Þetta er ekki deila ríkisins 17. september 2004 00:01 Forsætisráðherra segir ekki koma til greina að ríkið hlaupi undir bagga með sveitarfélögum til að mæta kröfum kennara. "Þetta er ekki okkar deila," segir Halldór Ásgrímsson. Hagfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir fjárhagsstöðu margra sveitarfélaga bága. Hún sé ekki eina fyrirstaða þess að erfiðlega gangi að semja við kennara. "Starfsfólk sveitarfélaganna er um 19 þúsund. Kennarar eru rúmlega fjögur þúsund. Þetta er því ekki bara spurning um hvort sveitarfélögin hafi efni á að koma til móts við þær kröfur sem kennarar fara fram á heldur verða sveitarfélög að standa ábyrg gagnvart öðrum starfsmönnum sínum," segir Gunnlaugur Júlíusson, sviðstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. Gunnlaugur segir stöðu sveitarfélaga víða erfiða. Hann veltir fyrir sér hvort rétt sé gefið þegar ríkið telji sig geta lækkað skatta en sveitarfélögin safni skuldum og standi jafnvel frammi fyrir skattahækkunum. Það sé þó aðeins ein leið tveggja. Hin sé forgangsröðun verkefna sem ekki séu lögbundin, megi þar nefna menningarmál, íþróttamál og æskulýðsmál. "Ef ríkið telur sig eiga möguleika á að lækka skatta sín megin en sveitarfélögin segja; Við ráðum ekki við þau verkefni sem við höfum, þá er þetta spurning um millifærslu þar sem ríki og sveitarfélög eru sitt hvor hliðin á hinu opinbera," segir Gunnlaugur. Halldór Ásgrímsson segir hafa verið ljóst þegar sveitarfélögin tóku við grunnskólunum á sínum tíma að meira fjármagn frá ríkinu kæmi ekki til greina. Greiðslur ríkisins til sveitarfélaganna hafi ekki verið of lágar. Sveitarfélögum hafi verið veitt einum milljarði umfram þann kostnað sem ríkið hafi borið af grunnskólunum: "Sveitarfélögin verða að leysa kjaradeilu við kennurum á sínum vettvangi." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira
Forsætisráðherra segir ekki koma til greina að ríkið hlaupi undir bagga með sveitarfélögum til að mæta kröfum kennara. "Þetta er ekki okkar deila," segir Halldór Ásgrímsson. Hagfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir fjárhagsstöðu margra sveitarfélaga bága. Hún sé ekki eina fyrirstaða þess að erfiðlega gangi að semja við kennara. "Starfsfólk sveitarfélaganna er um 19 þúsund. Kennarar eru rúmlega fjögur þúsund. Þetta er því ekki bara spurning um hvort sveitarfélögin hafi efni á að koma til móts við þær kröfur sem kennarar fara fram á heldur verða sveitarfélög að standa ábyrg gagnvart öðrum starfsmönnum sínum," segir Gunnlaugur Júlíusson, sviðstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. Gunnlaugur segir stöðu sveitarfélaga víða erfiða. Hann veltir fyrir sér hvort rétt sé gefið þegar ríkið telji sig geta lækkað skatta en sveitarfélögin safni skuldum og standi jafnvel frammi fyrir skattahækkunum. Það sé þó aðeins ein leið tveggja. Hin sé forgangsröðun verkefna sem ekki séu lögbundin, megi þar nefna menningarmál, íþróttamál og æskulýðsmál. "Ef ríkið telur sig eiga möguleika á að lækka skatta sín megin en sveitarfélögin segja; Við ráðum ekki við þau verkefni sem við höfum, þá er þetta spurning um millifærslu þar sem ríki og sveitarfélög eru sitt hvor hliðin á hinu opinbera," segir Gunnlaugur. Halldór Ásgrímsson segir hafa verið ljóst þegar sveitarfélögin tóku við grunnskólunum á sínum tíma að meira fjármagn frá ríkinu kæmi ekki til greina. Greiðslur ríkisins til sveitarfélaganna hafi ekki verið of lágar. Sveitarfélögum hafi verið veitt einum milljarði umfram þann kostnað sem ríkið hafi borið af grunnskólunum: "Sveitarfélögin verða að leysa kjaradeilu við kennurum á sínum vettvangi."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira