Viðskipti innlent

Milljarður í hagnað hjá Norðuráli

Rekstur Norðuráls skilaði ríflega eins milljarðs króna hagnaði eftir skatta á síðasta ári eða sem nemur rúmlega 13 milljónum bandaríkjadala. Það er aukning um tæplega þrjár milljónir dala eða ríflega 200 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í dag. Heildarvelta Norðuráls árið 2003 var 7,7 milljarðar króna eða um 100 milljónir dala. Álframleiðsla fyrirtækisins var 90 þúsund tonn í fyrra en það er sama magn og árið á undan. Fjárfestingar ársins námu 200 milljónum króna en unnið var að undirbúningi að stækkun álversins, auk þess sem félagið var endurfjármagnað með hagstæðari kjörum en áður. Hækkun álverðs árið 2003 og lækkun á vaxtakostnaði eru meðal þess sem hafði mjög jákvæð áhrif á reksturinn. Myndin er frá álveri Norðuráls í Hvalfirði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×