Viðskipti

Með bilað sjálfstraust og aldrei þá hugsun að gefast upp

„Það hefur aldrei komið upp sú hugsun að gefast upp þannig að já, eflaust er ég bilaður í sjálfstraustinu. En ég er líka varkár og telst líklegast skringileg skrúfa sem nota bæði heilahvelin á víxl; Það skapandi annars vegar og tölurnar hins vegar. Og ef eitthvað hefur klikkað eða mistekist held ég að mér hafi oftast tekist að finna leiðina út úr því,“ segir Valgeir Magnússon athafnamaður með meiru.

Atvinnulíf

Tekur við sem for­stjóri EY á Ís­landi

Guðjón Norðfjörð hefur verið ráðinn forstjóri EY á Íslandi. Hann tekur við starfinu af Margréti Pétursdóttur, sem hefur verið forstjóri síðastliðin þrjú ár og mun hún nú vinna að því að koma nýjum forstjóra inn í starfið.

Viðskipti innlent

Tapparnir fastir við gos­flöskurnar

Plastflöskur þar sem skrúfutapparnir eru áfastir flöskuhálsinum munu hefja innreið sína á íslenskan markað á næstu mánuðum. Coca Cola á Íslandi stefnir að því að byrja að notast við nýju tappana í febrúar eða mars á næsta ári, en Ölgerðin stefnir á að gera slíkt hið sama á næsta ári.

Neytendur

Goog­le fegri upp­lýsingar um mengum vegna flug­ferða

Leitarvélin og tæknirisinn Google hefur verið sakaður um það að fegra magn mengunar sem komi frá flugum sem finnist í flugleitarkima leitarvélarinnar. Leitarniðurstöður Google hafi nú í einhvern tíma birt hversu mikil mengun eða magn gróðurhúsalofttegunda komi frá hverju flugi fyrir sig.

Viðskipti erlent

Telja auglýsinguna löglega en breyttu henni þó

Slagorðið „It’s like milk but made for humans“ hefur fylgt vörumerki Oatly frá upphafi og um allan heim. Páll Hilmarsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Innes, segir forsvarsmenn vörumerkisins telja að slagorðið og auglýsingar með því séu löglegar hér á landi.

Neytendur

Verndartollur „sem verndar einfaldlega ekki neitt“

Verndartollar á franskar kartöflur vernda nákvæmlega ekki neitt nú þegar engin innlend framleiðsla er á vörunni. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda sem telur að afnám tolla myndi þýða tuga prósenta verðlækkun á matvöruna.

Neytendur

Íslensk útgáfa af umdeildri auglýsingu farin í loftið

„It's like milk but made for humans“. Þessa áletrun mátti sjá á strætóskýlum bæjarins framan af viku en um er að ræða auglýsingu fyrir haframjólk Oatly. Það sætti harðri gagnrýni að auglýsingin væri á ensku en nú er íslensk útgáfa komin í dreifingu.

Neytendur

Koma í veg fyrir „æsing í kerfinu“

Stýrivextir voru hækkaðir í morgun til þess að koma í veg fyrir ofþenslu og æsing í kerfinu að sögn seðlabankastjóra. Fólk eigi að taka minna af lánum, fyrirtæki síður að ráðast í fjárfestingar og stjórnvöld að halda að sér höndum. Vextirnir voru hækkaðir um 75 punkta og hafa ekki verið hærri í sex ár

Viðskipti innlent

Engar pappa­skeiðar með skyri frá MS í Hollandi

Pappaskeiðar sem fylgja skyri frá Ísey skyr hafa verið umdeildar um nokkurt skeið, það sama má segja um tréskeiðar sem hafa dúkkað upp á síðustu misserum. Þó virðast pappaskeiðarnar valda sérstökum ama ef marka má ummæli netverja. Á dögunum barst Vísi ábending þess efnis að annars staðar í Evrópu væri boðið upp á tréskeiðar með skyrinu í stað þeirra úr pappa sem Íslendingar kannast við.

Viðskipti innlent