Lægri matarskatt og betri skóla 3. október 2004 00:01 Lækkun matarskatts til helmings og að fimmtán milljörðum verði varið í menntakerfið umfram áætlanir ríkisstjórnarinnar eru meðal þess sem Samfylkingin vill beita sér fyrir á komandi þingi. Áherslur flokksins voru kynntar á blaðamannafundi í Alþingishúsinu í gær. Samfylkingin ætlar að flytja tillögu, með Vinstri grænum og Frjálslynda flokknum, um að Ísland verði tekið út af lista hinna sjálfviljugu þjóða. Eins að Alþingi lýsi yfir að stuðningurinn við innrásina í Írak hafi verið mistök. Stjórnarandstaðan vill einnig að sett verði á fót nefnd til að kanna forsendur stuðnings Íslands við innrásina. Þá verður einnig lagt til stofnun embættis talsmanns neytenda til að styrkja stöðu neytenda á hinum frjálsa markaði. Þá vill Samfylkingin lækka matarreikning fjölskyldna um fimm milljarða króna með því að lækka virðisaukaskatt á matvæli, vörur og þjónustu úr fjórtán prósentum í sjö prósent. "Að fjárfesting í menntakerfinu verði aukin um fimmtán milljarða er skilyrt því að hagvaxtarspár gangi eftir. Við viljum nota hagvaxtaraukann til að fjárfesta í menntakerfinu og lækka matarskattinn en ekki til að fella niður hátekjuskatt og lækka tekjuskattinn," segir Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Hann segir að með aukinni fjárfestingu í menntakerfinu skapist fjölbreyttara atvinnulíf. Því þurfi að nota hagvaxtaraukningu í skólana í stað þess að virkja og byggja nýjar álbræðslur. "Fólk vill fara í skólana og mikil eftirspurn er eftir hvers konar námi. Við verjum langminnstu til háskólastigsins af Norðurlandaþjóðunum eða 0,9 prósent af landsframleiðslu. Á sama tíma veita hin Norðurlöndin 1,2 til þremur prósentum til háskólanna," segir Björgvin. Að fótur sé settur fyrir menntasókn Íslendinga þar sem nemendum bæði í framhaldsskóla og háskóla sé vísað frá segir Björgvin vera hneyksli. Ljóst sé að Samfylkingin vilji fara hina leiðina og greiða leið fólks til mennta. Fréttir Innlent Samfylkingin Skattar og tollar Stj.mál Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Sjá meira
Lækkun matarskatts til helmings og að fimmtán milljörðum verði varið í menntakerfið umfram áætlanir ríkisstjórnarinnar eru meðal þess sem Samfylkingin vill beita sér fyrir á komandi þingi. Áherslur flokksins voru kynntar á blaðamannafundi í Alþingishúsinu í gær. Samfylkingin ætlar að flytja tillögu, með Vinstri grænum og Frjálslynda flokknum, um að Ísland verði tekið út af lista hinna sjálfviljugu þjóða. Eins að Alþingi lýsi yfir að stuðningurinn við innrásina í Írak hafi verið mistök. Stjórnarandstaðan vill einnig að sett verði á fót nefnd til að kanna forsendur stuðnings Íslands við innrásina. Þá verður einnig lagt til stofnun embættis talsmanns neytenda til að styrkja stöðu neytenda á hinum frjálsa markaði. Þá vill Samfylkingin lækka matarreikning fjölskyldna um fimm milljarða króna með því að lækka virðisaukaskatt á matvæli, vörur og þjónustu úr fjórtán prósentum í sjö prósent. "Að fjárfesting í menntakerfinu verði aukin um fimmtán milljarða er skilyrt því að hagvaxtarspár gangi eftir. Við viljum nota hagvaxtaraukann til að fjárfesta í menntakerfinu og lækka matarskattinn en ekki til að fella niður hátekjuskatt og lækka tekjuskattinn," segir Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Hann segir að með aukinni fjárfestingu í menntakerfinu skapist fjölbreyttara atvinnulíf. Því þurfi að nota hagvaxtaraukningu í skólana í stað þess að virkja og byggja nýjar álbræðslur. "Fólk vill fara í skólana og mikil eftirspurn er eftir hvers konar námi. Við verjum langminnstu til háskólastigsins af Norðurlandaþjóðunum eða 0,9 prósent af landsframleiðslu. Á sama tíma veita hin Norðurlöndin 1,2 til þremur prósentum til háskólanna," segir Björgvin. Að fótur sé settur fyrir menntasókn Íslendinga þar sem nemendum bæði í framhaldsskóla og háskóla sé vísað frá segir Björgvin vera hneyksli. Ljóst sé að Samfylkingin vilji fara hina leiðina og greiða leið fólks til mennta.
Fréttir Innlent Samfylkingin Skattar og tollar Stj.mál Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Sjá meira