Viðskipti innlent

Útboði hluta lokið hjá KB banka

Af 110 milljónum hluta sem seldir voru í söluferli nýrra hluta í Kaupþingi Búnaðarbanka fóru um 55 milljónir hluta til fjárfesta sem ekki tilheyrðu hluthafahópi Kaupþings Búnaðarbanka fyrir útboðið. Gengið var 480 krónur á hlut og nam því markaðsvirði sölunnar 52,8 milljörðum króna. Söluferlinu lauk í gær, en umsjón sölunnar var á höndum fyrirtækjaráðgjafar Kaupþings Búnaðarbanka hf. en Deutsche Bank var ráðgjafi við söluna. Alls voru á bilinu 80 til 110 milljónir hluta voru í boði á genginu 460 til 500, háð eftirspurn. Fagfjárfestar skráðu sig fyrir rúmum 86 milljörðum króna því var umframeftirspurn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×