Um ofsafengnu framfaratrúna 13. október 2004 00:01 Ég var að lesa grein þína um ofsafengnu framfaratrúna, og rak örlítið í vörðurnar við setninguna "Nú ætla ég ekki að leggja lesti frjálshyggjunnar að jöfnu við grimmdaræði kommúnismans og nasismans." Nú ætla ég ekki heldur beinlínis að leggja "lestina" að jöfnu við "grimmdaræðið" - enda tveir hlutir ekki eins nema allir eiginleikar þeirra séu þeir sömu. Hinsvegar hljótum við að nálgast hugmyndir um grimmdaræði frjálshyggjunnar á hennar eigin forsendum - einkaframtakinu, og starfi ríkisvaldsins fyrir einkaframtakið. Þar koma auðvitað fyrst upp í hugann stríð Bandaríkjamanna fyrir olíunni og olíuleiðslunum. Og svo þrælkunarbúðir einkaframtaksins víða í þriðja heiminum, og samstarf einkaframtaksins og hins frjálshyggjusinnaða (eða bara markaðsdrifna - svo við leyfum Svíum nú að vera með) um að búa til aðstæður þar sem ýmisleg kúgun getur þrifist undir hlífiskildi "frelsisins". En auðvitað hlýtur vestræna frjálshyggjuríkið að hygla eigin þegnum, enda er neysla þeirra ekki síður undirstaða ríkisins/einkaframtaksins heldur en þrælarnir austur í Asíu. Ég er ekki endilega viss um að grimmdarverk frjálshyggjunnar sem fyrirbæris séu neitt skárri en grimmdarverk Sovétríkjanna eða þriðja ríkisins, þó þau séu ekki skipulögð með miðstýringu. Þessi sjálfvirkni frjálshyggjunnar lætur grimmdarverk hennar virðast síður grimmileg, þau virðast ekki jafn yfirveguð eða fyrirhuguð vegna þess að þau eru afleiðing kerfis en ekki eiginlegs valdboðs - enda firra stórfyrirtækin sig reglulega ábyrgð, vísa á undirverktaka og svo framvegis - en grimmdarverk þeirra eru ansi helvíti slæm þrátt fyrir undanbragðataktana. Það er léleg afsökun frjálshyggjumanna við grimmdarlegum afleiðingum frjálshyggjunnar að þessi grimmdarverk séu ólögleg, eða að þeim finnist líka að það ætti að banna þau. Peningar spyrja ekki hvert þeir mega fara eða hvað þeir mega gera, peningar láta sér nægja að framkvæma og er alveg sama þó einstaka þrælabúðastjóri lendi í fangelsi, eða einhverjar fáeinar ómerkilegar skrifstofublækur hjá Enron lendi í grjótinu - yfirgnæfandi meirihluti forstjóranna lifir af, og peningarnir skipta einfaldlega um hendur (í færri og færri hendur reyndar) ef einhver lendir í grjótinu. Valdið í Sovét var neglt niður, en vald dagsins er ekki bara fljótandi, það fossar fram eins og Ölfusá í leysingum - og það er alltaf vor. Bestu kveðjur, Eiríkur Lestu Nýhil: nyhil.org Og Fjallabaksleiðina - Með bakfjall í framrassinum! - blog.central.is/amen Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ég var að lesa grein þína um ofsafengnu framfaratrúna, og rak örlítið í vörðurnar við setninguna "Nú ætla ég ekki að leggja lesti frjálshyggjunnar að jöfnu við grimmdaræði kommúnismans og nasismans." Nú ætla ég ekki heldur beinlínis að leggja "lestina" að jöfnu við "grimmdaræðið" - enda tveir hlutir ekki eins nema allir eiginleikar þeirra séu þeir sömu. Hinsvegar hljótum við að nálgast hugmyndir um grimmdaræði frjálshyggjunnar á hennar eigin forsendum - einkaframtakinu, og starfi ríkisvaldsins fyrir einkaframtakið. Þar koma auðvitað fyrst upp í hugann stríð Bandaríkjamanna fyrir olíunni og olíuleiðslunum. Og svo þrælkunarbúðir einkaframtaksins víða í þriðja heiminum, og samstarf einkaframtaksins og hins frjálshyggjusinnaða (eða bara markaðsdrifna - svo við leyfum Svíum nú að vera með) um að búa til aðstæður þar sem ýmisleg kúgun getur þrifist undir hlífiskildi "frelsisins". En auðvitað hlýtur vestræna frjálshyggjuríkið að hygla eigin þegnum, enda er neysla þeirra ekki síður undirstaða ríkisins/einkaframtaksins heldur en þrælarnir austur í Asíu. Ég er ekki endilega viss um að grimmdarverk frjálshyggjunnar sem fyrirbæris séu neitt skárri en grimmdarverk Sovétríkjanna eða þriðja ríkisins, þó þau séu ekki skipulögð með miðstýringu. Þessi sjálfvirkni frjálshyggjunnar lætur grimmdarverk hennar virðast síður grimmileg, þau virðast ekki jafn yfirveguð eða fyrirhuguð vegna þess að þau eru afleiðing kerfis en ekki eiginlegs valdboðs - enda firra stórfyrirtækin sig reglulega ábyrgð, vísa á undirverktaka og svo framvegis - en grimmdarverk þeirra eru ansi helvíti slæm þrátt fyrir undanbragðataktana. Það er léleg afsökun frjálshyggjumanna við grimmdarlegum afleiðingum frjálshyggjunnar að þessi grimmdarverk séu ólögleg, eða að þeim finnist líka að það ætti að banna þau. Peningar spyrja ekki hvert þeir mega fara eða hvað þeir mega gera, peningar láta sér nægja að framkvæma og er alveg sama þó einstaka þrælabúðastjóri lendi í fangelsi, eða einhverjar fáeinar ómerkilegar skrifstofublækur hjá Enron lendi í grjótinu - yfirgnæfandi meirihluti forstjóranna lifir af, og peningarnir skipta einfaldlega um hendur (í færri og færri hendur reyndar) ef einhver lendir í grjótinu. Valdið í Sovét var neglt niður, en vald dagsins er ekki bara fljótandi, það fossar fram eins og Ölfusá í leysingum - og það er alltaf vor. Bestu kveðjur, Eiríkur Lestu Nýhil: nyhil.org Og Fjallabaksleiðina - Með bakfjall í framrassinum! - blog.central.is/amen
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar