80% drengja hala ólöglega niður 30. september 2004 00:01 Um áttatíu prósent drengja í tíunda bekk sækja kvikmyndir og tónlist á Netið með samskonar forriti og nú er til rannsóknar hjá lögreglunni vegna meints höfundarréttarstuldar. Einn höfuðpauranna í því máli ákvað að leysa frá skjóðunni til þess að komast hjá gæsluvarðhaldi. Krafist hafði verið gæsluvarðhalds yfir einum höfuðpauranna en fallið var frá kröfunni eftir að maðurinn ákvað að leysa frá skjóðunni og aðstoða lögregluna við rannsóknina. Mennirnir tólf sem voru handteknir vegna málsins voru á aldrinum nítján til rúmlega fertugs en tugir manna, sem taldir eru tengjast þeim, verða væntanlega yfirheyrðir. Þegar fréttist af aðgerð lögreglunnar snarminnkaði gagnaumferð á Netinu sem tengist einstaklingum. Helgi Magnús Gunnarsson hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra segist hafa vísbendingar um að í einhverjum tilvikum sé efnið sett á diska og selt. Í flestum tilvikum sé efnið þó ókeypis fyrir þá sem vilja nýta sér það. Verulega hefur dregið úr sölu á geisladiskum og leigu á vídeóspólum, auk þess sem vísbendingar eru um að dregið hafi úr bíóaðsókn vegna ólöglegrar dreifingar af þessu tagi. Í lokaritgerð sem Guðmundur Þorkell Guðmundsson gerði í Háskóla Íslands um Netið og íslensk ungmenni kemur fram að börn og unglingar verja miklum tíma í að hlaða niður efni með samskonar forriti og nú er til rannsóknar hjá lögreglunni. Gerð var úttekt á 1400 börnum í 5. til 10. bekk. Niðurstöðurnar sýna að um áttatíu prósent drengja í tíunda bekk sækja kvikmyndir og tónlist á Netið, um helmingur stelpna sækir sér tónlist og rétt um þriðjungur sækir kvikmyndir. Guðmundur telur að fullorðið fólk sé ekki mikið að stunda þetta líkt og krakkarnir. Fréttir Innlent Lög og regla Tækni Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Um áttatíu prósent drengja í tíunda bekk sækja kvikmyndir og tónlist á Netið með samskonar forriti og nú er til rannsóknar hjá lögreglunni vegna meints höfundarréttarstuldar. Einn höfuðpauranna í því máli ákvað að leysa frá skjóðunni til þess að komast hjá gæsluvarðhaldi. Krafist hafði verið gæsluvarðhalds yfir einum höfuðpauranna en fallið var frá kröfunni eftir að maðurinn ákvað að leysa frá skjóðunni og aðstoða lögregluna við rannsóknina. Mennirnir tólf sem voru handteknir vegna málsins voru á aldrinum nítján til rúmlega fertugs en tugir manna, sem taldir eru tengjast þeim, verða væntanlega yfirheyrðir. Þegar fréttist af aðgerð lögreglunnar snarminnkaði gagnaumferð á Netinu sem tengist einstaklingum. Helgi Magnús Gunnarsson hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra segist hafa vísbendingar um að í einhverjum tilvikum sé efnið sett á diska og selt. Í flestum tilvikum sé efnið þó ókeypis fyrir þá sem vilja nýta sér það. Verulega hefur dregið úr sölu á geisladiskum og leigu á vídeóspólum, auk þess sem vísbendingar eru um að dregið hafi úr bíóaðsókn vegna ólöglegrar dreifingar af þessu tagi. Í lokaritgerð sem Guðmundur Þorkell Guðmundsson gerði í Háskóla Íslands um Netið og íslensk ungmenni kemur fram að börn og unglingar verja miklum tíma í að hlaða niður efni með samskonar forriti og nú er til rannsóknar hjá lögreglunni. Gerð var úttekt á 1400 börnum í 5. til 10. bekk. Niðurstöðurnar sýna að um áttatíu prósent drengja í tíunda bekk sækja kvikmyndir og tónlist á Netið, um helmingur stelpna sækir sér tónlist og rétt um þriðjungur sækir kvikmyndir. Guðmundur telur að fullorðið fólk sé ekki mikið að stunda þetta líkt og krakkarnir.
Fréttir Innlent Lög og regla Tækni Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira