Viðskipti innlent

Hlutabréf í deCode lækka enn

Hlutabréf í deCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, halda áfram að lækka og fór gengi þeirra niður í 6 dollara og 66 sent á föstudag eftir rúmlega tveggja prósenta lækkun. Síðasta umtalsverða lækkun var tólfta þessa mánaðar þegar bréfin lækkuðu um 3,6 prósent. Gengið núna er um það bil tífalt lægra en það komst í á gráa markaðnum hér á landi, rétt áður en félagið var skráð í kauphallir vestanhafs.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×