Ný goshrina hafin 2. nóvember 2004 00:01 Næstu 60 til 80 árin má búast við tíðum eldgosum í Vatnajökli að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðfræðings. Ekki er búist við miklu hlaupi í kjölfar gossins í Grímsvötnum. Mannvirki ekki talin í hættu. "Nú er að að öllum líkindum að hafin ný goshrina í Vatnajökli," segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur. "Hún hófst með Gjálpargosinu árið 1996. Síðan kom gosið í Grímsvötnum árið 1998 og þetta gos passar alveg inn í mynstrið." Magnús Tumi segir að goshrinur í Vatnajökli séu lotubundin. Loturnar standi yfir í 60-80 ár þar sem gos verða á 5-10 ára fresti en þess á milli líði lengra á milli gosa. Hann segir greinilegt að nýtt gosvirknitímabil sé hafið. Eldgosið núna er heldur stærra en gosið sem varð í Grímsvötnum árið 1998, en miklu minna en gosið sem varð í Gjálp árið 1996. Magnús Tumi segir að gosið í Gjálp hafi verið allt öðruvís en gosið núna. "Það var allt undir jökli. Þetta gos er ekki nema að litlu leyti undir jökli það fer í gegnum jökulinn en gýs að mestu leyti upp í andrúmsloftið." Viðvarandi og vaxandi skjálftavirkni undir Grímsvötnum síðustu tvær vikur olli því að eldgosið, sem hófst klukkan 21.50 í fyrrakvöld, kom jarðfræðingum ekki á óvart. Magnús Tumi segir að það sem sé einna merkilegast við gosið sé að þegar hlaupið hafi farið af stað fyrir fáeinum dögum hafi vatnsþrýstingurinn minnkað í Grímsvötnum. Það hafi ollið því að kvikan hafi átt auðveldara með að brjótast upp. Hann segir þetta í takt við tilgátu sem Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur setti fram um Grímsvatnagos fyrir fimmtíu árum. Gífurlegt hlaup varð árið 1996 þegar gos varð í Gjálp, skammt norðan við Grímsvötn. Þá skolaði brúnni yfir Gígjukvísl á haf út, Skeiðarárbrúin laskaðist talsvert en brúin yfir Núpsvötn stóðst áhlaupið. Ekki er búist við nærri jafn miklu hlaupi í kjölfar gossins nú. Magnús Tumi segist ekki hafa trú á að brýr á Skeiðarársandi séu í einhverri hættu nú. Til þess þurfi eitthvað óvænt að gerast. Gosmökkurinn við Grímsvötn teygir sig nú allt að fjórtán kílómetra upp í himininn. Hann var það mikill í gær stórt svæði norð-austur af gosstöðvunum var lokað fyrir flugumferð. Til dæmis var ekki flogið til Akureyrar eða Egilsstaða um tíma. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er búist við suðlægri átt í dag þannig að gosmökkurinn heldur áfram að berast í norð-austur. Gosvefur VeðurstofunnarMYND/Heiður ÓskMYND/Heiður ÓskMYND/Heiður ÓskMYND/Heiður ÓskMYND/Heiður ÓskMYNDYHeiður ÓskMYND/HjaltiMYND/Hjalti Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Næstu 60 til 80 árin má búast við tíðum eldgosum í Vatnajökli að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðfræðings. Ekki er búist við miklu hlaupi í kjölfar gossins í Grímsvötnum. Mannvirki ekki talin í hættu. "Nú er að að öllum líkindum að hafin ný goshrina í Vatnajökli," segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur. "Hún hófst með Gjálpargosinu árið 1996. Síðan kom gosið í Grímsvötnum árið 1998 og þetta gos passar alveg inn í mynstrið." Magnús Tumi segir að goshrinur í Vatnajökli séu lotubundin. Loturnar standi yfir í 60-80 ár þar sem gos verða á 5-10 ára fresti en þess á milli líði lengra á milli gosa. Hann segir greinilegt að nýtt gosvirknitímabil sé hafið. Eldgosið núna er heldur stærra en gosið sem varð í Grímsvötnum árið 1998, en miklu minna en gosið sem varð í Gjálp árið 1996. Magnús Tumi segir að gosið í Gjálp hafi verið allt öðruvís en gosið núna. "Það var allt undir jökli. Þetta gos er ekki nema að litlu leyti undir jökli það fer í gegnum jökulinn en gýs að mestu leyti upp í andrúmsloftið." Viðvarandi og vaxandi skjálftavirkni undir Grímsvötnum síðustu tvær vikur olli því að eldgosið, sem hófst klukkan 21.50 í fyrrakvöld, kom jarðfræðingum ekki á óvart. Magnús Tumi segir að það sem sé einna merkilegast við gosið sé að þegar hlaupið hafi farið af stað fyrir fáeinum dögum hafi vatnsþrýstingurinn minnkað í Grímsvötnum. Það hafi ollið því að kvikan hafi átt auðveldara með að brjótast upp. Hann segir þetta í takt við tilgátu sem Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur setti fram um Grímsvatnagos fyrir fimmtíu árum. Gífurlegt hlaup varð árið 1996 þegar gos varð í Gjálp, skammt norðan við Grímsvötn. Þá skolaði brúnni yfir Gígjukvísl á haf út, Skeiðarárbrúin laskaðist talsvert en brúin yfir Núpsvötn stóðst áhlaupið. Ekki er búist við nærri jafn miklu hlaupi í kjölfar gossins nú. Magnús Tumi segist ekki hafa trú á að brýr á Skeiðarársandi séu í einhverri hættu nú. Til þess þurfi eitthvað óvænt að gerast. Gosmökkurinn við Grímsvötn teygir sig nú allt að fjórtán kílómetra upp í himininn. Hann var það mikill í gær stórt svæði norð-austur af gosstöðvunum var lokað fyrir flugumferð. Til dæmis var ekki flogið til Akureyrar eða Egilsstaða um tíma. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er búist við suðlægri átt í dag þannig að gosmökkurinn heldur áfram að berast í norð-austur. Gosvefur VeðurstofunnarMYND/Heiður ÓskMYND/Heiður ÓskMYND/Heiður ÓskMYND/Heiður ÓskMYND/Heiður ÓskMYNDYHeiður ÓskMYND/HjaltiMYND/Hjalti
Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira