Viðskipti innlent

Gerir tilboð í norskan banka

Íslandsbanki hefur gert tilboð í nítján prósent hlutafjár í norska smábankanum Kreditbanken sem þjónustar lítil og meðalstór fyrirtæki í Álasundi og nágrenni. Síðan stendur til að gera yfirtökutilboð en bankinn er metinn á þrjá og hálfan milljarð króna. Bankinn, sem er skráður í Kauphöllinni í Ósló, er tólf ára gamall og þar vinna 25 manns. Í tilkynningu frá Íslandsbanka segir að útibú Íslandsbanka í Lúxemborg hafi að undanförnu þjónað litlum og meðalstórum fyrirtækjum í Noregi og séu kaupin á Kreditbanken liður í að efla þá þjónustu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×