Fékk óskina áttfallt uppfylta 19. október 2004 00:01 Sjö einhverfir nemendur Hamraskóla í Grafarvogi snúa til kennslu í dag. Jákvætt svar fékkst í fjórðu tilraun þegar beiðninni var breytt úr undanþágu fyrir þrjá kennara í 23. Yngvi Hagalínsson skólastjóri segir að vel hefði verið hægt að leysa neyð nemendanna með kennurunum þremur. "Ég hef sótt í þrígang áður um undanþágur. Þá hef ég sótt um fyrir þá sérkennara sem kenna í sérdeildinni og alltaf fengið höfnun," segir Yngvi. Sigurður Óli Kolbeinsson fulltrúi Launanefndarinnar í undanþágunefndinni segir í bókun í fundagerð gærdagsins að verið sé að sækja um undanþágu fyrir mun fleiri starfsmenn en nauðsynlegt sé til að afstýra neyðarástandi: "KÍ er augljóslega að hafa einhverja aðra hagsmuni að leiðarljósi en hagsmuni þeirra barna sem sótt er um undanþágu vegna." Þórarna Jónasdóttir fulltrúi kennara í undanþágunefndinni segir aldeilis ekki verið að setja hagsmuni kennara börnunum framar. Hún tjái sig ekki um einstakar beiðnir sem komi fyrir nefndina. Yngvi segir kröfur Kennarasambandsins um alla kennarar til kennslu hafa komið sér á óvart. Mismunandi sé hve mikið börnin sæki tíma hjá kennurunum í almennum bekkjum. Það fari niður í tvo tíma en sé mest um tólf tímar. Hann treysti sér ekki að upplýsa hvernig starfskraftar kennaranna verði nýttir umfram tímakennsluna. Það sé viðkvæmt mál og í athugun. "Börnin þekkja sérdeildina og eru vön að vera þar. Þau verða hins vegar ein með kennurunum og starfsmanni sérdeildar í þeim tímum sem þau eiga að sækja í almennu bekkina með bekkjarfélögum. Það er undarleg staða," segir Yngvi. Umsókn Fellaskóla fyrir alla sex kennara tveggja einhverfra barna í nýstofnaðri sérdeild var frestað þrátt fyrir loforð borgarinnar um full laun kennurunum til handar. Þorsteinn Hjartarson skólastjóri segir tilgreinda ástæðu hafa verið ónógar upplýsingar. Málið verði skoðað. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Sjö einhverfir nemendur Hamraskóla í Grafarvogi snúa til kennslu í dag. Jákvætt svar fékkst í fjórðu tilraun þegar beiðninni var breytt úr undanþágu fyrir þrjá kennara í 23. Yngvi Hagalínsson skólastjóri segir að vel hefði verið hægt að leysa neyð nemendanna með kennurunum þremur. "Ég hef sótt í þrígang áður um undanþágur. Þá hef ég sótt um fyrir þá sérkennara sem kenna í sérdeildinni og alltaf fengið höfnun," segir Yngvi. Sigurður Óli Kolbeinsson fulltrúi Launanefndarinnar í undanþágunefndinni segir í bókun í fundagerð gærdagsins að verið sé að sækja um undanþágu fyrir mun fleiri starfsmenn en nauðsynlegt sé til að afstýra neyðarástandi: "KÍ er augljóslega að hafa einhverja aðra hagsmuni að leiðarljósi en hagsmuni þeirra barna sem sótt er um undanþágu vegna." Þórarna Jónasdóttir fulltrúi kennara í undanþágunefndinni segir aldeilis ekki verið að setja hagsmuni kennara börnunum framar. Hún tjái sig ekki um einstakar beiðnir sem komi fyrir nefndina. Yngvi segir kröfur Kennarasambandsins um alla kennarar til kennslu hafa komið sér á óvart. Mismunandi sé hve mikið börnin sæki tíma hjá kennurunum í almennum bekkjum. Það fari niður í tvo tíma en sé mest um tólf tímar. Hann treysti sér ekki að upplýsa hvernig starfskraftar kennaranna verði nýttir umfram tímakennsluna. Það sé viðkvæmt mál og í athugun. "Börnin þekkja sérdeildina og eru vön að vera þar. Þau verða hins vegar ein með kennurunum og starfsmanni sérdeildar í þeim tímum sem þau eiga að sækja í almennu bekkina með bekkjarfélögum. Það er undarleg staða," segir Yngvi. Umsókn Fellaskóla fyrir alla sex kennara tveggja einhverfra barna í nýstofnaðri sérdeild var frestað þrátt fyrir loforð borgarinnar um full laun kennurunum til handar. Þorsteinn Hjartarson skólastjóri segir tilgreinda ástæðu hafa verið ónógar upplýsingar. Málið verði skoðað.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira