Aðför að stéttarfélögum landsins 21. september 2004 00:01 Formaður Sjómannasambandsins segir að samningur áhafnarinnar á togaranum Sólbaki EA og útgerðarfélagsins Brims, um stofnun einkahlutafélags um rekstur skipsins til að sniðganga kjarasamninga, sé aðför að stéttarfélögum í landinu. Samningurinn er gerður í trássi við vilja samtaka sjómanna en með samþykki Landssambands íslenskra útvegsmanna og Samtaka atvinnulífsins. Sjómennirnir ganga úr verkalýðsfélögum sínum og nýja útgerðarfélagið verður ekki í LÍÚ. Samkvæmt samningnum verða færri í áhöfn en á sambærilegum skipum og ekki verður lengur þrjátíu klukkustunda hafnarfrí við hverja löndun heldur verður haldið út strax að löndun lokinni. Á móti á svonefnd skiptiáhöfn að tryggja að hver skipverji fái sjö daga frí á hverju þrjátíu daga tímabili. Þannig verða ávallt tólf í áhöfn og sex í landi. Hvert kauptryggingatímabil verður framvegis almanaksmánuður en ekki hver veiðiferð. Um hver mánaðamót verður greitt upp í væntanlegan hlut og lokauppgjör gert innan hálfs mánaðar. Bæði áhöfnin og talsmenn Brims segjast sjá ávinning af þessu samkomulagi, meðal annars vegna þess að togarinn geti stundað veiðar í mun fleiri daga á ári en ella þannig að tekjur verði meiri. Verið er að búa togarann til ísfiskveiða og á hann að láta úr höfn eftir fáeina daga. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, segir að málið snúist um miklu meira en þessa einu áhöfn og að sér lítist ekki á blikuna. „Hvar eru stéttarfélög í landinu stödd ef vinnuveitendur ætla að fara í að brjóta niður verkalýðshreyfinguna?“ spyr Sævar. „Þetta er aðför að stéttarfélögunum, að vörn verkafólksins fyrir sínum kjörum. Í samningnum er hvergi minnst á lífeyrisréttindi sem allir hafa samið um á almenna markaðinum, nema sjómenn,“ segir Sævar. Sævar segir að það eina sem Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður sé að gera fyrir sjómenn með þessum samningi sé að ef þeir geri samning eins og honum þóknist, þá megi þeir veiða eins mikið af kvóta og þeir geti. Spurður hvort það séu slæm skipti spyr Sævar á móti hvort kvótinn eigi að vera á kvótaeign útgerðarmanna til að versla með gagnvart kjarasamningum. Sævar segist ekki vilja lýsa yfir neinum aðgerðum í málinu „ . . . en siðferðið hjá þessum ágæta manni er alveg niðri í rassgati,“ segir Sævar. Hægt er að hlusta á viðtal við Sævar Gunnarsson, formann Sjómannasambandsins, úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Formaður Sjómannasambandsins segir að samningur áhafnarinnar á togaranum Sólbaki EA og útgerðarfélagsins Brims, um stofnun einkahlutafélags um rekstur skipsins til að sniðganga kjarasamninga, sé aðför að stéttarfélögum í landinu. Samningurinn er gerður í trássi við vilja samtaka sjómanna en með samþykki Landssambands íslenskra útvegsmanna og Samtaka atvinnulífsins. Sjómennirnir ganga úr verkalýðsfélögum sínum og nýja útgerðarfélagið verður ekki í LÍÚ. Samkvæmt samningnum verða færri í áhöfn en á sambærilegum skipum og ekki verður lengur þrjátíu klukkustunda hafnarfrí við hverja löndun heldur verður haldið út strax að löndun lokinni. Á móti á svonefnd skiptiáhöfn að tryggja að hver skipverji fái sjö daga frí á hverju þrjátíu daga tímabili. Þannig verða ávallt tólf í áhöfn og sex í landi. Hvert kauptryggingatímabil verður framvegis almanaksmánuður en ekki hver veiðiferð. Um hver mánaðamót verður greitt upp í væntanlegan hlut og lokauppgjör gert innan hálfs mánaðar. Bæði áhöfnin og talsmenn Brims segjast sjá ávinning af þessu samkomulagi, meðal annars vegna þess að togarinn geti stundað veiðar í mun fleiri daga á ári en ella þannig að tekjur verði meiri. Verið er að búa togarann til ísfiskveiða og á hann að láta úr höfn eftir fáeina daga. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, segir að málið snúist um miklu meira en þessa einu áhöfn og að sér lítist ekki á blikuna. „Hvar eru stéttarfélög í landinu stödd ef vinnuveitendur ætla að fara í að brjóta niður verkalýðshreyfinguna?“ spyr Sævar. „Þetta er aðför að stéttarfélögunum, að vörn verkafólksins fyrir sínum kjörum. Í samningnum er hvergi minnst á lífeyrisréttindi sem allir hafa samið um á almenna markaðinum, nema sjómenn,“ segir Sævar. Sævar segir að það eina sem Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður sé að gera fyrir sjómenn með þessum samningi sé að ef þeir geri samning eins og honum þóknist, þá megi þeir veiða eins mikið af kvóta og þeir geti. Spurður hvort það séu slæm skipti spyr Sævar á móti hvort kvótinn eigi að vera á kvótaeign útgerðarmanna til að versla með gagnvart kjarasamningum. Sævar segist ekki vilja lýsa yfir neinum aðgerðum í málinu „ . . . en siðferðið hjá þessum ágæta manni er alveg niðri í rassgati,“ segir Sævar. Hægt er að hlusta á viðtal við Sævar Gunnarsson, formann Sjómannasambandsins, úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira