Ríkið þarf að spara 17. júní 2004 00:01 Þrátt fyrir áform um veigamiklar skattalækkanir heyrist lítið af því hvernig ríkisstjórnin vill minnka ríkisútgjöld. - Gunnar Smári Egilsson Ef ríkisstjórnarflokkunum tekst að standa við kosningaloforð sín um veglegar skattalækkanir er óhjákvæmilegt að draga saman umsvif ríkisins á sama tíma. Þótt látið hafi verið í það skýna í kosningabaráttunni að mögulegt væri að lækka skatta án þess að draga saman seglin í ríkisrekstri þá er það ekki gerlegt. Þótt nokkur þróttur sé í íslensku atvinnulífi um þessar mundir þá getur hann ekki skilað auknum tekjum í ríkissjóð til að vinna upp tekjutap vegna lækkunar skatta. Þessum þrótti fylgir auk þess þennslueinkenni sem aftur hafa áhrif á rekstur ríkissjóðs og kalla á aukin útgjöld. Ef ráðherrarnir ætla að láta verða að skattalækkunum þá verða þeir að snúa sér að aðalatriði þess máls: Hvernig ætla þeir að draga saman í útgjöldum ríkissjóðs?Miðað við þær fréttir sem heyrast úr stjórnarliðinu má ekki búast við ýkja frumlegum lausnum á þessum vanda. Það sem heyrst hefur er í anda þess sem margar síðustu ríkisstjórnir hafa reynt: tilraunir til þess að beita niðurskurði flatt á sem flesta fjárlagaliði og beita aðhaldi til að hyndra þennslu útgjalda. Við höfum ekki góða reynslu af þessari leið. Hún dregur hálf tilviljanakennt úr þjónustu ríkisins og oft þar sem síst skyldi. Hún leiðir til hækkunar þjónustagjalda, sem oft bitnar harðast á þeim sem síst skyldi. Og þessi leið ber sjaldnast mikinn árangur. Það er eins og þau öfl sem virka innan ríkiskerfisins og þrýsta sífellt á aukin útgjöld og útvíkkun starfseminnar hafi lært að lifa með þessari stefnu stjórnvalda og tekist að sigrast á henni. Þótt allar ríkisstjórnir undanfarna þrjá áratugi hafi beitt þessari stefnu hafa ríkisútgjöld aukist hröðum skrefum. Stundum gerist það jafn og þétt en stundum með nokkrum gusum – einkum þegar stjórnmálamenn gerast rausnarlegir í kjarasamningum stuttu fyrir kosningar. Og þar sem almenningur gerir sífelldar kröfum um aukna þjónustu ríkisins – samhliða því sem honum blöskrar skattheimtan -- þá brestur aðhald ríkisstjórna með reglulegu millibili.Ef stjórnarflokkarnir ætla að standa við kosningaloforð sín þá verða þeir að endurskoða ríkisreksturinn í grundvallaratriðum. Þeir verða að skilgreina að nýju hver þáttur ríkisins á að vera í skólarekstri, í rekstri sjúkrastofnuna og heilsgæslu og skilgreina að nýju almannatryggingar; hverjum það á að hjálpa og til hvers sú hjálp er.Það væri óráðlegt af ríkisstjórninni að lækka skatta, halda óbreyttri stefnu í ríkisrekstri og treysta á að atvinnulífið hleypi svo miklum krafti í samfélagið að tekjur ríkissjóðs haldi áfram að aukast þrátt fyrir lækkun skatta. Æði mörg íslensk fyrirtæki eru nú einkar skuldsett – og ekki síður eigendur þeirra. Það er því líklegt að fyrirtækin muni halda áfram að leita leiða til sparnaðar þrátt fyrir góðan rekstur og að búast megi við atvinna dragist saman. Þrátt fyrir miklar sviptingar í atvinnulífinu að undanförnu hefur ekki mátt merkja fjölgun starfa – jafnvel þvert á móti. Það má því vel vera að ágætur hagur margra fyrirtækja muni ekki endilega margfaldast í samfélaginu og stoppa upp í götin á ríkissjóði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir áform um veigamiklar skattalækkanir heyrist lítið af því hvernig ríkisstjórnin vill minnka ríkisútgjöld. - Gunnar Smári Egilsson Ef ríkisstjórnarflokkunum tekst að standa við kosningaloforð sín um veglegar skattalækkanir er óhjákvæmilegt að draga saman umsvif ríkisins á sama tíma. Þótt látið hafi verið í það skýna í kosningabaráttunni að mögulegt væri að lækka skatta án þess að draga saman seglin í ríkisrekstri þá er það ekki gerlegt. Þótt nokkur þróttur sé í íslensku atvinnulífi um þessar mundir þá getur hann ekki skilað auknum tekjum í ríkissjóð til að vinna upp tekjutap vegna lækkunar skatta. Þessum þrótti fylgir auk þess þennslueinkenni sem aftur hafa áhrif á rekstur ríkissjóðs og kalla á aukin útgjöld. Ef ráðherrarnir ætla að láta verða að skattalækkunum þá verða þeir að snúa sér að aðalatriði þess máls: Hvernig ætla þeir að draga saman í útgjöldum ríkissjóðs?Miðað við þær fréttir sem heyrast úr stjórnarliðinu má ekki búast við ýkja frumlegum lausnum á þessum vanda. Það sem heyrst hefur er í anda þess sem margar síðustu ríkisstjórnir hafa reynt: tilraunir til þess að beita niðurskurði flatt á sem flesta fjárlagaliði og beita aðhaldi til að hyndra þennslu útgjalda. Við höfum ekki góða reynslu af þessari leið. Hún dregur hálf tilviljanakennt úr þjónustu ríkisins og oft þar sem síst skyldi. Hún leiðir til hækkunar þjónustagjalda, sem oft bitnar harðast á þeim sem síst skyldi. Og þessi leið ber sjaldnast mikinn árangur. Það er eins og þau öfl sem virka innan ríkiskerfisins og þrýsta sífellt á aukin útgjöld og útvíkkun starfseminnar hafi lært að lifa með þessari stefnu stjórnvalda og tekist að sigrast á henni. Þótt allar ríkisstjórnir undanfarna þrjá áratugi hafi beitt þessari stefnu hafa ríkisútgjöld aukist hröðum skrefum. Stundum gerist það jafn og þétt en stundum með nokkrum gusum – einkum þegar stjórnmálamenn gerast rausnarlegir í kjarasamningum stuttu fyrir kosningar. Og þar sem almenningur gerir sífelldar kröfum um aukna þjónustu ríkisins – samhliða því sem honum blöskrar skattheimtan -- þá brestur aðhald ríkisstjórna með reglulegu millibili.Ef stjórnarflokkarnir ætla að standa við kosningaloforð sín þá verða þeir að endurskoða ríkisreksturinn í grundvallaratriðum. Þeir verða að skilgreina að nýju hver þáttur ríkisins á að vera í skólarekstri, í rekstri sjúkrastofnuna og heilsgæslu og skilgreina að nýju almannatryggingar; hverjum það á að hjálpa og til hvers sú hjálp er.Það væri óráðlegt af ríkisstjórninni að lækka skatta, halda óbreyttri stefnu í ríkisrekstri og treysta á að atvinnulífið hleypi svo miklum krafti í samfélagið að tekjur ríkissjóðs haldi áfram að aukast þrátt fyrir lækkun skatta. Æði mörg íslensk fyrirtæki eru nú einkar skuldsett – og ekki síður eigendur þeirra. Það er því líklegt að fyrirtækin muni halda áfram að leita leiða til sparnaðar þrátt fyrir góðan rekstur og að búast megi við atvinna dragist saman. Þrátt fyrir miklar sviptingar í atvinnulífinu að undanförnu hefur ekki mátt merkja fjölgun starfa – jafnvel þvert á móti. Það má því vel vera að ágætur hagur margra fyrirtækja muni ekki endilega margfaldast í samfélaginu og stoppa upp í götin á ríkissjóði.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar