Viðskipti innlent

Samið um ráðgjöf

Einkavæðingarnefnd skrifaði í gær undir samkomulag við fjármálafyrirtækið Morgan Stanley um að fyrirtækið veiti nefndinni ráðgjöf og aðra þjónustu við sölu ríkisins á hlutabréfum í Símanum. Fjórtán tilboð bárust í verkið frá innlendum og erlendum fyrirtækjum áður en frestur til að skila inn tilboðum rann út 25. október. Ákvörðunin var tekin eftir mat einkavæðingarnefndar á verði, þjónustu og gæðum tilboðanna. Ríkið á um 99 prósent hlutafjár í Símanum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×