Ofurtolluð hollusta Dagur B. Eggertsson skrifar 16. júlí 2004 00:01 Skoðun dagsins - Dagur B. Eggertsson Starfsemi nýrrar Lýðheilsustöðvar byrjar af krafti með umræðum um reykingar, forvarnir, offitu og gjöld á sykur og gos. Þær hugmyndir hafa vakið hörð viðbrögð Samtaka iðnaðarins sem von er. Nú þegar er 30 króna vörugjald á hvert kíló sykurs og 8 krónur eru lagðar á hvern gosdrykkjalítra. Einhver gæti sagt að hættulegt væri að hækka þessi gjöld í ljósi þess hversu skattsæknir Íslendingar eru. Þótt nær hvergi séu hærri bensíngjöld á engin þjóð fleiri bíla. Í það minnsta virðist óþarft að hækka þessi gjöld til að efla heilsu. Miklu nær er að hluti núverandi gjalda renni til heilsueflingar. Þannig er fyrirkomulagið þegar áfengi er annars vegar. Svonefnt tappagjald rennur í áfengis- og vímuvarnarsjóð. Heilsuefling á svo vitanlega að beinast að fleiru en sykuráti einu saman. Ástæður offitu eru flóknari en svo. Til að takast á við þau verkefni er jafnframt fyllsta ástæða til að styrkja Lýðheilsustöð. Skattar og gjöld eru þó jafnframt án efa eitt þeirra verkfæra sem beita má til að stuðla að bættri heilsu. Frekar en að hrinda af stað skattahækkunarhrinu í nafni heilsueflingar væri þó miklu nær að endurskoða þær álögur og niðurgreiðslur sem fyrir eru. Alger samstaða er væntanlega um há gjöld á tóbak og tóbaksvörur. Þau mætti jafnvel hækka. Mér er hins vegar til efs að það sama gildi um áfengi. Við leggjum meira en tvöföld gjöld á léttvínslítrann en þær Evrópuþjóðir sem næstar koma. Nýjustu rannsóknir benda jafnframt til að rauðvínsdrykkja sé verndandi gagnvart hjartasjúkdómum. Getur verið við séum að refsa hófdrykkjumönnum vegna aldalangrar misnotkunar þjóðarinnar á áfengi? Steininn tekur þó úr þegar kemur að landbúnaðinum. Þar hefur meginreglan verið sú að ofurtollar eru á hollustu en niðurgreiðsla á fitu. Fyrir tveimur árum urðu raunar löngu tímabærar breytingar á grænmetistollum. Landbúnaðarráðherra gerði þær eftir gagnrýnið álit Samkeppnisstofnunar um þróun grænmetismarkaðar. Grænmeti og ávextir eru þó enn tollaðir. Ennþá eru innflutningstollar á ávaxtasöfum og hollum iðnaðarvörum. Á kjöt og mjólk er nánast innflutningsbann og niðurgreiðslurnar hærri eftir því sem kjötið er feitara. Hvernig væri að bregða heilbrigðisgleraugunum á nefið þegar milljarðastuðningi ríkisins við landbúnað er ráðstafað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Sjá meira
Skoðun dagsins - Dagur B. Eggertsson Starfsemi nýrrar Lýðheilsustöðvar byrjar af krafti með umræðum um reykingar, forvarnir, offitu og gjöld á sykur og gos. Þær hugmyndir hafa vakið hörð viðbrögð Samtaka iðnaðarins sem von er. Nú þegar er 30 króna vörugjald á hvert kíló sykurs og 8 krónur eru lagðar á hvern gosdrykkjalítra. Einhver gæti sagt að hættulegt væri að hækka þessi gjöld í ljósi þess hversu skattsæknir Íslendingar eru. Þótt nær hvergi séu hærri bensíngjöld á engin þjóð fleiri bíla. Í það minnsta virðist óþarft að hækka þessi gjöld til að efla heilsu. Miklu nær er að hluti núverandi gjalda renni til heilsueflingar. Þannig er fyrirkomulagið þegar áfengi er annars vegar. Svonefnt tappagjald rennur í áfengis- og vímuvarnarsjóð. Heilsuefling á svo vitanlega að beinast að fleiru en sykuráti einu saman. Ástæður offitu eru flóknari en svo. Til að takast á við þau verkefni er jafnframt fyllsta ástæða til að styrkja Lýðheilsustöð. Skattar og gjöld eru þó jafnframt án efa eitt þeirra verkfæra sem beita má til að stuðla að bættri heilsu. Frekar en að hrinda af stað skattahækkunarhrinu í nafni heilsueflingar væri þó miklu nær að endurskoða þær álögur og niðurgreiðslur sem fyrir eru. Alger samstaða er væntanlega um há gjöld á tóbak og tóbaksvörur. Þau mætti jafnvel hækka. Mér er hins vegar til efs að það sama gildi um áfengi. Við leggjum meira en tvöföld gjöld á léttvínslítrann en þær Evrópuþjóðir sem næstar koma. Nýjustu rannsóknir benda jafnframt til að rauðvínsdrykkja sé verndandi gagnvart hjartasjúkdómum. Getur verið við séum að refsa hófdrykkjumönnum vegna aldalangrar misnotkunar þjóðarinnar á áfengi? Steininn tekur þó úr þegar kemur að landbúnaðinum. Þar hefur meginreglan verið sú að ofurtollar eru á hollustu en niðurgreiðsla á fitu. Fyrir tveimur árum urðu raunar löngu tímabærar breytingar á grænmetistollum. Landbúnaðarráðherra gerði þær eftir gagnrýnið álit Samkeppnisstofnunar um þróun grænmetismarkaðar. Grænmeti og ávextir eru þó enn tollaðir. Ennþá eru innflutningstollar á ávaxtasöfum og hollum iðnaðarvörum. Á kjöt og mjólk er nánast innflutningsbann og niðurgreiðslurnar hærri eftir því sem kjötið er feitara. Hvernig væri að bregða heilbrigðisgleraugunum á nefið þegar milljarðastuðningi ríkisins við landbúnað er ráðstafað?
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun