Viðskipti Zuckerberg tekur háðinu með stæl og hlakkar til að heimsækja „Icelandverse“ Inspired by Iceland birti myndbandsauglýsingu á Facebook í gær þar sem kynnt er til sögunnar „the Icelandverse“. Í myndbandinu fer persóna að nafni Zack Mossbergsson, yfirmaður framtíðarsýnar, meðal annars yfir það hvernig hægt er að „tengja heiminn“ án þess að vera „super weird“, eða stórskrýtinn á góðri íslensku. Viðskipti innlent 12.11.2021 06:40 Spotify kaupir hljóðbókaveitu Streymisveitan Spotify hyggst kaupa hljóðbókarveituna og dreifingarfyrirtækið Findaway. Endanlegt kaupverð liggur ekki fyrir. Viðskipti erlent 11.11.2021 23:47 Íslandsstofa auglýsir Ísland með gríni á kostnað Zuckerbergs Íslandsstofa hefur birt nýtt myndband undir auglýsingaherferðinni Inspired by Iceland þar sem stólpagrín er gert að nýjum sýndarveruleikaheimi fyrirtækisins Meta, áður Facebook. Viðskipti innlent 11.11.2021 17:49 Grái kötturinn fær ekki krónu frá borginni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Reykjavíkurborg af 18,5 milljóna skaðabótakröfu eigenda veitingastaðarins Gráa kattarins. Héraðsdómur telur að borgin beri ekki ábyrgð á þeim töfum sem urðu á framkvæmdum við Hverfisgötu árið 2019. Viðskipti innlent 11.11.2021 17:36 Arndís Ósk nýr yfirmaður verkefnastofu Borgarlínu Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds hefur verið ráðin nýr yfirmaður verkefnastofu Borgarlínu hjá Vegagerðinni. Hún með sem slíkur hafa yfirumsjón með öllum verkefnum Borgarlínu hjá Vegagerðinni. Viðskipti innlent 11.11.2021 14:16 Tveir sænskir olíuforstjórar ákærðir vegna stríðsglæpa í Súdan Sænskir saksóknarar hafa ákært tvo stjórnendur olíufyrirtækisins Lundin fyrir aðild að stríðsglæpum sem súdanski herinn framdi á árunum 1999 til 2003. Þetta er í fyrsta skipti sem stjórnendur fyrirtækja eru ákærðir fyrir slíka glæði frá því í Nuremberg-réttarhöldunum yfir nasistum og samverkamönnum þeirra. Viðskipti erlent 11.11.2021 13:29 Hægja á framleiðslu PS5 vegna skorts Forsvarsmenn Sony hafa neyðst til að taka þá ákvörðun að hægja á framleiðslu PlaystStation 5 leikjatölvunnar. Það er vegna heimslægs skorts á hálfleiðurum og vandræða við flutninga. Viðskipti erlent 11.11.2021 13:14 Nói innkallar konfekt vegna mögulegra málmagna í fyllingunni Nói Síríus hefur innkallað tvær pakkningar af Nóa Konfekti vegna mögulegra málmagna í fyllingu konfektmolanna. Um er að ræða Konfekt í lausu, 560 gr., og Konfektkassa 630 gr. Neytendur 11.11.2021 12:32 Prófuðu nýjan flugtaxa í Seoul Kerfi til að stjórna smáþyrlum sem yfirvöld í Suður-Kóreu vonast til að verði notaðar sem flugtaxar á næstu árum, var sýnt í Seoul í morgun. Ráðmenn í landinu vonast til þess að fólk verði farið að fljúga um í massavís árið 2025. Viðskipti erlent 11.11.2021 12:03 Afgreiða jólainnkaupin á einu bretti á Singles Day Einn af stóru netverslunardögum ársins er í dag, Singles Day eða Dagur einhleypra. Samstarf 11.11.2021 11:45 Íbúðaverð kunni að halda áfram að hækka hratt Greiðslubyrði húsnæðislána hefur lækkað um 27% frá árinu 2019 ef tekið er mið af lækkun vaxta og hækkun ráðstöfunartekna á tímabilinu. Hækkandi ásett verð og lítið söluframboð benda til þess að íbúðaverð kunni að halda áfram að hækka hratt næstu mánuði. Viðskipti innlent 11.11.2021 11:45 Spá mestu verðbólgu í níu ár Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,5% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða og að verðbólga fari úr 4,5% í 5,0% í nóvember. Ársverðbólga hefur ekki mælst svo mikil frá því í júní 2012. Viðskipti innlent 11.11.2021 10:55 Erik, Gunnar og Sigrún ráðin í stjórnunarstöður hjá KPMG Erik Christianson Chaillot, Gunnar Kristinn Sigurðsson og Sigrún Kristjánsdóttir hafa verið ráðin í stjórnendastöður hjá KPMG. Viðskipti innlent 11.11.2021 09:26 Mikil eftirspurn eftir íbúðum í september og fleiri íbúðir seljast á yfirverði Umsvif á fasteignamarkaði jukust lítillega í september eftir minnkun síðustu mánuði. Enn hefur dregið úr fjölda íbúða sem auglýstar eru til sölu og þá er meðalsölutími íbúða með því lægsta sem mælst hefur. Viðskipti innlent 11.11.2021 09:04 Ný heimasíða og frábær Singles Day tilboð Uppfærð heimasíða Rúmfatalagersins auðveldar jólainnkaupin. Samstarf 11.11.2021 08:50 Hvers vegna velja konur á miðjum aldri að hætta sem stjórnendur en ekki karlar? Ný íslensk rannsókn gefur til kynna að konur um miðjan aldur velji að hætta í æðstu leiðtogastörfum eftir að hafa farið í ítarlega sjálfsskoðun. Atvinnulífið þarf að huga að fjölbreyttari leiðum til að missa ekki þessar konur frá sér. Atvinnulíf 11.11.2021 07:00 Hagnaður Kviku banka sjöfaldaðist Hagnaður kviku banka sjöfaldaðist á fyrstu 9 mánuðum þessa árs. Fyrir skatta nemur hagnaður bankans tæpum 8 milljörðum króna. Til samanburðar hagnaðist Kvika um 1,3 milljarða á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 10.11.2021 22:07 Fyrirtæki Davíðs kaupir fyrirtæki Peters Jackson Hugbúnaðarfyrirtækið Unity Technologies ætlar að kaupa hluta tæknibrellufyrirtækisins WETA Digital. Leikstjórinn Peter Jackson stofnaði Weta á árum áður og fyrirtækið er hvað þekktast fyrir að hafa komið að tæknibrellunum í Lord of the Rings kvikmyndunum. Viðskipti erlent 10.11.2021 13:51 Bandaríkjamenn fjölmennasti hópur ferðamanna í október Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 103 þúsund í nýliðnum októbermánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Viðskipti innlent 10.11.2021 13:09 Ísland fær spark í rassinn vegna reglna um leigubíla Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur reglur á Íslandi um leigubílaleyfi ekki vera í samræmi við EES-samninginn. Í dag sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit vegna brota á EES-reglum um staðfesturétt á leigubifreiðamarkaðinum. Viðskipti innlent 10.11.2021 13:00 Bílaframleiðendur stefna á að taka bensínbílinn úr umferð en stórveldi sitja hjá Sex stórir bílaframleiðendur og þrjátíu ríki skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að hætta sölu á nýjum bensín- og dísilbílum fyrir árið 2040. Sum stærstu fyrirtækjanna og ríkisstjórnir Bandaríkjanna, Kína og Japan vildu ekki taka þátt. Viðskipti erlent 10.11.2021 12:52 Atvinnuleysi heldur áfram að dragast saman Skráð atvinnuleysi var 4,9% í október og lækkaði úr 5,0% í september. Alls fækkaði atvinnulausum að meðaltali um 428 sem nemur um 4,4% fækkun atvinnulausra frá septembermánuði. Atvinnuleysi mældist 5,0% í febrúar 2020 og er svipað nú og fyrir faraldurinn. Viðskipti innlent 10.11.2021 12:03 Sænsk náttúra í svefnherbergið Dorbian rúmin eru sænsk gæðaframleiðsla. Samstarf 10.11.2021 11:46 Hafni kröfum um endurskoðun á veikindarétti og vaktaálagi Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins furðar sig á tillögum nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem kalla meðal annars eftir því að misræmi milli dagvinnu og kvöld- og helgarvinnu verði jafnað út. Formaður hagsmunasamtakanna segir að fyrirtækin græði á því að bæta hag launþega. Viðskipti innlent 10.11.2021 11:18 Spá umtalsverðri hækkun verðbólgu í nóvember Greining Íslandsbanka spáir umtalsverðri hækkun ársverðbólgu og að hún mælist 5,1% í nóvember. Hún hefur ekki mælst svo mikil síðan um mitt ár 2012. Verðbólga mældist 4,5% í október en hækkandi íbúðaverð og innflutt verðbólga eru nú helstu áhrifaþættir þrálátrar verðbólgu. Viðskipti innlent 10.11.2021 10:11 Play bætir fjórum áfangastöðum við sumaráætlunina Flugfélagið Play hefur bætt fjórum áfangastöðum í Evrópu við áætlun sína - Lissabon í Portúgal, Prag í Tékklandi, Bologna á Ítalíu og Stuttgart í Þýskalandi. Viðskipti innlent 10.11.2021 10:08 1819 Torgið - lúxus upplifun í afsláttum Vaktaðu afslætti nálægt þér með 1819 Torginu Samstarf 10.11.2021 08:50 Myndir frá mögnuðu fótboltamóti: Aðeins 1% af öllu fjármagni íþrótta rennur til kvenna „Það er magnað að fá innsýn í upplifun kvenna af fótbolta í ólíkum löndum,“ segir Andrea Gunnarsdóttir formaður Félags ungra athafnakvenna, UAK eftir að úrslit Global Goals World Cup (GGWCUP) voru kynnt í gær. Liðið Leaf Mark frá Jórdaníu stóð uppi sem sigurvegarar. Atvinnulíf 10.11.2021 07:00 Útspil Play í Litháen grafi undan íslenskri hátæknistétt Alþýðusambandið fordæmir flugfélagið Play fyrir að opna starfsstöð í Litháen og Félag tæknifólks segir það hræðilega þróun að íslensk fyrirtæki opni starfsstöðvar erlendis til að ráða til sín ódýrara vinnuafl í hátæknistörf. Það grafi undan þróun stéttarinnar á Íslandi. Viðskipti innlent 9.11.2021 21:01 Eimskip hagnast um 5,6 milljarða við krefjandi aðstæður Hagnaður Eimskips nam 36,9 milljónum evra, eða um 5,6 milljörðum króna, á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 3,7 milljónir evra fyrir sama tímabil í fyrra. Þar af hagnaðist félagið um 20,7 milljónir evra á þriðja ársfjórungi 2021, eða um 3,12 milljarða íslenskra króna. Viðskipti innlent 9.11.2021 16:42 « ‹ 215 216 217 218 219 220 221 222 223 … 334 ›
Zuckerberg tekur háðinu með stæl og hlakkar til að heimsækja „Icelandverse“ Inspired by Iceland birti myndbandsauglýsingu á Facebook í gær þar sem kynnt er til sögunnar „the Icelandverse“. Í myndbandinu fer persóna að nafni Zack Mossbergsson, yfirmaður framtíðarsýnar, meðal annars yfir það hvernig hægt er að „tengja heiminn“ án þess að vera „super weird“, eða stórskrýtinn á góðri íslensku. Viðskipti innlent 12.11.2021 06:40
Spotify kaupir hljóðbókaveitu Streymisveitan Spotify hyggst kaupa hljóðbókarveituna og dreifingarfyrirtækið Findaway. Endanlegt kaupverð liggur ekki fyrir. Viðskipti erlent 11.11.2021 23:47
Íslandsstofa auglýsir Ísland með gríni á kostnað Zuckerbergs Íslandsstofa hefur birt nýtt myndband undir auglýsingaherferðinni Inspired by Iceland þar sem stólpagrín er gert að nýjum sýndarveruleikaheimi fyrirtækisins Meta, áður Facebook. Viðskipti innlent 11.11.2021 17:49
Grái kötturinn fær ekki krónu frá borginni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Reykjavíkurborg af 18,5 milljóna skaðabótakröfu eigenda veitingastaðarins Gráa kattarins. Héraðsdómur telur að borgin beri ekki ábyrgð á þeim töfum sem urðu á framkvæmdum við Hverfisgötu árið 2019. Viðskipti innlent 11.11.2021 17:36
Arndís Ósk nýr yfirmaður verkefnastofu Borgarlínu Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds hefur verið ráðin nýr yfirmaður verkefnastofu Borgarlínu hjá Vegagerðinni. Hún með sem slíkur hafa yfirumsjón með öllum verkefnum Borgarlínu hjá Vegagerðinni. Viðskipti innlent 11.11.2021 14:16
Tveir sænskir olíuforstjórar ákærðir vegna stríðsglæpa í Súdan Sænskir saksóknarar hafa ákært tvo stjórnendur olíufyrirtækisins Lundin fyrir aðild að stríðsglæpum sem súdanski herinn framdi á árunum 1999 til 2003. Þetta er í fyrsta skipti sem stjórnendur fyrirtækja eru ákærðir fyrir slíka glæði frá því í Nuremberg-réttarhöldunum yfir nasistum og samverkamönnum þeirra. Viðskipti erlent 11.11.2021 13:29
Hægja á framleiðslu PS5 vegna skorts Forsvarsmenn Sony hafa neyðst til að taka þá ákvörðun að hægja á framleiðslu PlaystStation 5 leikjatölvunnar. Það er vegna heimslægs skorts á hálfleiðurum og vandræða við flutninga. Viðskipti erlent 11.11.2021 13:14
Nói innkallar konfekt vegna mögulegra málmagna í fyllingunni Nói Síríus hefur innkallað tvær pakkningar af Nóa Konfekti vegna mögulegra málmagna í fyllingu konfektmolanna. Um er að ræða Konfekt í lausu, 560 gr., og Konfektkassa 630 gr. Neytendur 11.11.2021 12:32
Prófuðu nýjan flugtaxa í Seoul Kerfi til að stjórna smáþyrlum sem yfirvöld í Suður-Kóreu vonast til að verði notaðar sem flugtaxar á næstu árum, var sýnt í Seoul í morgun. Ráðmenn í landinu vonast til þess að fólk verði farið að fljúga um í massavís árið 2025. Viðskipti erlent 11.11.2021 12:03
Afgreiða jólainnkaupin á einu bretti á Singles Day Einn af stóru netverslunardögum ársins er í dag, Singles Day eða Dagur einhleypra. Samstarf 11.11.2021 11:45
Íbúðaverð kunni að halda áfram að hækka hratt Greiðslubyrði húsnæðislána hefur lækkað um 27% frá árinu 2019 ef tekið er mið af lækkun vaxta og hækkun ráðstöfunartekna á tímabilinu. Hækkandi ásett verð og lítið söluframboð benda til þess að íbúðaverð kunni að halda áfram að hækka hratt næstu mánuði. Viðskipti innlent 11.11.2021 11:45
Spá mestu verðbólgu í níu ár Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,5% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða og að verðbólga fari úr 4,5% í 5,0% í nóvember. Ársverðbólga hefur ekki mælst svo mikil frá því í júní 2012. Viðskipti innlent 11.11.2021 10:55
Erik, Gunnar og Sigrún ráðin í stjórnunarstöður hjá KPMG Erik Christianson Chaillot, Gunnar Kristinn Sigurðsson og Sigrún Kristjánsdóttir hafa verið ráðin í stjórnendastöður hjá KPMG. Viðskipti innlent 11.11.2021 09:26
Mikil eftirspurn eftir íbúðum í september og fleiri íbúðir seljast á yfirverði Umsvif á fasteignamarkaði jukust lítillega í september eftir minnkun síðustu mánuði. Enn hefur dregið úr fjölda íbúða sem auglýstar eru til sölu og þá er meðalsölutími íbúða með því lægsta sem mælst hefur. Viðskipti innlent 11.11.2021 09:04
Ný heimasíða og frábær Singles Day tilboð Uppfærð heimasíða Rúmfatalagersins auðveldar jólainnkaupin. Samstarf 11.11.2021 08:50
Hvers vegna velja konur á miðjum aldri að hætta sem stjórnendur en ekki karlar? Ný íslensk rannsókn gefur til kynna að konur um miðjan aldur velji að hætta í æðstu leiðtogastörfum eftir að hafa farið í ítarlega sjálfsskoðun. Atvinnulífið þarf að huga að fjölbreyttari leiðum til að missa ekki þessar konur frá sér. Atvinnulíf 11.11.2021 07:00
Hagnaður Kviku banka sjöfaldaðist Hagnaður kviku banka sjöfaldaðist á fyrstu 9 mánuðum þessa árs. Fyrir skatta nemur hagnaður bankans tæpum 8 milljörðum króna. Til samanburðar hagnaðist Kvika um 1,3 milljarða á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 10.11.2021 22:07
Fyrirtæki Davíðs kaupir fyrirtæki Peters Jackson Hugbúnaðarfyrirtækið Unity Technologies ætlar að kaupa hluta tæknibrellufyrirtækisins WETA Digital. Leikstjórinn Peter Jackson stofnaði Weta á árum áður og fyrirtækið er hvað þekktast fyrir að hafa komið að tæknibrellunum í Lord of the Rings kvikmyndunum. Viðskipti erlent 10.11.2021 13:51
Bandaríkjamenn fjölmennasti hópur ferðamanna í október Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 103 þúsund í nýliðnum októbermánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Viðskipti innlent 10.11.2021 13:09
Ísland fær spark í rassinn vegna reglna um leigubíla Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur reglur á Íslandi um leigubílaleyfi ekki vera í samræmi við EES-samninginn. Í dag sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit vegna brota á EES-reglum um staðfesturétt á leigubifreiðamarkaðinum. Viðskipti innlent 10.11.2021 13:00
Bílaframleiðendur stefna á að taka bensínbílinn úr umferð en stórveldi sitja hjá Sex stórir bílaframleiðendur og þrjátíu ríki skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að hætta sölu á nýjum bensín- og dísilbílum fyrir árið 2040. Sum stærstu fyrirtækjanna og ríkisstjórnir Bandaríkjanna, Kína og Japan vildu ekki taka þátt. Viðskipti erlent 10.11.2021 12:52
Atvinnuleysi heldur áfram að dragast saman Skráð atvinnuleysi var 4,9% í október og lækkaði úr 5,0% í september. Alls fækkaði atvinnulausum að meðaltali um 428 sem nemur um 4,4% fækkun atvinnulausra frá septembermánuði. Atvinnuleysi mældist 5,0% í febrúar 2020 og er svipað nú og fyrir faraldurinn. Viðskipti innlent 10.11.2021 12:03
Hafni kröfum um endurskoðun á veikindarétti og vaktaálagi Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins furðar sig á tillögum nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem kalla meðal annars eftir því að misræmi milli dagvinnu og kvöld- og helgarvinnu verði jafnað út. Formaður hagsmunasamtakanna segir að fyrirtækin græði á því að bæta hag launþega. Viðskipti innlent 10.11.2021 11:18
Spá umtalsverðri hækkun verðbólgu í nóvember Greining Íslandsbanka spáir umtalsverðri hækkun ársverðbólgu og að hún mælist 5,1% í nóvember. Hún hefur ekki mælst svo mikil síðan um mitt ár 2012. Verðbólga mældist 4,5% í október en hækkandi íbúðaverð og innflutt verðbólga eru nú helstu áhrifaþættir þrálátrar verðbólgu. Viðskipti innlent 10.11.2021 10:11
Play bætir fjórum áfangastöðum við sumaráætlunina Flugfélagið Play hefur bætt fjórum áfangastöðum í Evrópu við áætlun sína - Lissabon í Portúgal, Prag í Tékklandi, Bologna á Ítalíu og Stuttgart í Þýskalandi. Viðskipti innlent 10.11.2021 10:08
1819 Torgið - lúxus upplifun í afsláttum Vaktaðu afslætti nálægt þér með 1819 Torginu Samstarf 10.11.2021 08:50
Myndir frá mögnuðu fótboltamóti: Aðeins 1% af öllu fjármagni íþrótta rennur til kvenna „Það er magnað að fá innsýn í upplifun kvenna af fótbolta í ólíkum löndum,“ segir Andrea Gunnarsdóttir formaður Félags ungra athafnakvenna, UAK eftir að úrslit Global Goals World Cup (GGWCUP) voru kynnt í gær. Liðið Leaf Mark frá Jórdaníu stóð uppi sem sigurvegarar. Atvinnulíf 10.11.2021 07:00
Útspil Play í Litháen grafi undan íslenskri hátæknistétt Alþýðusambandið fordæmir flugfélagið Play fyrir að opna starfsstöð í Litháen og Félag tæknifólks segir það hræðilega þróun að íslensk fyrirtæki opni starfsstöðvar erlendis til að ráða til sín ódýrara vinnuafl í hátæknistörf. Það grafi undan þróun stéttarinnar á Íslandi. Viðskipti innlent 9.11.2021 21:01
Eimskip hagnast um 5,6 milljarða við krefjandi aðstæður Hagnaður Eimskips nam 36,9 milljónum evra, eða um 5,6 milljörðum króna, á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 3,7 milljónir evra fyrir sama tímabil í fyrra. Þar af hagnaðist félagið um 20,7 milljónir evra á þriðja ársfjórungi 2021, eða um 3,12 milljarða íslenskra króna. Viðskipti innlent 9.11.2021 16:42