Viðskipti Grindr fær risasekt í Noregi Norska persónuverndarstofnunin Datatilsynet hefur sektað eigendur stefnumótusmáforritsins Grindr um 65 milljónir norskra króna, tæplega milljarð íslenskra króna Um er að ræða hæstu sekt sem stofnunin hefur beitt til þessa. Viðskipti erlent 15.12.2021 15:33 Jogginggallinn jólagjöf ársins Jogginggallinn er jólagjöf ársins 2021 að mati Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV). Miðað var við að gjöfin væri vara sem selst vel, væri vinsæl meðal neytenda og falli vel að tíðarandanum. Viðskipti innlent 15.12.2021 15:31 Spá mikilli fjölgun í fjármálageiranum og mikilli fækkun bænda og sjómanna Ný spá Hagstofunnar gerir ráð að starfsfólki muni fjölga mest innan fjármála- og vátryggingastarfsemi hér á landi fram til ársins 2035. Á sama tíma muni starfsfólki í landbúnaði og í fiskveiðum fækka verulega. Viðskipti innlent 15.12.2021 11:45 Tíu bestu löndin fyrir giggara að búa Giggarastörf er sú tegund starfa sem fjölgar hvað hraðast í heiminum í dag, nánast á ógnarhraða. Giggarastörf eru þó misþekkt eftir löndum. Til dæmis er umræðan um giggarastörf á Íslandi frekar ný á nálinni. Atvinnulíf 15.12.2021 07:00 Verslunarveldi sem endaði með gjaldþroti upp á milljarð Skiptum er lokið í þrotabúi Arctic Shopping ehf. og Geysir Shops ehf. en félögin ráku verslanir undir merkjum Geysis. Lýstar kröfur í þrotabú Arctic Shopping námu 724 milljónum króna og 388 milljónum í tilfelli Geysis Shops. Viðskipti innlent 14.12.2021 16:36 Framkvæmdastjóraskipti og skipulagsbreytingar hjá Slippnum Páll Kristjánsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Slippsins á Akureyri og tekur við starfinu um áramótin. Páll hefur stýrt framleiðslusviði félagsins og tekur við starfinu af Eiríki S. Jóhannssyni sem hefur verið framkvæmdastjóri í sex og hálft ár. Viðskipti innlent 14.12.2021 15:11 Íslendingar óðir í raf- og heimilistæki í nóvember Netverslun Íslendinga jókst um 112,5% milli október og nóvember. Sá síðarnefndi hefur á seinustu árum orðið að stærsta netverslunarmánuði ársins með tilkomu tilboðsdaga á borð við dag einhleypra, svartan föstudag og netmánudag. Þrátt fyrir mikla aukningu nær veltan þó ekki sömu hæðum og í nóvember í fyrra. Viðskipti innlent 14.12.2021 14:36 Hagnaður af sölu óvirku innviðanna 6,5 milljarðar króna Uppgjör Sýnar hf og bandaríska framtaksfjárfestingafélagsins DigitalBridge Group Inc., áður Colony Capital Inc., í tengslum við sölu á óvirkum farsímainnviðum félagsins fór fram í dag. Viðskipti innlent 14.12.2021 14:14 Tilnefndu bestu vörumerki ársins 24 fyrirtæki eru tilnefnd til markaðsverðlaunanna Bestu íslensku vörumerkin árið 2021. Vörumerkin eru tilnefnd í fjórum mismunandi flokkum og eru verðlaunin veitt af vörumerkjastofunni brandr annað árið í röð. Viðskipti innlent 14.12.2021 13:06 Staða kvenna í orkumálum styrkist og þær með ákvörðunarvald í 36 prósent tilfella Staða kvenna í orkumgeiranum á Íslandi hefur styrkst töluvert á undanförnum árum samkvæmt nýrri skýrslu. Ákvörðunarvald liggur nú hjá konum í 36 prósent tilfella. Formaður félags Kvenna í orkumálum segist ánægð með niðurstöðurnar en þó séu enn tækifæri til að sækja fram. Viðskipti innlent 14.12.2021 13:01 Vilja bjarga stærðfræðikunnáttu íslenskra barna með tölvuleik Sprotafyrirtækið Evolytes hefur lokið 70 milljóna króna hlutafjáraukningu, sem leidd var af Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins. Viðskipti innlent 14.12.2021 11:44 Tekur við starfi markaðsstjóra Treble Technologies Kristján Einarsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri tæknifyrirtækisins Treble Technologies sem þróar hugbúnað á sviði hljóðhermunar. Viðskipti innlent 14.12.2021 09:16 Ice Fish Farm kaupir allt hlutafé í Löxum Meirihlutaeigendur ICE Fish Farm og Laxa skrifuðu undir samkomulag um mögulega sameiningu félaganna eftir lokun markaða í dag. ICE Fish Farm mun kaupa öll hlutabréf í Löxum og borga fyrir með hlutabréfum í ICE Fish Farm í kjölfar samþykkis aðalfunda félaganna. Viðskipti innlent 13.12.2021 20:40 Loðnutekjur af Íslandsmiðum redda grænlenskum flugvelli Væntanlegur loðnugróði Grænlendinga af Íslandsmiðum veldur því að íbúar stærsta bæjar Suður-Grænlands fá loksins nýjan flugvöll. Þar var tíðindunum fagnað með söng og flugeldasýningu á dögunum. Viðskipti innlent 13.12.2021 20:40 Gróa Björg hættir hjá Skeljungi Gróa Björg Baldvinsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnarhátta og gæðamála hjá Skeljungi, hefur sagt starfi sínu lausu. Viðskipti innlent 13.12.2021 20:22 Jóla-Tuborg í gleri innkallaður vegna glerbrots sem fannst Ölgerðin hefur ákveðið að innkalla Tuborg Julebryg í 330 ml glerflöskum vegna tilkynningar um að glerbrot hafi fundist í slíkri flösku. Neytendur 13.12.2021 17:26 „Það má í rauninni segja að teningunum hafi verið kastað í þessu máli“ Þremur bönkum hefur nú verið stefnt í Vaxtamálinu svokallaða en Neytendasamtökin telja lán bankanna með breytilegum vöxtum ekki standast lög. Formaður Neytendasamtakanna segir málið það langumfangsmesta sem þau hafa tekið sér fyrir hendur en rúmlega 1500 manns hafa leitað til samtakanna. Viðskipti innlent 13.12.2021 13:01 Hvítölið og hefðbundið Jólaöl og appelsín snúa aftur næstu jól Nokkrar umræður hafa skapast á samfélagsmiðlum vegna ákvörðunar Ölgerðarinnar að hætta framleiðslu á Hvítöli en nú geta menn tekið gleði sína á ný þar sem fyrirtækið hefur ákveðið að bjóða bæði upp á Hvítöl og hefðbundið Jólaöl og appelsín á næsta ári. Neytendur 13.12.2021 12:36 Ráðherra meðal þeirra sem þáðu boð á nýjan bar Hrefnu Sætran Hrefna Rósa Sætran hefur opnað nýjan bar í hjarta Reykjavíkur. Barinn ber nafnið Uppi bar og er staðsettur fyrir ofan Fiskmarkaðinn, veitingastaðinn sem hún rekur, í Aðalstræti 12. Gengið er inn vinstra megin við húsið og eina hæð upp. Viðskipti innlent 13.12.2021 11:50 Sundkappi tekur við stöðu rekstrarstjóra hjá Gæðabakstri Kristján Jóhannesson hefur verið ráðinn rekstrarstjóri hjá Gæðabakstri. Viðskipti innlent 13.12.2021 09:12 Aldrei fleiri íbúðir í fjölbýli selst yfir ásettu verði Tæplega 38 prósent þeirra íbúða í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu sem seldust í október, seldust yfir ásettu verði og hetur hlutfallið aldrei mælst jafn hátt áður. Þá var meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu í október tæplega 37 dagar og hefur sölutíminn aldrei mælst styttri. Viðskipti innlent 13.12.2021 07:23 Karlarnir kvörtuðu en vilja helst vera með konunum en ekki einir „Ísfirðingar hafa haldið skíðagöngunámskeið í yfir tuttugu ár en fyrir tæpum tíu árum fórum við að bjóða upp á kvennahelgar sem slógu svo rækilega í gegn,“ segir Hólmfríður Vala Svavarsdóttir eigandi hótels Ísafjarðar. Atvinnulíf 13.12.2021 07:01 Orkustjórar í ritdeilu um raforkuskort Stjórnendur tveggja stærstu orkufyrirtækja landsins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, eru komnir í opinbera ritdeilu á Vísi um raforkuskort í landinu. Þetta eru þeir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun. Bæði fyrirtækin eru alfarið í opinberri eigu; Landsvirkjun í eigu ríkisins en Orkuveitan að mestu í eigu Reykjavíkurborgar. Viðskipti innlent 11.12.2021 14:28 Ekkert elsku mamma þegar snjóar í Bláfjöllum Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans vaknar snemma, kúrir þó lengur um helgar nema þegar snjóar vel í Bláfjöllum. Lilja á enn öll jólakort með myndum sem hún hefur fengið en árlegt jólakraftaverk í vinnunni er að klára þriggja ára áætlun fyrir bankann. Atvinnulíf 11.12.2021 10:00 Hagnaður móðurfélags Rúmfatalagersins tæpir tveir milljarðar króna Samkvæmt ársreikningi Lagersins Iceland ehf. var rekstrarhagnaður félagsins 1.851 milljón króna árið 2021. Félagið rekur meðal annars Rúmfatalagerinn og Ilvu. Viðskipti innlent 10.12.2021 19:00 Fékk ekki að miða tekjutapið í ræktinni við fyrstu vikuna í faraldrinum Yfirskattanefnd hefur hafnað kröfu rekstraraðila heilsuræktarstöðvar, sem loka þurfti í upphafi heimsfaraldursins, um að við mat tekjufallsstyrkjum skyldi miða við tekjur félagsins við einnar viku tímabil, í stað mánaðanna fyrir lokun líkt og almennt var miðað við. Viðskipti innlent 10.12.2021 15:00 Atvinnuleysi stendur í stað Skráð atvinnuleysi mældist 4,9% í nóvember og var óbreytt frá því í október. Alls fækkaði atvinnulausum að meðaltali um 78 frá októbermánuði. Viðskipti innlent 10.12.2021 12:07 Spá 1,3 milljón ferðamanna á næsta ári Erlendir ferðamenn voru ríflega 75 þúsund í nóvember sem er svipaður fjöldi og fyrir sex árum en tuttuguföldun miðað við síðasta ár. Sem fyrr eru Bandaríkjamenn fjölmennastir en Bretar og fólk frá vesturhluta meginlands Evrópu sækir í sig veðrið. Ferðafólk hingað til lands verður líklega nærri 700 þúsundum í ár en sá fjöldi gæti tvöfaldast á næsta ári. Viðskipti innlent 10.12.2021 11:11 Tekur við markaðsmálunum hjá Origo Lóa Bára Magnúsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Origo. Viðskipti innlent 10.12.2021 09:04 Fimm nauðsynlegar spurningar í desember Á mörgum vinnustöðum er álagið mikið í desember og á sumum stöðum hefur verið viðvarandi álag alltof lengi vegna Covid. En gleymum okkur ekki í streitu og álagi… Atvinnulíf 10.12.2021 07:01 « ‹ 208 209 210 211 212 213 214 215 216 … 334 ›
Grindr fær risasekt í Noregi Norska persónuverndarstofnunin Datatilsynet hefur sektað eigendur stefnumótusmáforritsins Grindr um 65 milljónir norskra króna, tæplega milljarð íslenskra króna Um er að ræða hæstu sekt sem stofnunin hefur beitt til þessa. Viðskipti erlent 15.12.2021 15:33
Jogginggallinn jólagjöf ársins Jogginggallinn er jólagjöf ársins 2021 að mati Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV). Miðað var við að gjöfin væri vara sem selst vel, væri vinsæl meðal neytenda og falli vel að tíðarandanum. Viðskipti innlent 15.12.2021 15:31
Spá mikilli fjölgun í fjármálageiranum og mikilli fækkun bænda og sjómanna Ný spá Hagstofunnar gerir ráð að starfsfólki muni fjölga mest innan fjármála- og vátryggingastarfsemi hér á landi fram til ársins 2035. Á sama tíma muni starfsfólki í landbúnaði og í fiskveiðum fækka verulega. Viðskipti innlent 15.12.2021 11:45
Tíu bestu löndin fyrir giggara að búa Giggarastörf er sú tegund starfa sem fjölgar hvað hraðast í heiminum í dag, nánast á ógnarhraða. Giggarastörf eru þó misþekkt eftir löndum. Til dæmis er umræðan um giggarastörf á Íslandi frekar ný á nálinni. Atvinnulíf 15.12.2021 07:00
Verslunarveldi sem endaði með gjaldþroti upp á milljarð Skiptum er lokið í þrotabúi Arctic Shopping ehf. og Geysir Shops ehf. en félögin ráku verslanir undir merkjum Geysis. Lýstar kröfur í þrotabú Arctic Shopping námu 724 milljónum króna og 388 milljónum í tilfelli Geysis Shops. Viðskipti innlent 14.12.2021 16:36
Framkvæmdastjóraskipti og skipulagsbreytingar hjá Slippnum Páll Kristjánsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Slippsins á Akureyri og tekur við starfinu um áramótin. Páll hefur stýrt framleiðslusviði félagsins og tekur við starfinu af Eiríki S. Jóhannssyni sem hefur verið framkvæmdastjóri í sex og hálft ár. Viðskipti innlent 14.12.2021 15:11
Íslendingar óðir í raf- og heimilistæki í nóvember Netverslun Íslendinga jókst um 112,5% milli október og nóvember. Sá síðarnefndi hefur á seinustu árum orðið að stærsta netverslunarmánuði ársins með tilkomu tilboðsdaga á borð við dag einhleypra, svartan föstudag og netmánudag. Þrátt fyrir mikla aukningu nær veltan þó ekki sömu hæðum og í nóvember í fyrra. Viðskipti innlent 14.12.2021 14:36
Hagnaður af sölu óvirku innviðanna 6,5 milljarðar króna Uppgjör Sýnar hf og bandaríska framtaksfjárfestingafélagsins DigitalBridge Group Inc., áður Colony Capital Inc., í tengslum við sölu á óvirkum farsímainnviðum félagsins fór fram í dag. Viðskipti innlent 14.12.2021 14:14
Tilnefndu bestu vörumerki ársins 24 fyrirtæki eru tilnefnd til markaðsverðlaunanna Bestu íslensku vörumerkin árið 2021. Vörumerkin eru tilnefnd í fjórum mismunandi flokkum og eru verðlaunin veitt af vörumerkjastofunni brandr annað árið í röð. Viðskipti innlent 14.12.2021 13:06
Staða kvenna í orkumálum styrkist og þær með ákvörðunarvald í 36 prósent tilfella Staða kvenna í orkumgeiranum á Íslandi hefur styrkst töluvert á undanförnum árum samkvæmt nýrri skýrslu. Ákvörðunarvald liggur nú hjá konum í 36 prósent tilfella. Formaður félags Kvenna í orkumálum segist ánægð með niðurstöðurnar en þó séu enn tækifæri til að sækja fram. Viðskipti innlent 14.12.2021 13:01
Vilja bjarga stærðfræðikunnáttu íslenskra barna með tölvuleik Sprotafyrirtækið Evolytes hefur lokið 70 milljóna króna hlutafjáraukningu, sem leidd var af Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins. Viðskipti innlent 14.12.2021 11:44
Tekur við starfi markaðsstjóra Treble Technologies Kristján Einarsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri tæknifyrirtækisins Treble Technologies sem þróar hugbúnað á sviði hljóðhermunar. Viðskipti innlent 14.12.2021 09:16
Ice Fish Farm kaupir allt hlutafé í Löxum Meirihlutaeigendur ICE Fish Farm og Laxa skrifuðu undir samkomulag um mögulega sameiningu félaganna eftir lokun markaða í dag. ICE Fish Farm mun kaupa öll hlutabréf í Löxum og borga fyrir með hlutabréfum í ICE Fish Farm í kjölfar samþykkis aðalfunda félaganna. Viðskipti innlent 13.12.2021 20:40
Loðnutekjur af Íslandsmiðum redda grænlenskum flugvelli Væntanlegur loðnugróði Grænlendinga af Íslandsmiðum veldur því að íbúar stærsta bæjar Suður-Grænlands fá loksins nýjan flugvöll. Þar var tíðindunum fagnað með söng og flugeldasýningu á dögunum. Viðskipti innlent 13.12.2021 20:40
Gróa Björg hættir hjá Skeljungi Gróa Björg Baldvinsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnarhátta og gæðamála hjá Skeljungi, hefur sagt starfi sínu lausu. Viðskipti innlent 13.12.2021 20:22
Jóla-Tuborg í gleri innkallaður vegna glerbrots sem fannst Ölgerðin hefur ákveðið að innkalla Tuborg Julebryg í 330 ml glerflöskum vegna tilkynningar um að glerbrot hafi fundist í slíkri flösku. Neytendur 13.12.2021 17:26
„Það má í rauninni segja að teningunum hafi verið kastað í þessu máli“ Þremur bönkum hefur nú verið stefnt í Vaxtamálinu svokallaða en Neytendasamtökin telja lán bankanna með breytilegum vöxtum ekki standast lög. Formaður Neytendasamtakanna segir málið það langumfangsmesta sem þau hafa tekið sér fyrir hendur en rúmlega 1500 manns hafa leitað til samtakanna. Viðskipti innlent 13.12.2021 13:01
Hvítölið og hefðbundið Jólaöl og appelsín snúa aftur næstu jól Nokkrar umræður hafa skapast á samfélagsmiðlum vegna ákvörðunar Ölgerðarinnar að hætta framleiðslu á Hvítöli en nú geta menn tekið gleði sína á ný þar sem fyrirtækið hefur ákveðið að bjóða bæði upp á Hvítöl og hefðbundið Jólaöl og appelsín á næsta ári. Neytendur 13.12.2021 12:36
Ráðherra meðal þeirra sem þáðu boð á nýjan bar Hrefnu Sætran Hrefna Rósa Sætran hefur opnað nýjan bar í hjarta Reykjavíkur. Barinn ber nafnið Uppi bar og er staðsettur fyrir ofan Fiskmarkaðinn, veitingastaðinn sem hún rekur, í Aðalstræti 12. Gengið er inn vinstra megin við húsið og eina hæð upp. Viðskipti innlent 13.12.2021 11:50
Sundkappi tekur við stöðu rekstrarstjóra hjá Gæðabakstri Kristján Jóhannesson hefur verið ráðinn rekstrarstjóri hjá Gæðabakstri. Viðskipti innlent 13.12.2021 09:12
Aldrei fleiri íbúðir í fjölbýli selst yfir ásettu verði Tæplega 38 prósent þeirra íbúða í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu sem seldust í október, seldust yfir ásettu verði og hetur hlutfallið aldrei mælst jafn hátt áður. Þá var meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu í október tæplega 37 dagar og hefur sölutíminn aldrei mælst styttri. Viðskipti innlent 13.12.2021 07:23
Karlarnir kvörtuðu en vilja helst vera með konunum en ekki einir „Ísfirðingar hafa haldið skíðagöngunámskeið í yfir tuttugu ár en fyrir tæpum tíu árum fórum við að bjóða upp á kvennahelgar sem slógu svo rækilega í gegn,“ segir Hólmfríður Vala Svavarsdóttir eigandi hótels Ísafjarðar. Atvinnulíf 13.12.2021 07:01
Orkustjórar í ritdeilu um raforkuskort Stjórnendur tveggja stærstu orkufyrirtækja landsins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, eru komnir í opinbera ritdeilu á Vísi um raforkuskort í landinu. Þetta eru þeir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun. Bæði fyrirtækin eru alfarið í opinberri eigu; Landsvirkjun í eigu ríkisins en Orkuveitan að mestu í eigu Reykjavíkurborgar. Viðskipti innlent 11.12.2021 14:28
Ekkert elsku mamma þegar snjóar í Bláfjöllum Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans vaknar snemma, kúrir þó lengur um helgar nema þegar snjóar vel í Bláfjöllum. Lilja á enn öll jólakort með myndum sem hún hefur fengið en árlegt jólakraftaverk í vinnunni er að klára þriggja ára áætlun fyrir bankann. Atvinnulíf 11.12.2021 10:00
Hagnaður móðurfélags Rúmfatalagersins tæpir tveir milljarðar króna Samkvæmt ársreikningi Lagersins Iceland ehf. var rekstrarhagnaður félagsins 1.851 milljón króna árið 2021. Félagið rekur meðal annars Rúmfatalagerinn og Ilvu. Viðskipti innlent 10.12.2021 19:00
Fékk ekki að miða tekjutapið í ræktinni við fyrstu vikuna í faraldrinum Yfirskattanefnd hefur hafnað kröfu rekstraraðila heilsuræktarstöðvar, sem loka þurfti í upphafi heimsfaraldursins, um að við mat tekjufallsstyrkjum skyldi miða við tekjur félagsins við einnar viku tímabil, í stað mánaðanna fyrir lokun líkt og almennt var miðað við. Viðskipti innlent 10.12.2021 15:00
Atvinnuleysi stendur í stað Skráð atvinnuleysi mældist 4,9% í nóvember og var óbreytt frá því í október. Alls fækkaði atvinnulausum að meðaltali um 78 frá októbermánuði. Viðskipti innlent 10.12.2021 12:07
Spá 1,3 milljón ferðamanna á næsta ári Erlendir ferðamenn voru ríflega 75 þúsund í nóvember sem er svipaður fjöldi og fyrir sex árum en tuttuguföldun miðað við síðasta ár. Sem fyrr eru Bandaríkjamenn fjölmennastir en Bretar og fólk frá vesturhluta meginlands Evrópu sækir í sig veðrið. Ferðafólk hingað til lands verður líklega nærri 700 þúsundum í ár en sá fjöldi gæti tvöfaldast á næsta ári. Viðskipti innlent 10.12.2021 11:11
Tekur við markaðsmálunum hjá Origo Lóa Bára Magnúsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Origo. Viðskipti innlent 10.12.2021 09:04
Fimm nauðsynlegar spurningar í desember Á mörgum vinnustöðum er álagið mikið í desember og á sumum stöðum hefur verið viðvarandi álag alltof lengi vegna Covid. En gleymum okkur ekki í streitu og álagi… Atvinnulíf 10.12.2021 07:01