Skáldskapur eða veruleiki? 19. desember 2004 00:01 Ársritið Andvari sem nýkomið er út flytur meðal annars grein eftir Gunnar Karlsson prófessor í Íslandssögu við Háskóla Íslands þar sem hann fjallar um nýleg rit um Jón Sigurðsson forseta og gerir sérstaklega að umræðefni sviðsetningar Guðjóns Friðrikssonar höfundar nýlegrar ævisögu forsetans í tveimur bindum. Segir hann að ekki sé alltaf auðvelt að greina á milli þess sem er skáldskapur og sagnfræði í bókum Guðjóns. Mörk sögu og skáldskapar er svo sem ekki nýtt umhugsunarefni. Skáld hafa löngum byggt verk sín á sögulegum heimildum. Kannski eru Íslendingasögurnar grein af þeim meiði ritlistarinnar. Skáldsögur Halldórs Laxness byggja oft á viðamikilli heimildakönnun höfundarins. Ein áhugaverðasta skáldsagan um þessi jól, Flóttinn eftir Sindra Freysson, byggir á margra ára rannsóknum höfundar á sögulegum staðreyndum. En sagan er vitaskuld skáldverk og ætlast ekki til að vera lesin öðruvísi. En hvað á að kalla sagnfræðirit sem innihalda skáldskap og blanda honum saman við staðreyndirnar svo að lesandinn getur illa greint á milli þess sem er satt og rétt og byggt á heimildum og hins sem er tilgáta eða tilbúningur höfundar? Verk Guðjóns Friðrikssonar um ævi Einars Benediktssonar og Jón Sigurðssonar forseta eru víðkunn. Þau urðu metsölurit og höfundur vann til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Um það er ekki deilt að hann hefur góð tök á efnivið sínum og hefur skapað afar skemmtileg rit. En til að gera efnið læsilegra tók hann þann kost að sviðsetja ákveðna atburði sem hann hefur ekki beinar heimildir fyrir. Lesendur geta ekki alltaf greint á milli þess sem er sviðsetning og þess sem er byggt á heimildum. Jafnvel fræðimenn, sem þekkja efnið, sjá ekki alltaf muninni við lesturinn. Höfundurinn hefur það sér til málsbóta að hann fer ekki í felur með vinnubrögð sín. Aðferð hans er viðurkennd og stunduð víða um heim. En auðvitað líður sagnfræðin fyrir þetta. Ekki er hægt að nota bækurnar með sama hætti og önnur sagnfræðiverk. Ýmsir hafa orðið til að benda á annmarkana á aðferð Guðjóns Friðrikssonar. Í ritdómi í DV fyrir tveimur árum hafði Ármann Jakobsson orð á því að að sviðsetningar í sagnfræðiverkum yrðu alltaf síðri raunverulegum skáldskap; ímyndunaraflið fengi sjaldan að njóta sín til fulls; sagnfræðingur yrði aldrei eins djarfur og höfundur sögulegrar skáldsögu gæti leyft sér. "Fyrir vikið velur hann jafnan hina ófrumlegri túlkun og hvaða tilgangi þjónar það?", spyr Ármann. Gunnar Karlsson prófessor vitnar í þessi skrif Ármanns í Andvara. Hann finnur líka ýmsa galla á aðferðinni og nefnir dæmi úr bókum Guðjóns þar sem honum finnst aðferðin leiða til misheppnaðrar útkomu. Gunnar skrifar síðan: "Guðjón Friðriksson virðist ekki hafa miklar áhyggjur af því að lesendur hans fái að vita hvað hann reisir nákvæmlega á heimildum. Þótt hann vísi skipulega til heimilda í aftanmálsgreinum reynist það ekki leysa vandann fullkomlega. Oftast þóttist ég geta greint skáldskap og staðreyndir nokkurn veginn í frásögn Guðjóns, og þó kemur fyrir að hann fari á helst til óljósan hátt þar á milli". Aðferð Guðjón Friðrikssonar er meðal annars beitt í nýútkominni ævisögu Héðins Valdimarssonar eftir Matthías heitinn Sæmundsson. Þar er oft erfitt að sjá muninn á skáldskap og sagnfræði og kann það að einhverju leyti að hafa verið ásetningur höfundar. Í ævisögu Halldórs Laxness eftir Halldór Guðmundsson eru hins vegar engin slík vandamál á ferðinni. Höfundur beitir ekki sviðsetningaaðferðinni heldur rekur söguna eingöngu á grundvelli munnlegra og skriflegra heimilda. Líklega má það kallast smekksatriði hvort mönnum finnist skáldlegar sviðsetningar eiga heima í sagnfræðiritum. En mestu skiptir að lesandinn sé ekki látinn vera í vafa um hvort er á ferðinni skáldskapur eða sagnfræði. Annars er hætt við að mynd okkar af veruleikanum verði skakkari en ástæða er til.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Sjá meira
Ársritið Andvari sem nýkomið er út flytur meðal annars grein eftir Gunnar Karlsson prófessor í Íslandssögu við Háskóla Íslands þar sem hann fjallar um nýleg rit um Jón Sigurðsson forseta og gerir sérstaklega að umræðefni sviðsetningar Guðjóns Friðrikssonar höfundar nýlegrar ævisögu forsetans í tveimur bindum. Segir hann að ekki sé alltaf auðvelt að greina á milli þess sem er skáldskapur og sagnfræði í bókum Guðjóns. Mörk sögu og skáldskapar er svo sem ekki nýtt umhugsunarefni. Skáld hafa löngum byggt verk sín á sögulegum heimildum. Kannski eru Íslendingasögurnar grein af þeim meiði ritlistarinnar. Skáldsögur Halldórs Laxness byggja oft á viðamikilli heimildakönnun höfundarins. Ein áhugaverðasta skáldsagan um þessi jól, Flóttinn eftir Sindra Freysson, byggir á margra ára rannsóknum höfundar á sögulegum staðreyndum. En sagan er vitaskuld skáldverk og ætlast ekki til að vera lesin öðruvísi. En hvað á að kalla sagnfræðirit sem innihalda skáldskap og blanda honum saman við staðreyndirnar svo að lesandinn getur illa greint á milli þess sem er satt og rétt og byggt á heimildum og hins sem er tilgáta eða tilbúningur höfundar? Verk Guðjóns Friðrikssonar um ævi Einars Benediktssonar og Jón Sigurðssonar forseta eru víðkunn. Þau urðu metsölurit og höfundur vann til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Um það er ekki deilt að hann hefur góð tök á efnivið sínum og hefur skapað afar skemmtileg rit. En til að gera efnið læsilegra tók hann þann kost að sviðsetja ákveðna atburði sem hann hefur ekki beinar heimildir fyrir. Lesendur geta ekki alltaf greint á milli þess sem er sviðsetning og þess sem er byggt á heimildum. Jafnvel fræðimenn, sem þekkja efnið, sjá ekki alltaf muninni við lesturinn. Höfundurinn hefur það sér til málsbóta að hann fer ekki í felur með vinnubrögð sín. Aðferð hans er viðurkennd og stunduð víða um heim. En auðvitað líður sagnfræðin fyrir þetta. Ekki er hægt að nota bækurnar með sama hætti og önnur sagnfræðiverk. Ýmsir hafa orðið til að benda á annmarkana á aðferð Guðjóns Friðrikssonar. Í ritdómi í DV fyrir tveimur árum hafði Ármann Jakobsson orð á því að að sviðsetningar í sagnfræðiverkum yrðu alltaf síðri raunverulegum skáldskap; ímyndunaraflið fengi sjaldan að njóta sín til fulls; sagnfræðingur yrði aldrei eins djarfur og höfundur sögulegrar skáldsögu gæti leyft sér. "Fyrir vikið velur hann jafnan hina ófrumlegri túlkun og hvaða tilgangi þjónar það?", spyr Ármann. Gunnar Karlsson prófessor vitnar í þessi skrif Ármanns í Andvara. Hann finnur líka ýmsa galla á aðferðinni og nefnir dæmi úr bókum Guðjóns þar sem honum finnst aðferðin leiða til misheppnaðrar útkomu. Gunnar skrifar síðan: "Guðjón Friðriksson virðist ekki hafa miklar áhyggjur af því að lesendur hans fái að vita hvað hann reisir nákvæmlega á heimildum. Þótt hann vísi skipulega til heimilda í aftanmálsgreinum reynist það ekki leysa vandann fullkomlega. Oftast þóttist ég geta greint skáldskap og staðreyndir nokkurn veginn í frásögn Guðjóns, og þó kemur fyrir að hann fari á helst til óljósan hátt þar á milli". Aðferð Guðjón Friðrikssonar er meðal annars beitt í nýútkominni ævisögu Héðins Valdimarssonar eftir Matthías heitinn Sæmundsson. Þar er oft erfitt að sjá muninn á skáldskap og sagnfræði og kann það að einhverju leyti að hafa verið ásetningur höfundar. Í ævisögu Halldórs Laxness eftir Halldór Guðmundsson eru hins vegar engin slík vandamál á ferðinni. Höfundur beitir ekki sviðsetningaaðferðinni heldur rekur söguna eingöngu á grundvelli munnlegra og skriflegra heimilda. Líklega má það kallast smekksatriði hvort mönnum finnist skáldlegar sviðsetningar eiga heima í sagnfræðiritum. En mestu skiptir að lesandinn sé ekki látinn vera í vafa um hvort er á ferðinni skáldskapur eða sagnfræði. Annars er hætt við að mynd okkar af veruleikanum verði skakkari en ástæða er til.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar