Verðið lækkar með aukinni notkun 10. desember 2004 00:01 Af hálfu ríkisins eru ekki uppi fyrirætlanir um að beita sér fyrir breytingum til lækkunar á verðskránni sem Farice sæstrengurinn styðst við, að sögn Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra. Netþjónustur hafa lýst því að vegna kostnaðar við gagnaflutninga um strenginn verði þau að takmarka erlent niðurhal af netinu með umframgjaldtöku. Ekki er nýttur nema tíundihluti gagnaflutningsgetunnar sem nú stendur til boða um strenginn. "Ég vil nú í fyrsta lagi segja að ég beitti mér fyrir því á sínum tíma sem samgönguráðherra að farið var út í að leggja þennan streng. Það var vegna þess að ég hafði farið út í að gera úttekt á sambandsöryggi við landið og niðurstaðan var sú að algjörlega væri nauðsynlegt væri að leggja annan streng," sagði Sturla. "Síðan er það náttúrlega markaðurinn sem ræður þarna framboði og eftirspurn. CANTAT-3 strengurinn er til staðar ennþá og svo er bullandi samkeppni á milli símafyrirtækja." Ráðherrann sagðist hins vegar leggja mikla áherslu á að afkastagetan sé nýtt sem mest og best í þágu neytenda. "Öryggið er til staðar og til lengri tíma litið er að sjálfsögðu mikilvægt fyrir símafyrirtækin að verð séu hagstæð þannig að umferð um Farice strenginn og viðskipti aukist," sagði Sturla og taldi fráleitt að stóru fjarskiptafyrirtækin tvö, sem að Farice standa, Og Vodafone og Síminn, gætu séð sér hag í því að haga verðlagningunni þannig að smærri netþjónustur treystu sér ekki til að skipta við strenginn. "Það væri þá alveg nýtt af nálinni og kæmi mér mikið á óvart ef þar væri um eitthvað bandalag að ræða." Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Farice, segir enga formlega endurskoðun gagnaflutningsverðs í gangi. "Við fylgjumst hins vegar með og svo er lykilatriði að um leið og einhver kaupir af okkur viðbót. Sama hvort það er einhver nýr, eða núverandi kúnnar, þá hefur það þau áhrif að gjaldskráin lækkar," segir hann. "Gjaldskráin þarf bara að skila ákveðnum tekjum og því lækkar einingaverðið ef einhver kaupir meira." Guðmundur segir það ákvörðun stjórnar hvenær slíkar breytingar á gjaldskrá gætu átt sér stað. "En yfirleitt fer þessi endurskoðun fram í árslok." Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Af hálfu ríkisins eru ekki uppi fyrirætlanir um að beita sér fyrir breytingum til lækkunar á verðskránni sem Farice sæstrengurinn styðst við, að sögn Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra. Netþjónustur hafa lýst því að vegna kostnaðar við gagnaflutninga um strenginn verði þau að takmarka erlent niðurhal af netinu með umframgjaldtöku. Ekki er nýttur nema tíundihluti gagnaflutningsgetunnar sem nú stendur til boða um strenginn. "Ég vil nú í fyrsta lagi segja að ég beitti mér fyrir því á sínum tíma sem samgönguráðherra að farið var út í að leggja þennan streng. Það var vegna þess að ég hafði farið út í að gera úttekt á sambandsöryggi við landið og niðurstaðan var sú að algjörlega væri nauðsynlegt væri að leggja annan streng," sagði Sturla. "Síðan er það náttúrlega markaðurinn sem ræður þarna framboði og eftirspurn. CANTAT-3 strengurinn er til staðar ennþá og svo er bullandi samkeppni á milli símafyrirtækja." Ráðherrann sagðist hins vegar leggja mikla áherslu á að afkastagetan sé nýtt sem mest og best í þágu neytenda. "Öryggið er til staðar og til lengri tíma litið er að sjálfsögðu mikilvægt fyrir símafyrirtækin að verð séu hagstæð þannig að umferð um Farice strenginn og viðskipti aukist," sagði Sturla og taldi fráleitt að stóru fjarskiptafyrirtækin tvö, sem að Farice standa, Og Vodafone og Síminn, gætu séð sér hag í því að haga verðlagningunni þannig að smærri netþjónustur treystu sér ekki til að skipta við strenginn. "Það væri þá alveg nýtt af nálinni og kæmi mér mikið á óvart ef þar væri um eitthvað bandalag að ræða." Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Farice, segir enga formlega endurskoðun gagnaflutningsverðs í gangi. "Við fylgjumst hins vegar með og svo er lykilatriði að um leið og einhver kaupir af okkur viðbót. Sama hvort það er einhver nýr, eða núverandi kúnnar, þá hefur það þau áhrif að gjaldskráin lækkar," segir hann. "Gjaldskráin þarf bara að skila ákveðnum tekjum og því lækkar einingaverðið ef einhver kaupir meira." Guðmundur segir það ákvörðun stjórnar hvenær slíkar breytingar á gjaldskrá gætu átt sér stað. "En yfirleitt fer þessi endurskoðun fram í árslok."
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira