Verðið lækkar með aukinni notkun 10. desember 2004 00:01 Af hálfu ríkisins eru ekki uppi fyrirætlanir um að beita sér fyrir breytingum til lækkunar á verðskránni sem Farice sæstrengurinn styðst við, að sögn Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra. Netþjónustur hafa lýst því að vegna kostnaðar við gagnaflutninga um strenginn verði þau að takmarka erlent niðurhal af netinu með umframgjaldtöku. Ekki er nýttur nema tíundihluti gagnaflutningsgetunnar sem nú stendur til boða um strenginn. "Ég vil nú í fyrsta lagi segja að ég beitti mér fyrir því á sínum tíma sem samgönguráðherra að farið var út í að leggja þennan streng. Það var vegna þess að ég hafði farið út í að gera úttekt á sambandsöryggi við landið og niðurstaðan var sú að algjörlega væri nauðsynlegt væri að leggja annan streng," sagði Sturla. "Síðan er það náttúrlega markaðurinn sem ræður þarna framboði og eftirspurn. CANTAT-3 strengurinn er til staðar ennþá og svo er bullandi samkeppni á milli símafyrirtækja." Ráðherrann sagðist hins vegar leggja mikla áherslu á að afkastagetan sé nýtt sem mest og best í þágu neytenda. "Öryggið er til staðar og til lengri tíma litið er að sjálfsögðu mikilvægt fyrir símafyrirtækin að verð séu hagstæð þannig að umferð um Farice strenginn og viðskipti aukist," sagði Sturla og taldi fráleitt að stóru fjarskiptafyrirtækin tvö, sem að Farice standa, Og Vodafone og Síminn, gætu séð sér hag í því að haga verðlagningunni þannig að smærri netþjónustur treystu sér ekki til að skipta við strenginn. "Það væri þá alveg nýtt af nálinni og kæmi mér mikið á óvart ef þar væri um eitthvað bandalag að ræða." Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Farice, segir enga formlega endurskoðun gagnaflutningsverðs í gangi. "Við fylgjumst hins vegar með og svo er lykilatriði að um leið og einhver kaupir af okkur viðbót. Sama hvort það er einhver nýr, eða núverandi kúnnar, þá hefur það þau áhrif að gjaldskráin lækkar," segir hann. "Gjaldskráin þarf bara að skila ákveðnum tekjum og því lækkar einingaverðið ef einhver kaupir meira." Guðmundur segir það ákvörðun stjórnar hvenær slíkar breytingar á gjaldskrá gætu átt sér stað. "En yfirleitt fer þessi endurskoðun fram í árslok." Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Af hálfu ríkisins eru ekki uppi fyrirætlanir um að beita sér fyrir breytingum til lækkunar á verðskránni sem Farice sæstrengurinn styðst við, að sögn Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra. Netþjónustur hafa lýst því að vegna kostnaðar við gagnaflutninga um strenginn verði þau að takmarka erlent niðurhal af netinu með umframgjaldtöku. Ekki er nýttur nema tíundihluti gagnaflutningsgetunnar sem nú stendur til boða um strenginn. "Ég vil nú í fyrsta lagi segja að ég beitti mér fyrir því á sínum tíma sem samgönguráðherra að farið var út í að leggja þennan streng. Það var vegna þess að ég hafði farið út í að gera úttekt á sambandsöryggi við landið og niðurstaðan var sú að algjörlega væri nauðsynlegt væri að leggja annan streng," sagði Sturla. "Síðan er það náttúrlega markaðurinn sem ræður þarna framboði og eftirspurn. CANTAT-3 strengurinn er til staðar ennþá og svo er bullandi samkeppni á milli símafyrirtækja." Ráðherrann sagðist hins vegar leggja mikla áherslu á að afkastagetan sé nýtt sem mest og best í þágu neytenda. "Öryggið er til staðar og til lengri tíma litið er að sjálfsögðu mikilvægt fyrir símafyrirtækin að verð séu hagstæð þannig að umferð um Farice strenginn og viðskipti aukist," sagði Sturla og taldi fráleitt að stóru fjarskiptafyrirtækin tvö, sem að Farice standa, Og Vodafone og Síminn, gætu séð sér hag í því að haga verðlagningunni þannig að smærri netþjónustur treystu sér ekki til að skipta við strenginn. "Það væri þá alveg nýtt af nálinni og kæmi mér mikið á óvart ef þar væri um eitthvað bandalag að ræða." Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Farice, segir enga formlega endurskoðun gagnaflutningsverðs í gangi. "Við fylgjumst hins vegar með og svo er lykilatriði að um leið og einhver kaupir af okkur viðbót. Sama hvort það er einhver nýr, eða núverandi kúnnar, þá hefur það þau áhrif að gjaldskráin lækkar," segir hann. "Gjaldskráin þarf bara að skila ákveðnum tekjum og því lækkar einingaverðið ef einhver kaupir meira." Guðmundur segir það ákvörðun stjórnar hvenær slíkar breytingar á gjaldskrá gætu átt sér stað. "En yfirleitt fer þessi endurskoðun fram í árslok."
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira