Verðbólgan vonandi toppað Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 28. mars 2023 13:28 Fjármálaráðherra kynnir fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 á morgun. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra vonar að verðbólgan hafi náð hámarki. Ríkisstjórnin ætli að grípa til ráðstafana til að stuðla að lægra verðlagi sem sé talsvert verkefni. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,59 prósent milli mánaða og fer verðbólgan á ársgrundvelli úr 10,2 prósent niður í 9,8 prósent. Þetta kemur fram í nýjum gögnum Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í mars 2023, er sem stendur í 580,7 stigum, en í maí árið 1988 voru stigin hundrað talsins, og hækkar um 0,59% frá fyrri mánuði. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var spurður út í þessar vendingar að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Ætli það sé ekki best að halda aftur á sér með miklar yfirlýsingar en út af fyrir sig er þetta jákvætt og vonandi vísbending um að verðbólgan hafi náð hámarki. Við höfum séð miklar vaxtahækkanir frá Seðlabankanum, ríkisfjármálin á þessu ári eru að styðja við lægri verðbólgu, við sjáum það á mjög mikilli breytingu á afkomu ríkissjóðs.“ Hann segir að ríkisstjórnin ætli að halda áfram að grípa til ráðstafana sem að munu stuðla að því að verðlag lækkai, og það sé bara talsvert verkefni. „Þegar menn hafa misst stjórn á verðbólguvæntingum inn í framtíðina, að byggja aftur undir trú á því að við getum fengist við þetta verkefni og náð árangri en við erum mjög einbeitt í því að gera einmitt það.“ Til stendur að kynna nýja fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 á morgun. Bjarni segir nokkrar áheyrslubreytingar frá því síðasta áætlun var kynnt. Verið sé að taka mið af breyttum ytri aðstæðum. „Það eru áherslumál frá ríkisstjórninni sem að þurfa að taka mið af þessum aðstæðum og þá er ég ekki síst að tala um verðbólguna. Þannig að ég held að fjármálaáætlunin verði mikilvægt innlegg inn í þessa stöðu og er ánægður með að heilt yfir þá getum við haft bara mjög mikla trú á framtíðinni, það geti verið bjart fram undan áfram á Íslandi.“ Um fjármálaáætlun Fjármálaáætlun er byggð á fjármálastefnu hins opinbera, grunngildum hennar og skilyrðum. Hún felur í sér ítarlega útfærslu á markmiðum sem sett eru fram í þeirri stefnu, dýpkar nánar markmið fjármálastefnu og greinir hvernig þeim verði náð frá ári til árs. Markmið með fjármálaáætluninni er að útfæra markmið um tekjur og gjöld hins opinbera og þróun þeirra. Fjármálaáætlun er sett fram til næstu fimm ára hið skemmsta og skal fjármála- og efnahagsráðherra leggja hana fyrir Alþingi í formi tillögu til þingsályktunar fyrir 1. apríl ár hvert. Fjármálaáætlunin skiptist í tvo meginþætti. Þeir eru annars vegar greining á stöðu og horfum í efnahagsmálum og fjármálum opinberra aðila og hins vegar markmið og áætlun um fjármál ríkis, sveitarfélaga og félaga í þeirra eigu. Í fjármálaáætlun eru sýnd framlög (fjárheimildir) til starfsemi ríkisins innan 35 málaefnasviða til næstu fimm ára. Hvert málefnasvið nær yfir tiltekin verkefni, svo sem starfsemi dómstóla og háskóla. Í fjármálaáætluninni er lagður grunnur að skýrri forgangsröðun útgjalda og markvissum undirbúningi aðgerða til að ná fram markmiðum í fjármálastefnu og fjármálaáætlun. Í fjármálaáætlun er sett hámark á útgjöld, svonefndir útgjaldarammar, fyrir hvert málefnasvið næstu fimm ár. Hér er átt við áætlun um hámark þeirra fjármuna sem verður ráðstafað til starfsemi á hverju málefnasviði. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Tengdar fréttir Aukin skattheimta og „sanngjarnari“ veiðigjöld „Við erum að undirbúa fjármálaáætlun. Það er alveg ljóst að við munum þurfa að horfa til þess í fjármálaáætlun að stuðla að því að slá verðbólguna niður, og það gerist auðvitað fyrst og fremst með því að annars vegar að auka tekjuöflun og hins vegar með því að slá niður útgjöld,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um nýja fjármálaáætlun sem kynnt verður í vikunni. 26. mars 2023 16:49 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,59 prósent milli mánaða og fer verðbólgan á ársgrundvelli úr 10,2 prósent niður í 9,8 prósent. Þetta kemur fram í nýjum gögnum Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í mars 2023, er sem stendur í 580,7 stigum, en í maí árið 1988 voru stigin hundrað talsins, og hækkar um 0,59% frá fyrri mánuði. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var spurður út í þessar vendingar að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Ætli það sé ekki best að halda aftur á sér með miklar yfirlýsingar en út af fyrir sig er þetta jákvætt og vonandi vísbending um að verðbólgan hafi náð hámarki. Við höfum séð miklar vaxtahækkanir frá Seðlabankanum, ríkisfjármálin á þessu ári eru að styðja við lægri verðbólgu, við sjáum það á mjög mikilli breytingu á afkomu ríkissjóðs.“ Hann segir að ríkisstjórnin ætli að halda áfram að grípa til ráðstafana sem að munu stuðla að því að verðlag lækkai, og það sé bara talsvert verkefni. „Þegar menn hafa misst stjórn á verðbólguvæntingum inn í framtíðina, að byggja aftur undir trú á því að við getum fengist við þetta verkefni og náð árangri en við erum mjög einbeitt í því að gera einmitt það.“ Til stendur að kynna nýja fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 á morgun. Bjarni segir nokkrar áheyrslubreytingar frá því síðasta áætlun var kynnt. Verið sé að taka mið af breyttum ytri aðstæðum. „Það eru áherslumál frá ríkisstjórninni sem að þurfa að taka mið af þessum aðstæðum og þá er ég ekki síst að tala um verðbólguna. Þannig að ég held að fjármálaáætlunin verði mikilvægt innlegg inn í þessa stöðu og er ánægður með að heilt yfir þá getum við haft bara mjög mikla trú á framtíðinni, það geti verið bjart fram undan áfram á Íslandi.“ Um fjármálaáætlun Fjármálaáætlun er byggð á fjármálastefnu hins opinbera, grunngildum hennar og skilyrðum. Hún felur í sér ítarlega útfærslu á markmiðum sem sett eru fram í þeirri stefnu, dýpkar nánar markmið fjármálastefnu og greinir hvernig þeim verði náð frá ári til árs. Markmið með fjármálaáætluninni er að útfæra markmið um tekjur og gjöld hins opinbera og þróun þeirra. Fjármálaáætlun er sett fram til næstu fimm ára hið skemmsta og skal fjármála- og efnahagsráðherra leggja hana fyrir Alþingi í formi tillögu til þingsályktunar fyrir 1. apríl ár hvert. Fjármálaáætlunin skiptist í tvo meginþætti. Þeir eru annars vegar greining á stöðu og horfum í efnahagsmálum og fjármálum opinberra aðila og hins vegar markmið og áætlun um fjármál ríkis, sveitarfélaga og félaga í þeirra eigu. Í fjármálaáætlun eru sýnd framlög (fjárheimildir) til starfsemi ríkisins innan 35 málaefnasviða til næstu fimm ára. Hvert málefnasvið nær yfir tiltekin verkefni, svo sem starfsemi dómstóla og háskóla. Í fjármálaáætluninni er lagður grunnur að skýrri forgangsröðun útgjalda og markvissum undirbúningi aðgerða til að ná fram markmiðum í fjármálastefnu og fjármálaáætlun. Í fjármálaáætlun er sett hámark á útgjöld, svonefndir útgjaldarammar, fyrir hvert málefnasvið næstu fimm ár. Hér er átt við áætlun um hámark þeirra fjármuna sem verður ráðstafað til starfsemi á hverju málefnasviði.
Um fjármálaáætlun Fjármálaáætlun er byggð á fjármálastefnu hins opinbera, grunngildum hennar og skilyrðum. Hún felur í sér ítarlega útfærslu á markmiðum sem sett eru fram í þeirri stefnu, dýpkar nánar markmið fjármálastefnu og greinir hvernig þeim verði náð frá ári til árs. Markmið með fjármálaáætluninni er að útfæra markmið um tekjur og gjöld hins opinbera og þróun þeirra. Fjármálaáætlun er sett fram til næstu fimm ára hið skemmsta og skal fjármála- og efnahagsráðherra leggja hana fyrir Alþingi í formi tillögu til þingsályktunar fyrir 1. apríl ár hvert. Fjármálaáætlunin skiptist í tvo meginþætti. Þeir eru annars vegar greining á stöðu og horfum í efnahagsmálum og fjármálum opinberra aðila og hins vegar markmið og áætlun um fjármál ríkis, sveitarfélaga og félaga í þeirra eigu. Í fjármálaáætlun eru sýnd framlög (fjárheimildir) til starfsemi ríkisins innan 35 málaefnasviða til næstu fimm ára. Hvert málefnasvið nær yfir tiltekin verkefni, svo sem starfsemi dómstóla og háskóla. Í fjármálaáætluninni er lagður grunnur að skýrri forgangsröðun útgjalda og markvissum undirbúningi aðgerða til að ná fram markmiðum í fjármálastefnu og fjármálaáætlun. Í fjármálaáætlun er sett hámark á útgjöld, svonefndir útgjaldarammar, fyrir hvert málefnasvið næstu fimm ár. Hér er átt við áætlun um hámark þeirra fjármuna sem verður ráðstafað til starfsemi á hverju málefnasviði.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Tengdar fréttir Aukin skattheimta og „sanngjarnari“ veiðigjöld „Við erum að undirbúa fjármálaáætlun. Það er alveg ljóst að við munum þurfa að horfa til þess í fjármálaáætlun að stuðla að því að slá verðbólguna niður, og það gerist auðvitað fyrst og fremst með því að annars vegar að auka tekjuöflun og hins vegar með því að slá niður útgjöld,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um nýja fjármálaáætlun sem kynnt verður í vikunni. 26. mars 2023 16:49 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Aukin skattheimta og „sanngjarnari“ veiðigjöld „Við erum að undirbúa fjármálaáætlun. Það er alveg ljóst að við munum þurfa að horfa til þess í fjármálaáætlun að stuðla að því að slá verðbólguna niður, og það gerist auðvitað fyrst og fremst með því að annars vegar að auka tekjuöflun og hins vegar með því að slá niður útgjöld,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um nýja fjármálaáætlun sem kynnt verður í vikunni. 26. mars 2023 16:49