Ríkið þarf að spara 17. júní 2004 00:01 Þrátt fyrir áform um veigamiklar skattalækkanir heyrist lítið af því hvernig ríkisstjórnin vill minnka ríkisútgjöld. - Gunnar Smári Egilsson Ef ríkisstjórnarflokkunum tekst að standa við kosningaloforð sín um veglegar skattalækkanir er óhjákvæmilegt að draga saman umsvif ríkisins á sama tíma. Þótt látið hafi verið í það skýna í kosningabaráttunni að mögulegt væri að lækka skatta án þess að draga saman seglin í ríkisrekstri þá er það ekki gerlegt. Þótt nokkur þróttur sé í íslensku atvinnulífi um þessar mundir þá getur hann ekki skilað auknum tekjum í ríkissjóð til að vinna upp tekjutap vegna lækkunar skatta. Þessum þrótti fylgir auk þess þennslueinkenni sem aftur hafa áhrif á rekstur ríkissjóðs og kalla á aukin útgjöld. Ef ráðherrarnir ætla að láta verða að skattalækkunum þá verða þeir að snúa sér að aðalatriði þess máls: Hvernig ætla þeir að draga saman í útgjöldum ríkissjóðs?Miðað við þær fréttir sem heyrast úr stjórnarliðinu má ekki búast við ýkja frumlegum lausnum á þessum vanda. Það sem heyrst hefur er í anda þess sem margar síðustu ríkisstjórnir hafa reynt: tilraunir til þess að beita niðurskurði flatt á sem flesta fjárlagaliði og beita aðhaldi til að hyndra þennslu útgjalda. Við höfum ekki góða reynslu af þessari leið. Hún dregur hálf tilviljanakennt úr þjónustu ríkisins og oft þar sem síst skyldi. Hún leiðir til hækkunar þjónustagjalda, sem oft bitnar harðast á þeim sem síst skyldi. Og þessi leið ber sjaldnast mikinn árangur. Það er eins og þau öfl sem virka innan ríkiskerfisins og þrýsta sífellt á aukin útgjöld og útvíkkun starfseminnar hafi lært að lifa með þessari stefnu stjórnvalda og tekist að sigrast á henni. Þótt allar ríkisstjórnir undanfarna þrjá áratugi hafi beitt þessari stefnu hafa ríkisútgjöld aukist hröðum skrefum. Stundum gerist það jafn og þétt en stundum með nokkrum gusum – einkum þegar stjórnmálamenn gerast rausnarlegir í kjarasamningum stuttu fyrir kosningar. Og þar sem almenningur gerir sífelldar kröfum um aukna þjónustu ríkisins – samhliða því sem honum blöskrar skattheimtan -- þá brestur aðhald ríkisstjórna með reglulegu millibili.Ef stjórnarflokkarnir ætla að standa við kosningaloforð sín þá verða þeir að endurskoða ríkisreksturinn í grundvallaratriðum. Þeir verða að skilgreina að nýju hver þáttur ríkisins á að vera í skólarekstri, í rekstri sjúkrastofnuna og heilsgæslu og skilgreina að nýju almannatryggingar; hverjum það á að hjálpa og til hvers sú hjálp er.Það væri óráðlegt af ríkisstjórninni að lækka skatta, halda óbreyttri stefnu í ríkisrekstri og treysta á að atvinnulífið hleypi svo miklum krafti í samfélagið að tekjur ríkissjóðs haldi áfram að aukast þrátt fyrir lækkun skatta. Æði mörg íslensk fyrirtæki eru nú einkar skuldsett – og ekki síður eigendur þeirra. Það er því líklegt að fyrirtækin muni halda áfram að leita leiða til sparnaðar þrátt fyrir góðan rekstur og að búast megi við atvinna dragist saman. Þrátt fyrir miklar sviptingar í atvinnulífinu að undanförnu hefur ekki mátt merkja fjölgun starfa – jafnvel þvert á móti. Það má því vel vera að ágætur hagur margra fyrirtækja muni ekki endilega margfaldast í samfélaginu og stoppa upp í götin á ríkissjóði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir áform um veigamiklar skattalækkanir heyrist lítið af því hvernig ríkisstjórnin vill minnka ríkisútgjöld. - Gunnar Smári Egilsson Ef ríkisstjórnarflokkunum tekst að standa við kosningaloforð sín um veglegar skattalækkanir er óhjákvæmilegt að draga saman umsvif ríkisins á sama tíma. Þótt látið hafi verið í það skýna í kosningabaráttunni að mögulegt væri að lækka skatta án þess að draga saman seglin í ríkisrekstri þá er það ekki gerlegt. Þótt nokkur þróttur sé í íslensku atvinnulífi um þessar mundir þá getur hann ekki skilað auknum tekjum í ríkissjóð til að vinna upp tekjutap vegna lækkunar skatta. Þessum þrótti fylgir auk þess þennslueinkenni sem aftur hafa áhrif á rekstur ríkissjóðs og kalla á aukin útgjöld. Ef ráðherrarnir ætla að láta verða að skattalækkunum þá verða þeir að snúa sér að aðalatriði þess máls: Hvernig ætla þeir að draga saman í útgjöldum ríkissjóðs?Miðað við þær fréttir sem heyrast úr stjórnarliðinu má ekki búast við ýkja frumlegum lausnum á þessum vanda. Það sem heyrst hefur er í anda þess sem margar síðustu ríkisstjórnir hafa reynt: tilraunir til þess að beita niðurskurði flatt á sem flesta fjárlagaliði og beita aðhaldi til að hyndra þennslu útgjalda. Við höfum ekki góða reynslu af þessari leið. Hún dregur hálf tilviljanakennt úr þjónustu ríkisins og oft þar sem síst skyldi. Hún leiðir til hækkunar þjónustagjalda, sem oft bitnar harðast á þeim sem síst skyldi. Og þessi leið ber sjaldnast mikinn árangur. Það er eins og þau öfl sem virka innan ríkiskerfisins og þrýsta sífellt á aukin útgjöld og útvíkkun starfseminnar hafi lært að lifa með þessari stefnu stjórnvalda og tekist að sigrast á henni. Þótt allar ríkisstjórnir undanfarna þrjá áratugi hafi beitt þessari stefnu hafa ríkisútgjöld aukist hröðum skrefum. Stundum gerist það jafn og þétt en stundum með nokkrum gusum – einkum þegar stjórnmálamenn gerast rausnarlegir í kjarasamningum stuttu fyrir kosningar. Og þar sem almenningur gerir sífelldar kröfum um aukna þjónustu ríkisins – samhliða því sem honum blöskrar skattheimtan -- þá brestur aðhald ríkisstjórna með reglulegu millibili.Ef stjórnarflokkarnir ætla að standa við kosningaloforð sín þá verða þeir að endurskoða ríkisreksturinn í grundvallaratriðum. Þeir verða að skilgreina að nýju hver þáttur ríkisins á að vera í skólarekstri, í rekstri sjúkrastofnuna og heilsgæslu og skilgreina að nýju almannatryggingar; hverjum það á að hjálpa og til hvers sú hjálp er.Það væri óráðlegt af ríkisstjórninni að lækka skatta, halda óbreyttri stefnu í ríkisrekstri og treysta á að atvinnulífið hleypi svo miklum krafti í samfélagið að tekjur ríkissjóðs haldi áfram að aukast þrátt fyrir lækkun skatta. Æði mörg íslensk fyrirtæki eru nú einkar skuldsett – og ekki síður eigendur þeirra. Það er því líklegt að fyrirtækin muni halda áfram að leita leiða til sparnaðar þrátt fyrir góðan rekstur og að búast megi við atvinna dragist saman. Þrátt fyrir miklar sviptingar í atvinnulífinu að undanförnu hefur ekki mátt merkja fjölgun starfa – jafnvel þvert á móti. Það má því vel vera að ágætur hagur margra fyrirtækja muni ekki endilega margfaldast í samfélaginu og stoppa upp í götin á ríkissjóði.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun