Erlent

Kusu á miðnætti

Fyrstu tölur í bandarísku forsetakosningunum lágu fyrir skömmu eftir miðnætti að staðartíma, skömmu eftir klukkan fimm í gærmorgun að íslenskum tíma. Þá voru tvö lítil samfélög í New Hampshire búin að kjósa og telja atkvæði, langt á undan öllum öðrum. Kjörstaðir verða að hafa opið milli ellefu að morgni og sjö að kvöldi en mega opna fyrr og loka snemma ef allir á kjörskrá eru búnir að kjósa. Þetta er gert í Harts Location og Dixville Notch þar sem kjörstaðir opnuðu skömmu eftir miðnætti og lokuðu skömmu síðar. George W. Bush hafði betur í þeim báðum, fékk 35 atkvæði gegn 21 atkvæði Johns Kerry og einu atkvæði Ralphs Nader.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×