Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. október 2025 20:02 Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Vísir/Sigurjón Oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn segir ýmsum spurningum enn ósvarað um samninga borgarinnar við olíufélög um fækkun bensínstöðva. Skoða þurfi hvort tilkynna þurfi samningana til eftirlitsstofnunar EFTA. Í dag var birt skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um samningana og vill oddvitinn bíða með frekari uppbyggingu á lóðunum. Ráðist var í gerð skýrslunnar í maí í fyrra en forsaga málsins er sú að borgarstjórn samþykkti árið 2019 að fækka bensínstöðvum og hófu samningsviðræður við lóðahafa í kjölfarið sem urðu að samningum sem samþykktir voru 2021 og 2022 af borgarstjórn. Skýrslan telur 105 blaðsíður og þar kemur fram að Innri endurskoðun telur meðal annars að markmið borgarinnar hafa verið lögmæt og málefnanleg. Upplýsingagjöf í borgarráði hafi hinsvegar verið ómarkviss og að skortur hafi verið á formlegri greiningu á samningsmarkmiðum. Lagðar eru til tólf tillögur að úrbótum um verklag hjá borginni, meðal annars um úthlutun lóða og stýrihópa. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í borginni segir skýrsluna kalla á enn frekari spurningar. „Nú þarf að skoða hvort með samningunum hafi verið brotnar reglur um samkeppni eða ríkisaðstoð, þannig það þarf að rýna í framhaldinu hvernig við fáumst við skipulag þessara lóða út frá þessum sjónarmiðum.“ Telur að bíða eigi með uppbyggingu á lóðunum Sambærilegt mál sé úthlutun lóða í Efstaleiti sem borgin hafi afhent Ríkisútvarpinu. „Og Ríkisendurskoðun hefur fjallað um þetta og talið þessa samninga fela í sér einmitt brot á reglum um samkeppni og ríkisaðstoð og ég hef lagt til að þessar lóðaúthlutanir verði tilkynntar til ESA og mögulega þarf að gera það sama og bara sennilega með þessa samninga, til að fá úr því skorið hver er staðan og höfum við brotið á þessum reglum og hvernig tæklum við það í framhaldinu.“ Enn sé verið að skipuleggja nokkrar af umræddum bensínstöðvarlóðum. „Og munu koma á næstu misserum til samþykktar til okkar og við þurfum núna að meta, getum við hleypt þessu skipulagi áfram á grundvelli þessarar skýrslu eða þurfum við að bíða með skipulag á þessum bensínstöðvarlóðum á meðan við fáum úr því skorið hvort við séum þarna að veita ólögmæta ríkisaðstoð, hvort við séum að brjóta á samkeppnisreglum, þannig ég myndi telja að skipulag á þessum lóðum myndi þurfa að bíða í svolítinn tíma á meðan við fáum svör við þessu.“ Reykjavík Stjórnsýsla Bensín og olía Skipulag Borgarstjórn EFTA Tengdar fréttir „Ódýrt“ að gera samningana tortryggilega Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, segir ekkert tortryggilegt við samninga borgarinnar við olíufélögin um að greiða ekki innviðagjald eða byggingargjald á reitum þar sem borgaryfirvöld vilja að rísi íbúabyggð. 5. maí 2024 14:36 Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Ráðist var í gerð skýrslunnar í maí í fyrra en forsaga málsins er sú að borgarstjórn samþykkti árið 2019 að fækka bensínstöðvum og hófu samningsviðræður við lóðahafa í kjölfarið sem urðu að samningum sem samþykktir voru 2021 og 2022 af borgarstjórn. Skýrslan telur 105 blaðsíður og þar kemur fram að Innri endurskoðun telur meðal annars að markmið borgarinnar hafa verið lögmæt og málefnanleg. Upplýsingagjöf í borgarráði hafi hinsvegar verið ómarkviss og að skortur hafi verið á formlegri greiningu á samningsmarkmiðum. Lagðar eru til tólf tillögur að úrbótum um verklag hjá borginni, meðal annars um úthlutun lóða og stýrihópa. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í borginni segir skýrsluna kalla á enn frekari spurningar. „Nú þarf að skoða hvort með samningunum hafi verið brotnar reglur um samkeppni eða ríkisaðstoð, þannig það þarf að rýna í framhaldinu hvernig við fáumst við skipulag þessara lóða út frá þessum sjónarmiðum.“ Telur að bíða eigi með uppbyggingu á lóðunum Sambærilegt mál sé úthlutun lóða í Efstaleiti sem borgin hafi afhent Ríkisútvarpinu. „Og Ríkisendurskoðun hefur fjallað um þetta og talið þessa samninga fela í sér einmitt brot á reglum um samkeppni og ríkisaðstoð og ég hef lagt til að þessar lóðaúthlutanir verði tilkynntar til ESA og mögulega þarf að gera það sama og bara sennilega með þessa samninga, til að fá úr því skorið hver er staðan og höfum við brotið á þessum reglum og hvernig tæklum við það í framhaldinu.“ Enn sé verið að skipuleggja nokkrar af umræddum bensínstöðvarlóðum. „Og munu koma á næstu misserum til samþykktar til okkar og við þurfum núna að meta, getum við hleypt þessu skipulagi áfram á grundvelli þessarar skýrslu eða þurfum við að bíða með skipulag á þessum bensínstöðvarlóðum á meðan við fáum úr því skorið hvort við séum þarna að veita ólögmæta ríkisaðstoð, hvort við séum að brjóta á samkeppnisreglum, þannig ég myndi telja að skipulag á þessum lóðum myndi þurfa að bíða í svolítinn tíma á meðan við fáum svör við þessu.“
Reykjavík Stjórnsýsla Bensín og olía Skipulag Borgarstjórn EFTA Tengdar fréttir „Ódýrt“ að gera samningana tortryggilega Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, segir ekkert tortryggilegt við samninga borgarinnar við olíufélögin um að greiða ekki innviðagjald eða byggingargjald á reitum þar sem borgaryfirvöld vilja að rísi íbúabyggð. 5. maí 2024 14:36 Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
„Ódýrt“ að gera samningana tortryggilega Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, segir ekkert tortryggilegt við samninga borgarinnar við olíufélögin um að greiða ekki innviðagjald eða byggingargjald á reitum þar sem borgaryfirvöld vilja að rísi íbúabyggð. 5. maí 2024 14:36
Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18