Lagasetning ekki útilokuð 10. nóvember 2004 00:01 Það er ekki útilokað að ríkisstjórnin grípi til lagasetningar til að leysa kjaradeilu kennara. Þetta kom fram í máli Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra í gær. Hann hefur boðað kennara og fulltrúa sveitarfélaga á fund í dag til að ræða hvernig leysa megi deiluna. Halldór sagði að þótt ríkisstjórnin hafi útilokað lagasetningu fram að þessu þá sé ekki hægt að útiloka hana miðað við framtíðarhorfur í samningaviðræðunum. "Við höfum alltaf sagt að lagasetning sé neyðarkostur en við þessar aðstæður vil ég ekki útiloka hana," sagði forsætisráðherra í stjórnarráðinu í gær. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari átti fund með ráðherrum ríkisstjórnarinnar í gær. Halldór sagði að Ásmundur hefði gert þeim grein fyrir því að deilan væri í mjög alvarlegum hnút og í reynd sagt að allar leiðir hefðu verið reyndar. Þar sem sáttafundur hefði ekki verið boðaður fyrr en eftir hálfan mánuð hefði ríkisstjórnin ákveðið að boða kennara og fulltrúa sveitarfélaga á sinn fund strax í dag, hún hafi ekki getað setið aðgerðalaus við þessar kringumstæður. Halldór sagði að einnig yrði haft samráð við stjórnarandstöðuna. Aðspurður hvort farið yrði fram á frestun verkfallsins sagði forsætisráðherra að það þyrfti að ræða alla möguleika til að koma skólunum af stað á nýjan leik. Þar á meðal frestun verkfalls og tillögur kennara um gerðardóm. Núverandi staða sé algjörlega óásættanleg og ríkisstjórnin og þingið beri skyldur gagnvart fjölskyldum í landinu. Hins vegar kæmi það ekki til greina að ríkið tæki við rekstri grunnskóla af sveitarfélögunum. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaga, segir alveg óljóst hvort fundir dagsins með forsætisráðherra eigi eftir að reynast árangursríkir enda hafi ekkert verið gefið upp um hvað eigi að ræða. Aðspurður hvers vegna launanefndin samþykkti ekki gerðardómstillögu kennara segir Birgir að það hefði orðið jafn erfitt að ná samstöðu um forskrift gerðardóms eins og að semja um kjarasamning. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Það er ekki útilokað að ríkisstjórnin grípi til lagasetningar til að leysa kjaradeilu kennara. Þetta kom fram í máli Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra í gær. Hann hefur boðað kennara og fulltrúa sveitarfélaga á fund í dag til að ræða hvernig leysa megi deiluna. Halldór sagði að þótt ríkisstjórnin hafi útilokað lagasetningu fram að þessu þá sé ekki hægt að útiloka hana miðað við framtíðarhorfur í samningaviðræðunum. "Við höfum alltaf sagt að lagasetning sé neyðarkostur en við þessar aðstæður vil ég ekki útiloka hana," sagði forsætisráðherra í stjórnarráðinu í gær. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari átti fund með ráðherrum ríkisstjórnarinnar í gær. Halldór sagði að Ásmundur hefði gert þeim grein fyrir því að deilan væri í mjög alvarlegum hnút og í reynd sagt að allar leiðir hefðu verið reyndar. Þar sem sáttafundur hefði ekki verið boðaður fyrr en eftir hálfan mánuð hefði ríkisstjórnin ákveðið að boða kennara og fulltrúa sveitarfélaga á sinn fund strax í dag, hún hafi ekki getað setið aðgerðalaus við þessar kringumstæður. Halldór sagði að einnig yrði haft samráð við stjórnarandstöðuna. Aðspurður hvort farið yrði fram á frestun verkfallsins sagði forsætisráðherra að það þyrfti að ræða alla möguleika til að koma skólunum af stað á nýjan leik. Þar á meðal frestun verkfalls og tillögur kennara um gerðardóm. Núverandi staða sé algjörlega óásættanleg og ríkisstjórnin og þingið beri skyldur gagnvart fjölskyldum í landinu. Hins vegar kæmi það ekki til greina að ríkið tæki við rekstri grunnskóla af sveitarfélögunum. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaga, segir alveg óljóst hvort fundir dagsins með forsætisráðherra eigi eftir að reynast árangursríkir enda hafi ekkert verið gefið upp um hvað eigi að ræða. Aðspurður hvers vegna launanefndin samþykkti ekki gerðardómstillögu kennara segir Birgir að það hefði orðið jafn erfitt að ná samstöðu um forskrift gerðardóms eins og að semja um kjarasamning.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira