Fyrir viðskiptavininn 10. október 2004 00:01 Sæll Egill Ég las grein þína Hvarf litla mannsins sem birtist í DV 25. sept síðastliðinn á Vísi.is rétt áðan og finnst skrýtið hvernig þú dregur upp englamynd smákaupmannsins á horninu á kostnað stórkaupmannsins í súpermarkaðnum, segjandi að smákaupmaðurinn sé góð sál sem hugsar um viðskiptavini sína á meðan súpermarkaðurinn (þú minnist ekki á eigendurna) sé vont fyrirbæri sem færi störf úr landi og hafi bara vond áhrif á samfélagið. Ég er nú ekki tilbúinn að kaupa þetta þar sem t.d. stofnendur stærstu verslanakeðja á Íslandi, Pálmi í Hagkaup og Jóhannes í Bónus eru einmitt í hópi dáðustu manna samfélagsins fyrr og síðar útaf því hvað þeir gerðu mikið fyrir viðskiptavina sína. Jú, þeir kannski báru og bera enn ábyrgð á því að störf hafa flust úr landi en vöruverð hefur lækkað út á það. Fyrir viðskiptavininn. Sam Walton var einnig mjög dáður kaupmaður sem innleiddi nýja stefnu í magninnkaupum og afsláttarverslun. Jú, hann græddi fullt á því, en neytandinn græddi líka og féll vel við Walton fyrir vikið. Wal Mart er stærsta fyrirtæki í heiminum og eitt það umdeildasta vegna aðferða sinna í viðskiptum. En það býður upp á lægsta vöruverðið. Fyrir viðskiptavininn. Smákaupmennirnir á horninu eru ágætiskaupmenn og sinna starfi sínu vel, sérstaklega þeir sem ennþá tóra í bullandi samkeppni. En þeir eru ekki þeir einu sem er góðir kaupmenn, verslunarstjórar stóru keðjanna eru oft á tíðum miklir kaupmenn og prýðismenn sem hugsa vel um sína viðskiptavini sína þó svo að þeir eigi ekki verslunina sjálfir. Og eigendurnir eru ekkert síðri. Og þá kemur að bílaborginni Reykjavík. Ég túlka það á skrifum þínum að það sé Kringlunni og Smáralind að kenna eða einkaframtakinu. Það er að sjálfsögðu rétt að miðborgarbragurinn hefur breyst á undanförnum árum en ég hafna því algjörlega að það sé stóru verslunarmiðstöðvunum að kenna. Það var sagt að þegar Kringlan opnaði þá myndi verslun á Laugaveginum leggjast niður. Verslun á Laugavegi þreifst vel þangað til að Smáralindin opnaði en þá var fyllyrt að verslun á Laugavegi myndi leggjast niður. Hún lagðist þó ekki niður en hefur átt undir högg að sækja. En er það eigendum verslunarmiðstöðvana að kenna? Er það þá ekki frekar borgaryfirvöldum að kenna? Byggðin er náttúrlega fáránlega dreifð og uppbygging hefur verið lítil í miðbænum nema fyrir skrifstofur hins opinbera. Er það rétt að eyða dýrmætum stöðum eins og Héraðsdómshúsinu eða Hafnarhúsinu í skrifstofur fyrir hið opinbera? Ég hef alltaf séð fyrir mér Héraðsdómshúsið sem high end magasín eins og Magasin du Nord, Illum eða Harvey Nicholson. Væri það ekki betra fyrir miðborgarlífið? Gera Austurstræti að göngugötu aftur, væri það ekki betra fyrir miðborgarlífið? Einkaaðilar gætu unnið þetta í samvinnu og komið með peninga inní batteríð. Vissirðu að það kostar 12 þúsund krónur á dag í leyfisgjöld til að fá að setja upp sölubás á Lækjartorgi og selja lopapeysur eða tálgaða lunda og það er bara leyft um helgar! Margt er hægt að gera fyrir miðborgina okkar en ég held að staða hennar í dag sé ekki stórmörkuðunum að kenna. Vandinn liggur hjá borgaryfirvöldum, þeir verða að gera miðborgina meira aðlaðandi fyrir einkaframtakið. Með bestu kveðju og þökk fyrir prýðisþátt og vefsíðu Sigurður Sigurbjörnsson sps1@hradbraut.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sæll Egill Ég las grein þína Hvarf litla mannsins sem birtist í DV 25. sept síðastliðinn á Vísi.is rétt áðan og finnst skrýtið hvernig þú dregur upp englamynd smákaupmannsins á horninu á kostnað stórkaupmannsins í súpermarkaðnum, segjandi að smákaupmaðurinn sé góð sál sem hugsar um viðskiptavini sína á meðan súpermarkaðurinn (þú minnist ekki á eigendurna) sé vont fyrirbæri sem færi störf úr landi og hafi bara vond áhrif á samfélagið. Ég er nú ekki tilbúinn að kaupa þetta þar sem t.d. stofnendur stærstu verslanakeðja á Íslandi, Pálmi í Hagkaup og Jóhannes í Bónus eru einmitt í hópi dáðustu manna samfélagsins fyrr og síðar útaf því hvað þeir gerðu mikið fyrir viðskiptavina sína. Jú, þeir kannski báru og bera enn ábyrgð á því að störf hafa flust úr landi en vöruverð hefur lækkað út á það. Fyrir viðskiptavininn. Sam Walton var einnig mjög dáður kaupmaður sem innleiddi nýja stefnu í magninnkaupum og afsláttarverslun. Jú, hann græddi fullt á því, en neytandinn græddi líka og féll vel við Walton fyrir vikið. Wal Mart er stærsta fyrirtæki í heiminum og eitt það umdeildasta vegna aðferða sinna í viðskiptum. En það býður upp á lægsta vöruverðið. Fyrir viðskiptavininn. Smákaupmennirnir á horninu eru ágætiskaupmenn og sinna starfi sínu vel, sérstaklega þeir sem ennþá tóra í bullandi samkeppni. En þeir eru ekki þeir einu sem er góðir kaupmenn, verslunarstjórar stóru keðjanna eru oft á tíðum miklir kaupmenn og prýðismenn sem hugsa vel um sína viðskiptavini sína þó svo að þeir eigi ekki verslunina sjálfir. Og eigendurnir eru ekkert síðri. Og þá kemur að bílaborginni Reykjavík. Ég túlka það á skrifum þínum að það sé Kringlunni og Smáralind að kenna eða einkaframtakinu. Það er að sjálfsögðu rétt að miðborgarbragurinn hefur breyst á undanförnum árum en ég hafna því algjörlega að það sé stóru verslunarmiðstöðvunum að kenna. Það var sagt að þegar Kringlan opnaði þá myndi verslun á Laugaveginum leggjast niður. Verslun á Laugavegi þreifst vel þangað til að Smáralindin opnaði en þá var fyllyrt að verslun á Laugavegi myndi leggjast niður. Hún lagðist þó ekki niður en hefur átt undir högg að sækja. En er það eigendum verslunarmiðstöðvana að kenna? Er það þá ekki frekar borgaryfirvöldum að kenna? Byggðin er náttúrlega fáránlega dreifð og uppbygging hefur verið lítil í miðbænum nema fyrir skrifstofur hins opinbera. Er það rétt að eyða dýrmætum stöðum eins og Héraðsdómshúsinu eða Hafnarhúsinu í skrifstofur fyrir hið opinbera? Ég hef alltaf séð fyrir mér Héraðsdómshúsið sem high end magasín eins og Magasin du Nord, Illum eða Harvey Nicholson. Væri það ekki betra fyrir miðborgarlífið? Gera Austurstræti að göngugötu aftur, væri það ekki betra fyrir miðborgarlífið? Einkaaðilar gætu unnið þetta í samvinnu og komið með peninga inní batteríð. Vissirðu að það kostar 12 þúsund krónur á dag í leyfisgjöld til að fá að setja upp sölubás á Lækjartorgi og selja lopapeysur eða tálgaða lunda og það er bara leyft um helgar! Margt er hægt að gera fyrir miðborgina okkar en ég held að staða hennar í dag sé ekki stórmörkuðunum að kenna. Vandinn liggur hjá borgaryfirvöldum, þeir verða að gera miðborgina meira aðlaðandi fyrir einkaframtakið. Með bestu kveðju og þökk fyrir prýðisþátt og vefsíðu Sigurður Sigurbjörnsson sps1@hradbraut.is
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun