskólasjúkrahúsi á ári. Að undanförnu hefur mikill árangur náðst í rekstri Landspítala - háskólasjúkrahúss eins og fram kom í fréttum í haust. Þar kom fram að gjöld sjúkrahússins á fyrri helmingi ársins námu 14.367 milljónum króna en tekjur 14.288 milljónum króna. Gjöld eru því 79 milljónum króna umfram tekjur eða 0,55 prósent. Rekstur þess á fyrri helmingi ársins er því nánast í jafnvægi, enda nemur frávik minna en einu prósenti af rúmlega 14 milljarða króna veltu. Af þessu er ljóst að umskipti hafa orðið í fjármálastjórnun sjúkrahússins, þ.e. ef áætlanir halda áfram að standast næstu misserin. Ástæða er til að fagna bættum rekstri sjúkrahússins og þeirri ákvörðun stjórnvalda að hefja uppbyggingu nýs hátæknisjúkrahúss í Vatnsmýrinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu síðan var Síminn seldur á markaði fyrir um 67 milljarða. Fjármagnið mun nýtast í fjölmörg mikilvæg samfélagsverkefni á næstu árum sem ella hefði ekki verið svigrúm til að ráðast í að sinni. Eitt slíkt samfélagsverkefni er uppbygging nýs hátæknisjúkrahúss í Vatnsmýrinni í tengslum við þá sjúkrahús- og háskólastarfsemi sem þar er fyrir á vegum Landspítala - háskólasjúkrahúss og Háskóla Íslands. Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, kynnti á dögunum niðurstöður úr alþjóðlegri hönnunarsamkeppni þar sem nýja hátæknisjúkrahúsið var sýnt í líkani og á kortum í fyrsta sinn. Fjármagnið sem fékkst úr Símasölunni mun renna til byggingar fyrsta áfanga, þ.e. slysa- og bráðaþjónustu og aðstöðu fyrir rannsóknarstarfsemi. Ljóst er af kynningunni að nýja sjúkrahúsið verður stórkostlegt framfaraspor í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Aðstaða fyrir sjúklinga og starfsmenn mun verða eins og best þekkist á þessu sviði. Ungbarnadauði og lífslíkur á Íslandi Í dag er heilbrigðismálum þjóðarinnar afar vel sinnt. Þeir mælikvarðar sem helst eru notaðir til að meta stöðu heilbrigðismála milli landa eru ungbarnadauði og lífslengd íbúanna. Hér á landi er ungbarnadauði sá minnsti sem þekkist á hnattræna vísu og ævilengd sú lengsta meðal karlmanna sem þekkist og sjötta lengsta meðal kvenna. Nýja sjúkrahúsið mun auka líkurnar á að við munum áfram vera meðal fremstu þjóða hvað heilbrigðisþjónustu varðar. Á Íslandi er almenn samstaða um að heilbrigðisþjónustan sé almannaþjónusta að mestu leyti þ.e. að verulegur hluti skattgreiðslna renni til að standa undir henni. Hinsvegar er nauðsynlegt að gera kröfur til að fjármagninu sé vel varið, en nú fara um 40 prósent af útgjöldum ríkisins til heilbrigðis- og tryggingamála. Á næsta ári verður líklega um 700 milljóna króna raunaukningu til heilbrigðis- og tryggingamála að ræða. Dæmi um lykiltölur eru að það kostar um 5 milljónir króna að reka eitt hjúkrunarpláss á ári og um 22 milljónir króna að reka eitt almennt sjúkrahúspláss á Landspítala - háskólasjúkrahúsi á ári. Að undanförnu hefur mikill árangur náðst í rekstri Landspítala - háskólasjúkrahúss eins og fram kom í fréttum í haust. Þar kom fram að gjöld sjúkrahússins á fyrri helmingi ársins námu 14.367 milljónum króna en tekjur 14.288 milljónum króna. Gjöld eru því 79 milljónum króna umfram tekjur eða 0,55 prósent. Rekstur þess á fyrri helmingi ársins er því nánast í jafnvægi, enda nemur frávik minna en einu prósenti af rúmlega 14 milljarða króna veltu. Af þessu er ljóst að umskipti hafa orðið í fjármálastjórnun sjúkrahússins, þ.e. ef áætlanir halda áfram að standast næstu misserin. Ástæða er til að fagna bættum rekstri sjúkrahússins og þeirri ákvörðun stjórnvalda að hefja uppbyggingu nýs hátæknisjúkrahúss í Vatnsmýrinni.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun