Viðskipti innlent

Mikil velta íbúðabréfa

Mikil velta hefur verið með íbúðabréf frá því viðskipti hófust þann 8. júlí samkvæmt greiningardeild Íslandsbanka. Alls nemur veltan um 70 milljörðum króna eða um 3,4 milljörðum króna að meðaltali á dag. Til samanburðar nam samanlögð meðalvelta með alla markflokka hús- og húsnæðisbréfa 2,5 milljörðum króna á dag í júlí í fyrra og 3,2 milljörðum á dag á tólf mánaða tímabilinu frá 1. júlí 2003 til 30. júní 2004.  Júlímánuður var fimmti veltumesti mánuður með skuldabréf Íbúðalánasjóðs frá upphafi, þrátt fyrir að viðskipti hafi nánast legið niðri fyrstu viku mánaðarins vegna tæknilegra örðugleika í kringum skuldabréfaskipti sjóðsins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×