Viðskipti innlent

Hækkar vexti óverðtryggðra lána

KB banki hefur ákveðið að hækka vexti óverðtryggðra inn- og útlána frá og með deginum í dag. Vaxtabreytingin er gerð í kjölfar tilkynninga Seðlabankans um hækkun stýrivaxta að því er segir í tilkynningu frá KB banka. Vextir óverðtryggðra útlána hækka almennt um 0,5%. Þannig hækka kjörvextir óverðtryggðra skuldabréfa úr 8,9% í 9,4%. Vextir óverðtryggðra innlána hækka um allt að 0,5%, mismunandi eftir innlánsformum. Þannig hækka vextir Kostabókar og Markaðsreiknings um 0,5% og verða þeir á bilinu 3,5% til 6,2%. Bankinn breytir ekki vöxtum verðtryggðra inn- og útlána. Í gær ákvað Landsbankinn að lækka verðtryggða útláns- og innlánsvexti sína, frá og með deginum í dag, um 0,25%. Myndin er af Hreiðari Má Sigurðssyni, forstjóra KB banka.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×