Viðskipti innlent

15 ný störf KB banka á Akureyri

Störfum á Akureyri fjölgar um allt að fimmtán þegar KB banki færir bakvinnslu sína norður. KB banki á Akureyri tekur við allri bakvinnslu, þeirri starfsemi sem fer fram á bak við, og ekki fyrir augum viðskiptavina bankans. Hilmar Ágústsson, útibússtjóri bankans á Akureyri, segir bakvinnsluna í Reykjavík vera sprungna og með þessari aðgerð sé verið að bregðast við því. Með þessari ráðstöfun verða til ný störf á Akureyri. Hilmar segir að fyrst um sinn skapist átta ný störf sem muni svo fjölga næstu mánuði upp í 12-15 störf. Spurður hvers vegna starfsemin verði flutt norður segir Hilmar að atvinnumarkaðurinn á Akureyri sé mjög góður og bankinn eigi þar húsnæði sem sé vannýtt. Einnig geri upplýsingatæknin þeim kleift að gera þetta.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×