Hátindur stjórnmálaferils Halldórs 15. september 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson segir það hljóta að vera hátind á ferli hvers stjórnmálamanns að taka við mikilvægasta embætti þjóðarinnar, forsætisráðherrastól. Davíð Oddsson, sem í dag tók einnig við nýju embætti, segist hlakka til nýrra starfa og nýrra átaka. Engin byltingaráform séu þó fyrirhuguð ennþá. Heil kynslóð fermingarbarna þekkir ekki annað en að hafa Davíð Oddsson forsætisráðherra í stjórnarráðshúsinu. En nú er kominn nýr maður í húsið, Halldór Ásgrímsson, sem formlega tók við lyklavöldum klukkan þrjú í dag. Við það tækifæri sagði Davíð að hann heimtaði það ekki endilega að Halldór yrði jafnlengi þar og hann en sín vegna mætti hann það. Davíð óskaði Halldóri gæfu og blessunar í nýja starfinu og bætti við: „Þess óska ég ekki bara þín vegna, og ekki bara vegna ríkisstjórnar okkar, heldur vegna þjóðarinnar því það er afar þýðingarmikið að forsætisráðherranum, hver sem hann er, vegni vel. Þá vegnar þjóðinni, held ég, vel.“ Halldór Ásgrímsson óskaði Davíð einnig velfarnaðar í sínum störfum og sagði mikilvægt fyrir ríkisstjórnina og þjóðina að fá að nýta krafta hans áfram. Árangur Davíðs væri einstakur, það hefði oft hvesst og miðað við spá Veðurstofunnar væri aldrei að vita nema það reyndi verulega á hann í starfi strax í nótt. Spurður hvort langþráður draumur væri að rætast sagði Halldór svo ekki vera. Þetta væri ekki draumur heldur einfaldlega samkomulag sem tókst á milli stjórnarflokkanna. Hann sagði þetta hátindinn á sínum stjórnmálaferli því það hlyti að vera hátindur hvers stjórnmálamanns að taka við mikilvægasta embætti þjóðarinnar. Halldór var ekki með lykla til að afhenda Davíð en sagði dyrnar að utanríkisráðuneytinu standa honum opnar. Davíð skoðaði nýju skrifstofuna í dag en mun á morgun heimsækja starfsmenn. Það eru frekari tímamót framundan. Á föstudag mun hann sitja sinn fyrsta ríkisstjórnarfund undir forsæti Halldórs og í byrjun október taka í fyrsta sinn þátt í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra, blaðlaust. Davíð sagði þetta skrítinn dag en samt hálfgerðan gleðidag því starfslokin legðust afar vel í sig. Hann sagði konu sína hafa sagt að hann hefði gott af því að setjast svona á „hliðarlínuna“ vegna þess að á þriðja áratug hefði hann talað við alla í boðhætti en nú yrði breyting þar á. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Halldór Ásgrímsson segir það hljóta að vera hátind á ferli hvers stjórnmálamanns að taka við mikilvægasta embætti þjóðarinnar, forsætisráðherrastól. Davíð Oddsson, sem í dag tók einnig við nýju embætti, segist hlakka til nýrra starfa og nýrra átaka. Engin byltingaráform séu þó fyrirhuguð ennþá. Heil kynslóð fermingarbarna þekkir ekki annað en að hafa Davíð Oddsson forsætisráðherra í stjórnarráðshúsinu. En nú er kominn nýr maður í húsið, Halldór Ásgrímsson, sem formlega tók við lyklavöldum klukkan þrjú í dag. Við það tækifæri sagði Davíð að hann heimtaði það ekki endilega að Halldór yrði jafnlengi þar og hann en sín vegna mætti hann það. Davíð óskaði Halldóri gæfu og blessunar í nýja starfinu og bætti við: „Þess óska ég ekki bara þín vegna, og ekki bara vegna ríkisstjórnar okkar, heldur vegna þjóðarinnar því það er afar þýðingarmikið að forsætisráðherranum, hver sem hann er, vegni vel. Þá vegnar þjóðinni, held ég, vel.“ Halldór Ásgrímsson óskaði Davíð einnig velfarnaðar í sínum störfum og sagði mikilvægt fyrir ríkisstjórnina og þjóðina að fá að nýta krafta hans áfram. Árangur Davíðs væri einstakur, það hefði oft hvesst og miðað við spá Veðurstofunnar væri aldrei að vita nema það reyndi verulega á hann í starfi strax í nótt. Spurður hvort langþráður draumur væri að rætast sagði Halldór svo ekki vera. Þetta væri ekki draumur heldur einfaldlega samkomulag sem tókst á milli stjórnarflokkanna. Hann sagði þetta hátindinn á sínum stjórnmálaferli því það hlyti að vera hátindur hvers stjórnmálamanns að taka við mikilvægasta embætti þjóðarinnar. Halldór var ekki með lykla til að afhenda Davíð en sagði dyrnar að utanríkisráðuneytinu standa honum opnar. Davíð skoðaði nýju skrifstofuna í dag en mun á morgun heimsækja starfsmenn. Það eru frekari tímamót framundan. Á föstudag mun hann sitja sinn fyrsta ríkisstjórnarfund undir forsæti Halldórs og í byrjun október taka í fyrsta sinn þátt í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra, blaðlaust. Davíð sagði þetta skrítinn dag en samt hálfgerðan gleðidag því starfslokin legðust afar vel í sig. Hann sagði konu sína hafa sagt að hann hefði gott af því að setjast svona á „hliðarlínuna“ vegna þess að á þriðja áratug hefði hann talað við alla í boðhætti en nú yrði breyting þar á.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira