Viðskipti innlent

Hagnaðurinn yfir tíu milljarðar

Íslandsbanki birti óvænt í dag tölur yfir hagnað sinn fyrstu átta mánuði ársins. Hagnaður bankans var 10,6 milljarðar króna samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri. Bankaráð Íslandsbanka ákvað á fundi sínum í gær að auka hlutafé bankans um 200 milljónir króna að nafnvirði, ríflega tvo milljarða að markaðsvirði. "Almennur vöxtur fyrirtækisins og kaup á fjármálafyrirtækjum kalla á þessa aukningu hlutafjár," segir Bjarni Ármannsson forstjóri. Íslandsbanki er langt kominn með yfirtöku norska Kreditbankans, en verkefnið er ekki mjög stórt þegar litið er til efnahagsreiknings bankans. Eignir bankans námu í lok ágúst nálægt 548 milljörðum króna. Íslandsbanki hefur að jafnaði greitt út háan arð og lækkað eigið fé með kaupum á eigin bréfum. Horft hefur verið til arðsemi eiginfjár bankans undanfarin ár, en nú er einnig horft til frekari vaxtar. Fjárstýringu bankans hefur verið falin sala hlutafjárins og á henni að ljúka í þessari viku.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×