Breytist í áskriftarvef eftir ráðleggingar frá Facebook Máni Snær Þorláksson skrifar 28. febrúar 2023 20:55 Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhorns, ásamt starfsfólki á ritstjórn; f.v Díana, Steinunn, Gunnlaug Birta, Guðbjörg, Valdimar og Guðrún. Aðsend Skessuhorn.is, vefsíða vesturlenska fjölmiðilsins, er búin að breytast í áskriftarvef. Ritstjóri miðilsins segir að breytingin sé búin að vera lengi í pípunum. Ákvörðunin var tekin eftir ráðleggingar frá Facebook. „Þetta á sér langa forsögu,“ segir Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhorns, í samtali við fréttastofu. Magnús segir að um tvö ár séu liðin síðan miðillinn tók þátt í viðskiptahraðli á vegum Facebook, nú Meta. Þar voru samankomnir um fimmtán fjölmiðlar frá Norðurlöndunum. Skessuhorn var eini íslenski miðillinn sem fékk að taka þátt að sögn Magnúsar. „Í rauninni var Facebook að kenna okkur það að ef við ætluðum að lifa þá yrðum við að gera þetta á meðan við gætum, koma vefnum í áskrift,“ segir hann. „Þetta var eiginlega námskeið í tæpt hálft ár þar sem boðskapur Facebook var í rauninni bara að hvetja fjölmiðla til þess að fara þessa leið. Vegna þess að þeir náttúrulega vissu upp á sig skömmina, þeir voru búnir að ná helmingnum af auglýsingatekjum fjölmiðla til sín. En Facebook veit að ef það á að vera til áfram þá þarf að vera hægt að deila fréttum sem eru ritstýrðar og hafa sannleiksgildi.“ Lifa ekki á stopulum auglýsingatekjum Það hefur ekki tíðkast jafn mikið hér á landi og hið ytra að loka vefmiðlum fyrir áskrifendur. Slíkir vefir hafa þó orðið algengari á síðustu árum. „Ísland er einhverra hluta vegna mikill eftirbátur í þessu,“ segir Magnús sem fullyrðir að í löndunum í kringum okkur séu áskriftarvefir algengari. „Stundin reið á vaðið fyrir einhverjum sex árum síðan og hefur gengið ágætlega að afla áskrifenda. En það eru ekkert mikið fleiri, við erum örugglega fyrsti héraðsfréttamiðillinn sem gerir þetta allavega.“ Magnús segir að ekki sé hægt að reka fjölmiðil eins og Skessuhorn á auglýsingatekjunum einum. Hann segir að það hefði verið hægt að reka miðilinn áfram í einhver ár en að það myndi ekki ganga til frambúðar. Engin aukin tækifæri séu í prentmiðlum og því hafi verið ákveðið að leita á önnur mið. „Fjölmiðill eins og þessi hjá okkur og fjölmiðlar almennt, þeir lifa ekkert á stopulum auglýsingatekjum. Eins og þetta hefur verið í 25 ár núna þá höfum við selt áskrift að blaði en haldið opnum vef. Nú er bara meiri samhljómur þarna á milli þannig báðir hafa sínar tekjur.“ Fjölmiðlar Facebook Meta Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Þetta á sér langa forsögu,“ segir Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhorns, í samtali við fréttastofu. Magnús segir að um tvö ár séu liðin síðan miðillinn tók þátt í viðskiptahraðli á vegum Facebook, nú Meta. Þar voru samankomnir um fimmtán fjölmiðlar frá Norðurlöndunum. Skessuhorn var eini íslenski miðillinn sem fékk að taka þátt að sögn Magnúsar. „Í rauninni var Facebook að kenna okkur það að ef við ætluðum að lifa þá yrðum við að gera þetta á meðan við gætum, koma vefnum í áskrift,“ segir hann. „Þetta var eiginlega námskeið í tæpt hálft ár þar sem boðskapur Facebook var í rauninni bara að hvetja fjölmiðla til þess að fara þessa leið. Vegna þess að þeir náttúrulega vissu upp á sig skömmina, þeir voru búnir að ná helmingnum af auglýsingatekjum fjölmiðla til sín. En Facebook veit að ef það á að vera til áfram þá þarf að vera hægt að deila fréttum sem eru ritstýrðar og hafa sannleiksgildi.“ Lifa ekki á stopulum auglýsingatekjum Það hefur ekki tíðkast jafn mikið hér á landi og hið ytra að loka vefmiðlum fyrir áskrifendur. Slíkir vefir hafa þó orðið algengari á síðustu árum. „Ísland er einhverra hluta vegna mikill eftirbátur í þessu,“ segir Magnús sem fullyrðir að í löndunum í kringum okkur séu áskriftarvefir algengari. „Stundin reið á vaðið fyrir einhverjum sex árum síðan og hefur gengið ágætlega að afla áskrifenda. En það eru ekkert mikið fleiri, við erum örugglega fyrsti héraðsfréttamiðillinn sem gerir þetta allavega.“ Magnús segir að ekki sé hægt að reka fjölmiðil eins og Skessuhorn á auglýsingatekjunum einum. Hann segir að það hefði verið hægt að reka miðilinn áfram í einhver ár en að það myndi ekki ganga til frambúðar. Engin aukin tækifæri séu í prentmiðlum og því hafi verið ákveðið að leita á önnur mið. „Fjölmiðill eins og þessi hjá okkur og fjölmiðlar almennt, þeir lifa ekkert á stopulum auglýsingatekjum. Eins og þetta hefur verið í 25 ár núna þá höfum við selt áskrift að blaði en haldið opnum vef. Nú er bara meiri samhljómur þarna á milli þannig báðir hafa sínar tekjur.“
Fjölmiðlar Facebook Meta Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira