Viðskipti innlent

Íslendingar vinna lengi

Hærra hlutfall karlmanna á aldrinum 55 til 64 ára er á vinnumarkaði á Íslandi en nokkurs staðar annars staðar í OECD-ríkjunum. Um 95 prósent manna í þessum hópi eru þátttakendur í atvinnulífinu hér en næstmest er atvinnuþátttakan í Japan, tæplega 85 prósent. Í vefriti fjármálaráðuneytisins í gær kemur fram að ástæður þessa séu hár eftirlaunaaldur. Hér fer fólk að meðaltali á eftirlaun á aldrinum 66 til 68 ára en víðast annars staðar gera menn það í kringum sextugt eða fyrr. Minnst atvinnuþátttaka í þessum hópi er meðal Belga. Aðeins um þriðjungur karla á aldrinum 55 til 64 ára tekur þátt í atvinnulífinu. Á hinum Norðurlöndunum er atvinnuþátttaka þessa hóps einnig minni en á Íslandi. Í Noregi er hún um 75 prósent, í Danmörku tæp sjötíu prósent og í Finnlandi tæp fimmtíu prósent.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×