Gætu orðið rasssíðir við að smala 19. desember 2004 00:01 "Við kærum, það er engin spurning," segir Stefán Halldórsson, eigandi jarðarinnar Brúar á Jökuldal, en ríkið gerir kröfu um að eignast um 95 prósent þess lands sem fram til þessa hefur tilheyrt Brú. "Ég átti ekki von á þessu og hélt að menn hefðu dregið einhvern lærdóm af dómunum á Suðurlandi." Brú á Jökuldal er ein af stærstu jörðum landsins en Stefán kann ekki að nefna tölur þegar hann er spurður hve stór hún sé. "Ég er ekki með stærðina á hraðbergi en einhvers staðar stendur að jörðin sé á stærð við Færeyjar," segir hann og bendir á að til séu heimildir frá um 1500 þar sem skýrt sé kveðið á um að löndin tilheyri Brú. Stefán hefur vitaskuld farið með jörðina sem sína eigin og meira að segja veitt ríkinu leyfi til að friðlýsa svæði innan hennar. "Ríkið óskaði eftir að fá að friðlýsa hluta landsins og síðar var beðið um að fá að breyta mörkum friðlandsins út af hugsanlegri virkjun. Ég veitti auðvitað þessi leyfi," segir Stefán og finnst heldur öfugsnúið að nú skuli ríkið koma og þykjast eiga jörðina. Laufey Bjarkadóttir býr á Hafrafellstungu I í Öxarfjarðarhreppi og er jafn hlessa á úrskurði Óbyggðanefndar og Stefán á Brú. "Við erum eiginlega orðlaus," segir hún, enda til gömul skjöl með greinilegum landamerkjum sem sýni hvað heyri til Hafrafellstungu og hvað ekki. "Ég hélt að við myndum fá að halda þessu landi því þetta er svo sem ekki þannig svæði að menn séu mikið að ferðast um það," svarar hún spurð hverju hún hafi búist við af hálfu ríkisins. "Þetta eru bara stór heiðalönd. Ég skil að ríkið vilji það land sem liggur að Jökulsá á Fjöllum, Hólsfjöllin, Dettifoss og fleira. Ég skil hins vegar ómögulega að ríkið vilji landið mitt hér uppi á heiði þar sem ekkert er nema fljúgandi fugl og ær á beit." Landeigendum ber, lögum samkvæmt, að smala lönd sín hvort sem þeir eiga kindur eða ekki. Ríkið þyrfti að axla þær skyldur ef gengið yrði að kröfum þess. Þrjá daga tekur að smala heiðar Hafrafellstungu. "Ja, þeir gætu orðið rasssíðir við að smala," segir Laufey og hlær. Dómsmál Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira
"Við kærum, það er engin spurning," segir Stefán Halldórsson, eigandi jarðarinnar Brúar á Jökuldal, en ríkið gerir kröfu um að eignast um 95 prósent þess lands sem fram til þessa hefur tilheyrt Brú. "Ég átti ekki von á þessu og hélt að menn hefðu dregið einhvern lærdóm af dómunum á Suðurlandi." Brú á Jökuldal er ein af stærstu jörðum landsins en Stefán kann ekki að nefna tölur þegar hann er spurður hve stór hún sé. "Ég er ekki með stærðina á hraðbergi en einhvers staðar stendur að jörðin sé á stærð við Færeyjar," segir hann og bendir á að til séu heimildir frá um 1500 þar sem skýrt sé kveðið á um að löndin tilheyri Brú. Stefán hefur vitaskuld farið með jörðina sem sína eigin og meira að segja veitt ríkinu leyfi til að friðlýsa svæði innan hennar. "Ríkið óskaði eftir að fá að friðlýsa hluta landsins og síðar var beðið um að fá að breyta mörkum friðlandsins út af hugsanlegri virkjun. Ég veitti auðvitað þessi leyfi," segir Stefán og finnst heldur öfugsnúið að nú skuli ríkið koma og þykjast eiga jörðina. Laufey Bjarkadóttir býr á Hafrafellstungu I í Öxarfjarðarhreppi og er jafn hlessa á úrskurði Óbyggðanefndar og Stefán á Brú. "Við erum eiginlega orðlaus," segir hún, enda til gömul skjöl með greinilegum landamerkjum sem sýni hvað heyri til Hafrafellstungu og hvað ekki. "Ég hélt að við myndum fá að halda þessu landi því þetta er svo sem ekki þannig svæði að menn séu mikið að ferðast um það," svarar hún spurð hverju hún hafi búist við af hálfu ríkisins. "Þetta eru bara stór heiðalönd. Ég skil að ríkið vilji það land sem liggur að Jökulsá á Fjöllum, Hólsfjöllin, Dettifoss og fleira. Ég skil hins vegar ómögulega að ríkið vilji landið mitt hér uppi á heiði þar sem ekkert er nema fljúgandi fugl og ær á beit." Landeigendum ber, lögum samkvæmt, að smala lönd sín hvort sem þeir eiga kindur eða ekki. Ríkið þyrfti að axla þær skyldur ef gengið yrði að kröfum þess. Þrjá daga tekur að smala heiðar Hafrafellstungu. "Ja, þeir gætu orðið rasssíðir við að smala," segir Laufey og hlær.
Dómsmál Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira