Um ofsafengnu framfaratrúna 13. október 2004 00:01 Ég var að lesa grein þína um ofsafengnu framfaratrúna, og rak örlítið í vörðurnar við setninguna "Nú ætla ég ekki að leggja lesti frjálshyggjunnar að jöfnu við grimmdaræði kommúnismans og nasismans." Nú ætla ég ekki heldur beinlínis að leggja "lestina" að jöfnu við "grimmdaræðið" - enda tveir hlutir ekki eins nema allir eiginleikar þeirra séu þeir sömu. Hinsvegar hljótum við að nálgast hugmyndir um grimmdaræði frjálshyggjunnar á hennar eigin forsendum - einkaframtakinu, og starfi ríkisvaldsins fyrir einkaframtakið. Þar koma auðvitað fyrst upp í hugann stríð Bandaríkjamanna fyrir olíunni og olíuleiðslunum. Og svo þrælkunarbúðir einkaframtaksins víða í þriðja heiminum, og samstarf einkaframtaksins og hins frjálshyggjusinnaða (eða bara markaðsdrifna - svo við leyfum Svíum nú að vera með) um að búa til aðstæður þar sem ýmisleg kúgun getur þrifist undir hlífiskildi "frelsisins". En auðvitað hlýtur vestræna frjálshyggjuríkið að hygla eigin þegnum, enda er neysla þeirra ekki síður undirstaða ríkisins/einkaframtaksins heldur en þrælarnir austur í Asíu. Ég er ekki endilega viss um að grimmdarverk frjálshyggjunnar sem fyrirbæris séu neitt skárri en grimmdarverk Sovétríkjanna eða þriðja ríkisins, þó þau séu ekki skipulögð með miðstýringu. Þessi sjálfvirkni frjálshyggjunnar lætur grimmdarverk hennar virðast síður grimmileg, þau virðast ekki jafn yfirveguð eða fyrirhuguð vegna þess að þau eru afleiðing kerfis en ekki eiginlegs valdboðs - enda firra stórfyrirtækin sig reglulega ábyrgð, vísa á undirverktaka og svo framvegis - en grimmdarverk þeirra eru ansi helvíti slæm þrátt fyrir undanbragðataktana. Það er léleg afsökun frjálshyggjumanna við grimmdarlegum afleiðingum frjálshyggjunnar að þessi grimmdarverk séu ólögleg, eða að þeim finnist líka að það ætti að banna þau. Peningar spyrja ekki hvert þeir mega fara eða hvað þeir mega gera, peningar láta sér nægja að framkvæma og er alveg sama þó einstaka þrælabúðastjóri lendi í fangelsi, eða einhverjar fáeinar ómerkilegar skrifstofublækur hjá Enron lendi í grjótinu - yfirgnæfandi meirihluti forstjóranna lifir af, og peningarnir skipta einfaldlega um hendur (í færri og færri hendur reyndar) ef einhver lendir í grjótinu. Valdið í Sovét var neglt niður, en vald dagsins er ekki bara fljótandi, það fossar fram eins og Ölfusá í leysingum - og það er alltaf vor. Bestu kveðjur, Eiríkur Lestu Nýhil: nyhil.org Og Fjallabaksleiðina - Með bakfjall í framrassinum! - blog.central.is/amen Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Ég var að lesa grein þína um ofsafengnu framfaratrúna, og rak örlítið í vörðurnar við setninguna "Nú ætla ég ekki að leggja lesti frjálshyggjunnar að jöfnu við grimmdaræði kommúnismans og nasismans." Nú ætla ég ekki heldur beinlínis að leggja "lestina" að jöfnu við "grimmdaræðið" - enda tveir hlutir ekki eins nema allir eiginleikar þeirra séu þeir sömu. Hinsvegar hljótum við að nálgast hugmyndir um grimmdaræði frjálshyggjunnar á hennar eigin forsendum - einkaframtakinu, og starfi ríkisvaldsins fyrir einkaframtakið. Þar koma auðvitað fyrst upp í hugann stríð Bandaríkjamanna fyrir olíunni og olíuleiðslunum. Og svo þrælkunarbúðir einkaframtaksins víða í þriðja heiminum, og samstarf einkaframtaksins og hins frjálshyggjusinnaða (eða bara markaðsdrifna - svo við leyfum Svíum nú að vera með) um að búa til aðstæður þar sem ýmisleg kúgun getur þrifist undir hlífiskildi "frelsisins". En auðvitað hlýtur vestræna frjálshyggjuríkið að hygla eigin þegnum, enda er neysla þeirra ekki síður undirstaða ríkisins/einkaframtaksins heldur en þrælarnir austur í Asíu. Ég er ekki endilega viss um að grimmdarverk frjálshyggjunnar sem fyrirbæris séu neitt skárri en grimmdarverk Sovétríkjanna eða þriðja ríkisins, þó þau séu ekki skipulögð með miðstýringu. Þessi sjálfvirkni frjálshyggjunnar lætur grimmdarverk hennar virðast síður grimmileg, þau virðast ekki jafn yfirveguð eða fyrirhuguð vegna þess að þau eru afleiðing kerfis en ekki eiginlegs valdboðs - enda firra stórfyrirtækin sig reglulega ábyrgð, vísa á undirverktaka og svo framvegis - en grimmdarverk þeirra eru ansi helvíti slæm þrátt fyrir undanbragðataktana. Það er léleg afsökun frjálshyggjumanna við grimmdarlegum afleiðingum frjálshyggjunnar að þessi grimmdarverk séu ólögleg, eða að þeim finnist líka að það ætti að banna þau. Peningar spyrja ekki hvert þeir mega fara eða hvað þeir mega gera, peningar láta sér nægja að framkvæma og er alveg sama þó einstaka þrælabúðastjóri lendi í fangelsi, eða einhverjar fáeinar ómerkilegar skrifstofublækur hjá Enron lendi í grjótinu - yfirgnæfandi meirihluti forstjóranna lifir af, og peningarnir skipta einfaldlega um hendur (í færri og færri hendur reyndar) ef einhver lendir í grjótinu. Valdið í Sovét var neglt niður, en vald dagsins er ekki bara fljótandi, það fossar fram eins og Ölfusá í leysingum - og það er alltaf vor. Bestu kveðjur, Eiríkur Lestu Nýhil: nyhil.org Og Fjallabaksleiðina - Með bakfjall í framrassinum! - blog.central.is/amen
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar