Vilja vita verð símtala fyrirfram 17. desember 2004 00:01 Erfitt er fyrir neytendur að vita hvað þeir greiða fyrir símnotkun fyrr en eftir á, segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Samtökin krefjast að greitt verði úr því. Fjölmargir hafi haft samband vegna hárra símareikninga. "Við viljum að fólk fái viðvörun þegar hringt er úr einu kerfi í annað því þar með er fólk að borga meira," segir Jóhannes. Fundað hafi verið með Póst- og fjarskiptastofnun sem skoði málið. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að full ástæða til að gera kostnað símafyrirtækja sýnilegri. Sá mikli verðmunur sem sé milli fyrirtækjanna verði ekki til lengdar. Hann skapist meðal annars af því símafyrirtækin borgi hvort öðru þjónustugjöld þegar hringt sé milli kerfanna. Mikill verðmunur sé á gjöldunum. Og Vodafone greiði 8,92 krónur til Símans þegar hringt sé milli kerfa en Síminn greiði 12.10 til Og Vodafone. "Þetta eru heildsöluverð og ber ekki að rugla við smásöluverð," segir Hrafnkell: "Við teljum langtímasjónarmið fyrir neytendur að jafna beri þjónustugjöld símfyrirtækjanna." Slíkt skref hafi til dæmis verið stigið í Svíþjóð í vikunni. Jóhannes segir vandamálið hafa sprottið upp eftir að númeraflutningur milli fyrirtækjanna var leyfður. Áður hafi fólk vitað að númer sem hæfust á tölunni sex væru hjá Og Vodafone og átta hjá Símanum. Pétur Pétursson, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá Og Vodafone, segir það í hag fyrirtækisins að fólk viti í hvort kerfið það hringi þar sem viðskiptavinir þeirra greiði lægri gjöld. Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir það stafa af mismun á heildsöluverði fyrirtækjanna. Póst- og fjarskiptastofnun hafi ekki séð ástæðu til að íhlutast um verð þrátt fyrir óskir Símans. Það sé ósigur neytenda: "Það skiptir höfuðmáli fyrir viðskiptavini að gjaldið sem þeir greiða fyrir símtöl á milli kerfa sé hið sama, hvort sem þeir hringja úr kerfi Símans til Og fjarskipta eða öfugt." Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Erfitt er fyrir neytendur að vita hvað þeir greiða fyrir símnotkun fyrr en eftir á, segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Samtökin krefjast að greitt verði úr því. Fjölmargir hafi haft samband vegna hárra símareikninga. "Við viljum að fólk fái viðvörun þegar hringt er úr einu kerfi í annað því þar með er fólk að borga meira," segir Jóhannes. Fundað hafi verið með Póst- og fjarskiptastofnun sem skoði málið. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að full ástæða til að gera kostnað símafyrirtækja sýnilegri. Sá mikli verðmunur sem sé milli fyrirtækjanna verði ekki til lengdar. Hann skapist meðal annars af því símafyrirtækin borgi hvort öðru þjónustugjöld þegar hringt sé milli kerfanna. Mikill verðmunur sé á gjöldunum. Og Vodafone greiði 8,92 krónur til Símans þegar hringt sé milli kerfa en Síminn greiði 12.10 til Og Vodafone. "Þetta eru heildsöluverð og ber ekki að rugla við smásöluverð," segir Hrafnkell: "Við teljum langtímasjónarmið fyrir neytendur að jafna beri þjónustugjöld símfyrirtækjanna." Slíkt skref hafi til dæmis verið stigið í Svíþjóð í vikunni. Jóhannes segir vandamálið hafa sprottið upp eftir að númeraflutningur milli fyrirtækjanna var leyfður. Áður hafi fólk vitað að númer sem hæfust á tölunni sex væru hjá Og Vodafone og átta hjá Símanum. Pétur Pétursson, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá Og Vodafone, segir það í hag fyrirtækisins að fólk viti í hvort kerfið það hringi þar sem viðskiptavinir þeirra greiði lægri gjöld. Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir það stafa af mismun á heildsöluverði fyrirtækjanna. Póst- og fjarskiptastofnun hafi ekki séð ástæðu til að íhlutast um verð þrátt fyrir óskir Símans. Það sé ósigur neytenda: "Það skiptir höfuðmáli fyrir viðskiptavini að gjaldið sem þeir greiða fyrir símtöl á milli kerfa sé hið sama, hvort sem þeir hringja úr kerfi Símans til Og fjarskipta eða öfugt."
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira