Góður í íslenskur Smári Jósepsson skrifar 5. júlí 2004 00:01 Áður en ég byrjaði að vinna hjá Fréttablaðinu var ég orðinn mjög heyrnarlaus gagnvart íslensku, hvort sem það var í töluðu eða rituðu máli. Það breyttist þó fljótlega við nýja starfið og hefur verið ofarlega í huganum allar götur síðan. Það sem mér blöskraði mest yfir var hversu margar slettur ég var farinn að nota. Og ég þurfti oftar en ekki að rembast við að þýða af ensku yfir á íslensku, ef til vandræða kom með eitthvað orð. Ætli ég hafi ekki verið 17 ára þegar ég lagði hlustir við viðtal þar sem þekkt íslensk rokkhljómsveit var á ferð. Í viðtalinu greindi hljómsveitin frá því að hún hefði neyðst til að "cancella" tónleikum. Man enn þann dag í dag hversu mikið þetta skar í eyrun. Mér ofbauð yfir uppátækinu en átti eftir að standa sjálfan mig af þessu þótt síðar yrði. En það ætti sennilega ekki að koma manni á óvart að íslenskukunnáttu manns hafi hrakað með jöfnu millibili. Slettur, sem áður þóttu hallærislegar, eru orðnar fólki eðlilegar í dag. "Kemur til með að" er mjög gott dæmi. Velti þessum hlutum fyrir mér með góðum félaga um daginn. Honum hitnaði í hamsi yfir stöðunni, enda íslenskumaður mikill og greinilega ekki á eitt sáttur um framvindu mála. "Það eru blessuðu amerísku áhrifin sem hafa þessi áhrif, hvort sem það er í gegnum tónlist eða bíómyndir. Svo gerum við grín að þjóðverjum og ítölum hversu lélegir í ensku þeir eru, talsetja allt erlent myndefni og innlend tónlist er í hávegum höfð á lagalistum útvarpsstöðvanna. Eru þeir bjánar eða við?". Nokkuð góður punktur. Erum við betur sett með að leyfa amerískum áhrifum að ná rótfestu hér eða gætum við gert betur í að vera við sjálf? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Áður en ég byrjaði að vinna hjá Fréttablaðinu var ég orðinn mjög heyrnarlaus gagnvart íslensku, hvort sem það var í töluðu eða rituðu máli. Það breyttist þó fljótlega við nýja starfið og hefur verið ofarlega í huganum allar götur síðan. Það sem mér blöskraði mest yfir var hversu margar slettur ég var farinn að nota. Og ég þurfti oftar en ekki að rembast við að þýða af ensku yfir á íslensku, ef til vandræða kom með eitthvað orð. Ætli ég hafi ekki verið 17 ára þegar ég lagði hlustir við viðtal þar sem þekkt íslensk rokkhljómsveit var á ferð. Í viðtalinu greindi hljómsveitin frá því að hún hefði neyðst til að "cancella" tónleikum. Man enn þann dag í dag hversu mikið þetta skar í eyrun. Mér ofbauð yfir uppátækinu en átti eftir að standa sjálfan mig af þessu þótt síðar yrði. En það ætti sennilega ekki að koma manni á óvart að íslenskukunnáttu manns hafi hrakað með jöfnu millibili. Slettur, sem áður þóttu hallærislegar, eru orðnar fólki eðlilegar í dag. "Kemur til með að" er mjög gott dæmi. Velti þessum hlutum fyrir mér með góðum félaga um daginn. Honum hitnaði í hamsi yfir stöðunni, enda íslenskumaður mikill og greinilega ekki á eitt sáttur um framvindu mála. "Það eru blessuðu amerísku áhrifin sem hafa þessi áhrif, hvort sem það er í gegnum tónlist eða bíómyndir. Svo gerum við grín að þjóðverjum og ítölum hversu lélegir í ensku þeir eru, talsetja allt erlent myndefni og innlend tónlist er í hávegum höfð á lagalistum útvarpsstöðvanna. Eru þeir bjánar eða við?". Nokkuð góður punktur. Erum við betur sett með að leyfa amerískum áhrifum að ná rótfestu hér eða gætum við gert betur í að vera við sjálf?
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar