Aðför að stéttarfélögum landsins 21. september 2004 00:01 Formaður Sjómannasambandsins segir að samningur áhafnarinnar á togaranum Sólbaki EA og útgerðarfélagsins Brims, um stofnun einkahlutafélags um rekstur skipsins til að sniðganga kjarasamninga, sé aðför að stéttarfélögum í landinu. Samningurinn er gerður í trássi við vilja samtaka sjómanna en með samþykki Landssambands íslenskra útvegsmanna og Samtaka atvinnulífsins. Sjómennirnir ganga úr verkalýðsfélögum sínum og nýja útgerðarfélagið verður ekki í LÍÚ. Samkvæmt samningnum verða færri í áhöfn en á sambærilegum skipum og ekki verður lengur þrjátíu klukkustunda hafnarfrí við hverja löndun heldur verður haldið út strax að löndun lokinni. Á móti á svonefnd skiptiáhöfn að tryggja að hver skipverji fái sjö daga frí á hverju þrjátíu daga tímabili. Þannig verða ávallt tólf í áhöfn og sex í landi. Hvert kauptryggingatímabil verður framvegis almanaksmánuður en ekki hver veiðiferð. Um hver mánaðamót verður greitt upp í væntanlegan hlut og lokauppgjör gert innan hálfs mánaðar. Bæði áhöfnin og talsmenn Brims segjast sjá ávinning af þessu samkomulagi, meðal annars vegna þess að togarinn geti stundað veiðar í mun fleiri daga á ári en ella þannig að tekjur verði meiri. Verið er að búa togarann til ísfiskveiða og á hann að láta úr höfn eftir fáeina daga. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, segir að málið snúist um miklu meira en þessa einu áhöfn og að sér lítist ekki á blikuna. „Hvar eru stéttarfélög í landinu stödd ef vinnuveitendur ætla að fara í að brjóta niður verkalýðshreyfinguna?“ spyr Sævar. „Þetta er aðför að stéttarfélögunum, að vörn verkafólksins fyrir sínum kjörum. Í samningnum er hvergi minnst á lífeyrisréttindi sem allir hafa samið um á almenna markaðinum, nema sjómenn,“ segir Sævar. Sævar segir að það eina sem Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður sé að gera fyrir sjómenn með þessum samningi sé að ef þeir geri samning eins og honum þóknist, þá megi þeir veiða eins mikið af kvóta og þeir geti. Spurður hvort það séu slæm skipti spyr Sævar á móti hvort kvótinn eigi að vera á kvótaeign útgerðarmanna til að versla með gagnvart kjarasamningum. Sævar segist ekki vilja lýsa yfir neinum aðgerðum í málinu „ . . . en siðferðið hjá þessum ágæta manni er alveg niðri í rassgati,“ segir Sævar. Hægt er að hlusta á viðtal við Sævar Gunnarsson, formann Sjómannasambandsins, úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira
Formaður Sjómannasambandsins segir að samningur áhafnarinnar á togaranum Sólbaki EA og útgerðarfélagsins Brims, um stofnun einkahlutafélags um rekstur skipsins til að sniðganga kjarasamninga, sé aðför að stéttarfélögum í landinu. Samningurinn er gerður í trássi við vilja samtaka sjómanna en með samþykki Landssambands íslenskra útvegsmanna og Samtaka atvinnulífsins. Sjómennirnir ganga úr verkalýðsfélögum sínum og nýja útgerðarfélagið verður ekki í LÍÚ. Samkvæmt samningnum verða færri í áhöfn en á sambærilegum skipum og ekki verður lengur þrjátíu klukkustunda hafnarfrí við hverja löndun heldur verður haldið út strax að löndun lokinni. Á móti á svonefnd skiptiáhöfn að tryggja að hver skipverji fái sjö daga frí á hverju þrjátíu daga tímabili. Þannig verða ávallt tólf í áhöfn og sex í landi. Hvert kauptryggingatímabil verður framvegis almanaksmánuður en ekki hver veiðiferð. Um hver mánaðamót verður greitt upp í væntanlegan hlut og lokauppgjör gert innan hálfs mánaðar. Bæði áhöfnin og talsmenn Brims segjast sjá ávinning af þessu samkomulagi, meðal annars vegna þess að togarinn geti stundað veiðar í mun fleiri daga á ári en ella þannig að tekjur verði meiri. Verið er að búa togarann til ísfiskveiða og á hann að láta úr höfn eftir fáeina daga. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, segir að málið snúist um miklu meira en þessa einu áhöfn og að sér lítist ekki á blikuna. „Hvar eru stéttarfélög í landinu stödd ef vinnuveitendur ætla að fara í að brjóta niður verkalýðshreyfinguna?“ spyr Sævar. „Þetta er aðför að stéttarfélögunum, að vörn verkafólksins fyrir sínum kjörum. Í samningnum er hvergi minnst á lífeyrisréttindi sem allir hafa samið um á almenna markaðinum, nema sjómenn,“ segir Sævar. Sævar segir að það eina sem Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður sé að gera fyrir sjómenn með þessum samningi sé að ef þeir geri samning eins og honum þóknist, þá megi þeir veiða eins mikið af kvóta og þeir geti. Spurður hvort það séu slæm skipti spyr Sævar á móti hvort kvótinn eigi að vera á kvótaeign útgerðarmanna til að versla með gagnvart kjarasamningum. Sævar segist ekki vilja lýsa yfir neinum aðgerðum í málinu „ . . . en siðferðið hjá þessum ágæta manni er alveg niðri í rassgati,“ segir Sævar. Hægt er að hlusta á viðtal við Sævar Gunnarsson, formann Sjómannasambandsins, úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira