Fyrir viðskiptavininn 10. október 2004 00:01 Sæll Egill Ég las grein þína Hvarf litla mannsins sem birtist í DV 25. sept síðastliðinn á Vísi.is rétt áðan og finnst skrýtið hvernig þú dregur upp englamynd smákaupmannsins á horninu á kostnað stórkaupmannsins í súpermarkaðnum, segjandi að smákaupmaðurinn sé góð sál sem hugsar um viðskiptavini sína á meðan súpermarkaðurinn (þú minnist ekki á eigendurna) sé vont fyrirbæri sem færi störf úr landi og hafi bara vond áhrif á samfélagið. Ég er nú ekki tilbúinn að kaupa þetta þar sem t.d. stofnendur stærstu verslanakeðja á Íslandi, Pálmi í Hagkaup og Jóhannes í Bónus eru einmitt í hópi dáðustu manna samfélagsins fyrr og síðar útaf því hvað þeir gerðu mikið fyrir viðskiptavina sína. Jú, þeir kannski báru og bera enn ábyrgð á því að störf hafa flust úr landi en vöruverð hefur lækkað út á það. Fyrir viðskiptavininn. Sam Walton var einnig mjög dáður kaupmaður sem innleiddi nýja stefnu í magninnkaupum og afsláttarverslun. Jú, hann græddi fullt á því, en neytandinn græddi líka og féll vel við Walton fyrir vikið. Wal Mart er stærsta fyrirtæki í heiminum og eitt það umdeildasta vegna aðferða sinna í viðskiptum. En það býður upp á lægsta vöruverðið. Fyrir viðskiptavininn. Smákaupmennirnir á horninu eru ágætiskaupmenn og sinna starfi sínu vel, sérstaklega þeir sem ennþá tóra í bullandi samkeppni. En þeir eru ekki þeir einu sem er góðir kaupmenn, verslunarstjórar stóru keðjanna eru oft á tíðum miklir kaupmenn og prýðismenn sem hugsa vel um sína viðskiptavini sína þó svo að þeir eigi ekki verslunina sjálfir. Og eigendurnir eru ekkert síðri. Og þá kemur að bílaborginni Reykjavík. Ég túlka það á skrifum þínum að það sé Kringlunni og Smáralind að kenna eða einkaframtakinu. Það er að sjálfsögðu rétt að miðborgarbragurinn hefur breyst á undanförnum árum en ég hafna því algjörlega að það sé stóru verslunarmiðstöðvunum að kenna. Það var sagt að þegar Kringlan opnaði þá myndi verslun á Laugaveginum leggjast niður. Verslun á Laugavegi þreifst vel þangað til að Smáralindin opnaði en þá var fyllyrt að verslun á Laugavegi myndi leggjast niður. Hún lagðist þó ekki niður en hefur átt undir högg að sækja. En er það eigendum verslunarmiðstöðvana að kenna? Er það þá ekki frekar borgaryfirvöldum að kenna? Byggðin er náttúrlega fáránlega dreifð og uppbygging hefur verið lítil í miðbænum nema fyrir skrifstofur hins opinbera. Er það rétt að eyða dýrmætum stöðum eins og Héraðsdómshúsinu eða Hafnarhúsinu í skrifstofur fyrir hið opinbera? Ég hef alltaf séð fyrir mér Héraðsdómshúsið sem high end magasín eins og Magasin du Nord, Illum eða Harvey Nicholson. Væri það ekki betra fyrir miðborgarlífið? Gera Austurstræti að göngugötu aftur, væri það ekki betra fyrir miðborgarlífið? Einkaaðilar gætu unnið þetta í samvinnu og komið með peninga inní batteríð. Vissirðu að það kostar 12 þúsund krónur á dag í leyfisgjöld til að fá að setja upp sölubás á Lækjartorgi og selja lopapeysur eða tálgaða lunda og það er bara leyft um helgar! Margt er hægt að gera fyrir miðborgina okkar en ég held að staða hennar í dag sé ekki stórmörkuðunum að kenna. Vandinn liggur hjá borgaryfirvöldum, þeir verða að gera miðborgina meira aðlaðandi fyrir einkaframtakið. Með bestu kveðju og þökk fyrir prýðisþátt og vefsíðu Sigurður Sigurbjörnsson sps1@hradbraut.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Sæll Egill Ég las grein þína Hvarf litla mannsins sem birtist í DV 25. sept síðastliðinn á Vísi.is rétt áðan og finnst skrýtið hvernig þú dregur upp englamynd smákaupmannsins á horninu á kostnað stórkaupmannsins í súpermarkaðnum, segjandi að smákaupmaðurinn sé góð sál sem hugsar um viðskiptavini sína á meðan súpermarkaðurinn (þú minnist ekki á eigendurna) sé vont fyrirbæri sem færi störf úr landi og hafi bara vond áhrif á samfélagið. Ég er nú ekki tilbúinn að kaupa þetta þar sem t.d. stofnendur stærstu verslanakeðja á Íslandi, Pálmi í Hagkaup og Jóhannes í Bónus eru einmitt í hópi dáðustu manna samfélagsins fyrr og síðar útaf því hvað þeir gerðu mikið fyrir viðskiptavina sína. Jú, þeir kannski báru og bera enn ábyrgð á því að störf hafa flust úr landi en vöruverð hefur lækkað út á það. Fyrir viðskiptavininn. Sam Walton var einnig mjög dáður kaupmaður sem innleiddi nýja stefnu í magninnkaupum og afsláttarverslun. Jú, hann græddi fullt á því, en neytandinn græddi líka og féll vel við Walton fyrir vikið. Wal Mart er stærsta fyrirtæki í heiminum og eitt það umdeildasta vegna aðferða sinna í viðskiptum. En það býður upp á lægsta vöruverðið. Fyrir viðskiptavininn. Smákaupmennirnir á horninu eru ágætiskaupmenn og sinna starfi sínu vel, sérstaklega þeir sem ennþá tóra í bullandi samkeppni. En þeir eru ekki þeir einu sem er góðir kaupmenn, verslunarstjórar stóru keðjanna eru oft á tíðum miklir kaupmenn og prýðismenn sem hugsa vel um sína viðskiptavini sína þó svo að þeir eigi ekki verslunina sjálfir. Og eigendurnir eru ekkert síðri. Og þá kemur að bílaborginni Reykjavík. Ég túlka það á skrifum þínum að það sé Kringlunni og Smáralind að kenna eða einkaframtakinu. Það er að sjálfsögðu rétt að miðborgarbragurinn hefur breyst á undanförnum árum en ég hafna því algjörlega að það sé stóru verslunarmiðstöðvunum að kenna. Það var sagt að þegar Kringlan opnaði þá myndi verslun á Laugaveginum leggjast niður. Verslun á Laugavegi þreifst vel þangað til að Smáralindin opnaði en þá var fyllyrt að verslun á Laugavegi myndi leggjast niður. Hún lagðist þó ekki niður en hefur átt undir högg að sækja. En er það eigendum verslunarmiðstöðvana að kenna? Er það þá ekki frekar borgaryfirvöldum að kenna? Byggðin er náttúrlega fáránlega dreifð og uppbygging hefur verið lítil í miðbænum nema fyrir skrifstofur hins opinbera. Er það rétt að eyða dýrmætum stöðum eins og Héraðsdómshúsinu eða Hafnarhúsinu í skrifstofur fyrir hið opinbera? Ég hef alltaf séð fyrir mér Héraðsdómshúsið sem high end magasín eins og Magasin du Nord, Illum eða Harvey Nicholson. Væri það ekki betra fyrir miðborgarlífið? Gera Austurstræti að göngugötu aftur, væri það ekki betra fyrir miðborgarlífið? Einkaaðilar gætu unnið þetta í samvinnu og komið með peninga inní batteríð. Vissirðu að það kostar 12 þúsund krónur á dag í leyfisgjöld til að fá að setja upp sölubás á Lækjartorgi og selja lopapeysur eða tálgaða lunda og það er bara leyft um helgar! Margt er hægt að gera fyrir miðborgina okkar en ég held að staða hennar í dag sé ekki stórmörkuðunum að kenna. Vandinn liggur hjá borgaryfirvöldum, þeir verða að gera miðborgina meira aðlaðandi fyrir einkaframtakið. Með bestu kveðju og þökk fyrir prýðisþátt og vefsíðu Sigurður Sigurbjörnsson sps1@hradbraut.is
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar