Heimsendakosningar blasa við 1. nóvember 2004 00:01 Heimsendakosningar blasa við í Bandaríkjunum að mati Johns Zogbys, sérfræðings í skoðanakönnunum. Hann segir að Bandaríkjamenn hafi aldrei verið eins klofnir í afstöðu sinni og nú. Óvissan í þessari kosningabarátttu er meiri en elstu menn muna eftir. Skoðanakannanafrömuðurinn John Zogby segir ákaflega erfitt að spá í spilin. Annar frambjóðandinn hafi meðbyr í tvo daga en þegar Zogby búist við þriðja deginum af meðbyr, til að hann fái skýra mynd af því sem sé að gerast, hverfi meðbyrinn og fer til andstæðingsins. Zogby segir að ólíkt fyrri árum virðist þetta vera miðaldra kjósendur. „Ólíkt því sem almennt er talið, og því sem ég hef talið, hafa þessir óákveðnu kjósendur sagt okkur að áður fyrr hafi þeir verið ákveðnir. Þeir sögðust líka fylgjast vel með og gátu sagt til um afstöðu hvors frambjóðanda í ýmsum málum,“ segir Zogby. Óákveðnum kjósendum líkar vel við Bush og segja hann traustan leiðtoga. Þeir eru á því að hann hafi sterka siðferðiskennd og sterk fjölskyldugildi. En óákveðnir eru andsnúnir stríðinu í Írak og hvernig Bandaríkin blönduðust inn í það. Óákveðnum líkar einnig vel við Kerry og telja hann nægilega traustan og hæfan til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. Þeir eru sammála honum í lykilmálaflokkum en eru hins vegar ekki vissir um hvort hægt sé að treysta honum og eru á því að hann hagi seglum um of eftir vindi. Að sögn Zogbys er aðeins einn af hverjumn fimm óákveðnum á því að forsetinn eigi skilið að vera endurkosinn. 30-40% segja að það sé kominn tími til að fá einhvern nýjan en helmingur er ekki viss. „Forsetinn hefur forystu í einu lykilmáli - stríðinu gegn hryðjuverkum. Þar hefur hann mikið forskot á Kerry. Í öðrum fjórum málum hefir Kerry forystu sem nemur tugum prósenta,“ segir Zogby. Sé litið til sögunnar og stöðunnar í dag má draga þá ályktun að Bush forseti sé í vanda. Zogby segir að ef sitjandi forseti fái undir 50% í skoðanakönnunum og hafi minna en 10% forskot tapi hann í sjö af hverjum tíu skiptum. Hann segist kalla þessar kosningar heimsendakosningar því báðar fylkingarnar segi að ef hin fylkingin vinni þýði það endalok heimsins eins og við þekkjum hann. Að sögn Zogby hefur munurinn staðið tæpt áður en sjaldan eða aldrei hafi þjóðin verið svona klofin, reið og ófús til að sætta sig við sigurvegara sem vinnur nauman sigur, þ.e. ef það er andstæðingurinn. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Heimsendakosningar blasa við í Bandaríkjunum að mati Johns Zogbys, sérfræðings í skoðanakönnunum. Hann segir að Bandaríkjamenn hafi aldrei verið eins klofnir í afstöðu sinni og nú. Óvissan í þessari kosningabarátttu er meiri en elstu menn muna eftir. Skoðanakannanafrömuðurinn John Zogby segir ákaflega erfitt að spá í spilin. Annar frambjóðandinn hafi meðbyr í tvo daga en þegar Zogby búist við þriðja deginum af meðbyr, til að hann fái skýra mynd af því sem sé að gerast, hverfi meðbyrinn og fer til andstæðingsins. Zogby segir að ólíkt fyrri árum virðist þetta vera miðaldra kjósendur. „Ólíkt því sem almennt er talið, og því sem ég hef talið, hafa þessir óákveðnu kjósendur sagt okkur að áður fyrr hafi þeir verið ákveðnir. Þeir sögðust líka fylgjast vel með og gátu sagt til um afstöðu hvors frambjóðanda í ýmsum málum,“ segir Zogby. Óákveðnum kjósendum líkar vel við Bush og segja hann traustan leiðtoga. Þeir eru á því að hann hafi sterka siðferðiskennd og sterk fjölskyldugildi. En óákveðnir eru andsnúnir stríðinu í Írak og hvernig Bandaríkin blönduðust inn í það. Óákveðnum líkar einnig vel við Kerry og telja hann nægilega traustan og hæfan til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. Þeir eru sammála honum í lykilmálaflokkum en eru hins vegar ekki vissir um hvort hægt sé að treysta honum og eru á því að hann hagi seglum um of eftir vindi. Að sögn Zogbys er aðeins einn af hverjumn fimm óákveðnum á því að forsetinn eigi skilið að vera endurkosinn. 30-40% segja að það sé kominn tími til að fá einhvern nýjan en helmingur er ekki viss. „Forsetinn hefur forystu í einu lykilmáli - stríðinu gegn hryðjuverkum. Þar hefur hann mikið forskot á Kerry. Í öðrum fjórum málum hefir Kerry forystu sem nemur tugum prósenta,“ segir Zogby. Sé litið til sögunnar og stöðunnar í dag má draga þá ályktun að Bush forseti sé í vanda. Zogby segir að ef sitjandi forseti fái undir 50% í skoðanakönnunum og hafi minna en 10% forskot tapi hann í sjö af hverjum tíu skiptum. Hann segist kalla þessar kosningar heimsendakosningar því báðar fylkingarnar segi að ef hin fylkingin vinni þýði það endalok heimsins eins og við þekkjum hann. Að sögn Zogby hefur munurinn staðið tæpt áður en sjaldan eða aldrei hafi þjóðin verið svona klofin, reið og ófús til að sætta sig við sigurvegara sem vinnur nauman sigur, þ.e. ef það er andstæðingurinn.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira