Öll familían alltaf að tala um vinnuna, líka mamma og pabbi Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. nóvember 2023 07:01 Hrafnhildur Hermannsdóttir er ein af forkólfum Eldum rétt og viðurkennir að þegar eiginmaðurinn hennar og bróðir vildu stofna fyrirtækið, fannst henni hugmyndin fjarstæðukennd. Í janúar 2024 fagnar fyrirtækið tíu ára starfsafmæli sínu. Vísir/Vilhelm „Nei alls ekki,“ svarar Hrafnhildur Hermannsdóttir aðspurð um það hvort eiginmaðurinn Kristófer Júlíus Leifsson, annar stofnandi Eldum rétt, hafi þá strax verið svona góður í að elda. „Ég man meira að segja að þegar við vorum fyrst að deita og hann bauð mér í mat sem hann eldaði heima hjá mömmu sinni, þá sá ég á tölvuskjánum þar að hann hafði verið að gúggla hvernig ætti að steikja grænmeti,“ bætir hún við og hlær. Hrafnhildur er ein af forkólfum fyrirtækisins Eldum rétt, sem stofnað var árið 2014 og þótti heldur nýstárlegt á sínum tíma. Hrafnhildur telst þó ekki til stofnenda fyrirtækisins því að það eru Kristófer og Valur bróðir hennar sem eru það. Sjálf viðurkennir Hrafnhildur að fyrst þegar Kristófer fór að ræða um það fyrir alvöru að hann og Valur vildu kýla á þessa hugmynd um að stofna Eldum rétt, hafi hún andvarpað og svarað: „Æi ég veit ekki. Getur þú ekki bara farið að vinna hjá Mannvit eða eitthvað….“ Frá upphafsárum Eldum rétt hafa mörg börn bæst í hópinn hjá stofnendunum Vali Hermannssyni og Kristófer Júlíusi Leifssyni. Valur stendur á mynd til vinstri og við hlið hans er Hanna María Hermannsdóttir eiginkona hans. Næstur er Kristófer eiginmaður Hrafnhildar og hún sjálf og á þessari mynd er dóttirin Áróra með, sem fæddist sama ár og fyrirtækið var stofnað. Þegar hugmyndin kviknaði Hrafnhildur og Kristófer búa í Kópavogi og þar ólst Hrafnhildur upp. Hjónin eiga þrjú börn saman en þau eru Áróra 9 ára, Albert 6 ára og Matthildur 3 ára. „Mesta vesenið er reyndar hvolpurinn Kvika,“ segir Hrafnhildur og hlær. Hrafnhildur er fædd árið 1988 og segir þær minningar helst koma upp um æskuna í Kópavogi að þar hafi krakkarnir meira og minna verið að leika úti allan daginn. Í eina krónu, fótbolta og fleiri leikjum. Hrafnhildur fór í Kvennaskólann í Reykjavík eftir grunnskóla en útskrifaðist þó sem stúdent úr Menntaskólanum í Kópavogi. Hrafnhildur er ein fjögurra systkina og segist hafa alist upp við alls kyns frumkvöðlahugmyndir. Þess vegna var ég svo fegin því að kynnast stabílum verkfræðinema því að heima hjá mér gátu pabbi og bræður mínir verið með alls kyns hugmyndir. Jafnvel að opna pizzuvagn á strönd á Spáni,“ segir Hrafnhildur skellihlæjandi, sem segir pabba sinn búa yfir þessu frumkvöðlaelimenti sem nýsköpunarheimurinn þekkir betur í dag. Þegar Hrafnhildur var búin með stúdentinn var hún aupair hjá íslenskri fjölskyldu í Lúxemborg í eitt og hálf ár. „Þetta var svo gott sem besti tími lífs míns því að þarna vorum við nokkrar aupair stelpur hjá fjölskyldum sem bjuggu í sama hverfi. Ég er enn í samskiptum við nokkrar úr þessum hópi í dag og þar sem hjónin sem ég var hjá eiga fjögur börn hafði ég nóg fyrir stafni. Það var líka svo gaman að kynnast því hversu auðvelt það var fyrir okkur vinkonurnar að geta farið til Svíþjóðar, Frakklands, Belgíu, Þýskalands eða með lest til Amsterdam,“ segir Hrafnhildur þegar hún rifjar upp þennan tíma. Þegar heim var komið, ákvað Hrafnhildur að fara í hjúkrunarnám og það var þá sem hún og Kristófer fóru að stinga saman nefjum. „Mér skilst að það sé víst mjög algengt að hjúkrunarfræðinemar og verkfræðinemar byrji saman og ég var víst að staðfesta þá kenningu að mér er sagt,“ segir Hrafnhildur og brosir. Kristófer útskrifast með B.S. í iðnaðarverkfræði og það var í því námi sem hugmyndin kviknaði. „Kristófer var í einhverju hópaverkefni sem gekk út á það að taka þetta konsept sem þá var þegar þekkt í Svíþjóð og staðfæra hugmyndina fyrir íslenskan markað.“ Strax þá segir Hrafnhildur að Kristófer hafi verið heillaður af því konsepti sem Eldum rétt byggir á enda meira en aðeins það að einfalda fólki matseldinni; þarna sameinast líka hugsjónir eins og að borða hollt og sporna við matarsóun. Síðan erum við eitt kvöldið öll saman í mat hjá mömmu og pabba og Kristó er eitthvað að segja frá þessu verkefni þegar Valur bróðir, sem getur nú reyndar verið svolítið hvatvís, segir: Þetta er of góð hugmynd til að hún verði ekki að veruleika!“ Kristófer hafði þá hafið meistaranám í fjármálahagfræði en hætti því og úr varð að hann og Valur stofnuðu Eldum rétt í janúar árið 2014. Skemmst er frá því að segja að það umræddur Valur bróðir Hrafnhildar er framkvæmdastjóri fyrirtækisins í dag. Það var í mat hjá foreldrum Hrafnhildar og Vals sem Kristófer fór að segja frá hugmynd sem hann hafði verið að vinna að í hópaverkefni í háskólanum. Vali fannst hugmyndin of góð til að hún yrði ekki að veruleika og úr varð að fyrirtækið Eldum rétt var stofnað. Skálað í kampavín Fyrir þá sem ekki þekkja konsept Eldum rétt, gengur starfsemin út á það að fólk er í áskrift fyrir matarpökkum þar sem það velur sér innihaldið og hversu margar máltíðar eða fyrir marga það kýs að áskriftin nái til. Sígildi áskriftarpakkinn innifelur til dæmis þrár máltíðar á viku, þar af ein fiskmáltíð en annars kjöt. Með pökkunum fylgja einfaldar eldunarleiðbeiningar og hráefnin sem fylgja hverri máltíð eru nákvæmt magn, þannig að ekkert fari til spillis. Máltíðirnar eru hollar og góðar en meðal fyrstu starfsmanna fyrirtækisins var starfsfólk sem sér um að þróa og prófa uppskriftir. Þá er það löngum þekkt að miðað við magn og gæði, teljast matarpakkar Eldum rétt hagstæðari innkaup fyrir fjölskyldur í samanburði við almenn innkaup. Í dag getur fólk valið um mismunandi pakka í áskrift, sígildum, barnvænum, fisklausum, ketó, vegan og fleiri. En þótt flestir þekki til starfseminnar í dag, einkenndist upphaf Eldum rétt af því sem flestir frumkvöðlar þekkja sem hefja sinn eigin rekstur: Eigendur geta ekki treyst á eitt eða neitt sem heitir launagreiðslur eða tekjur strax. „Við bjuggum á stúdentagörðunum og lifðum mjög sparlega. Kristófer var búinn að vera að vinna í alls kyns verkefnum svo að við áttum sjóð. Ég var á námslánum og eins höfðum við laun af því að vinna í íþróttahúsinu í Kópavogsskóla. Síðan vann ég líka á Reykjavíkurflugvelli og reyndi að taka allar aukavaktir sem ég gat þar.“ Þegar Eldum rétt er stofnað, var Hrafnhildur ólétt af fyrsta barninu þeirra skötuhjúa. „Ég man til dæmis eftir því að þegar að kúlan var orðin rosa stór og ég að loka íþróttahúsinu, þá kom Kristófer til að skúra því ég gat það eiginlega ekki lengur og þá fór ég í staðinn í Eldum rétt til að ganga frá því að pakka og gera klárt.“ Hrafnhildur hlær af minningunum sem fylgja þessum upphafstíma. Þegar bókhald fyrirtækisins var á gólfinu í litlu stúdentaíbúðinni. Hrafnhildur segir þau strax hafa fengið góðan stuðning frá fjölskyldunni og að þau hafi til dæmis verið ófá skiptin sem foreldrar hennar buðu þeim í mat til sín. „Við lifðum síðan á fæðingarstyrk sem var auðvitað bara djók því þetta var svo lítið. En það sem mér fannst kannski erfiðast við þann tíma er að þegar maður var kominn með lítið barn, gat ég ekkert lengur sagt Já við öllum aukavöktum á Reykjavíkurflugvelli. Ég man að mér þótti þetta erfitt; að vanta pening en líða eins og maður gæti ekki framfleytt sér því maður gat ekki farið að vinna hvenær sem var,“ segir Hrafnhildur og bætir við: „En það gekk allt út á Eldum rétt og að láta það ganga upp. Ég man til dæmis eftir því á sængurlegudeildinni, nýbúin að eiga fyrsta barnið, þá þurfti Kristófer að skreppa frá til að afgreiða nokkrar heimsendingar og koma síðan aftur upp á spítala.“ Fyrirtækið var fyrst til húsa á Nýbýlavegi í Kópavogi. „Það er ekkert til sem heitir að stofna fyrirtæki og vera að vinna frá klukkan átta til fjögur. Fólk er einfaldlega alltaf að vinna, kvöld og um helgar og allir að reyna að hjálpast að. Þessu fylgir auðvitað alls kyns púsl en þetta hafðist þó samt.“ Loks kom að því að fyrirtækið náði stórum áfanga: 50 sendingar á einni viku! Hrafnhildur hlær dátt þegar hún rifjar upp þennan fögnuð. Enda þúsundir sendinga í hverri viku hjá Eldum rétt í dag. „En þarna var keppikeflið okkar búið að vera að ná 50 sendingum á einni viku og þegar það loksins tókst, opnuðum við kampavín og allt!“ Sumarið 2015 var fjölskyldan við það að gefast upp og hætta rekstri en sem betur fer, tóku pantanir kipp um haustið og síðan þá hefur fyrirtækið verið í viðvarandi rekstri. Sjálf er Hrafnhildur lærður hjúkrunarfræðingur og starfaði við það um tíma, áður en hún fór að vinna í fullu starfi hjá Eldum rétt árið 2018.Vísir/Vilhelm Við það að gefast upp En sigurinn var þó langt frá því í höfn. Því það sem gerðist eftir að 50 sendinga markmiðinu var náð, stóð fyrirtækið í stað svo mánuðum skipti. Fjölgun sendinga var lítil sem engin. Sumarið 2015 vorum við eiginlega við það að gefast upp og ræddum fyrir alvöru að loka bara og hætta. Það var alveg fyrirséð að svona gæti þetta ekki gengið lengur,“ segir Hrafnhildur nokkuð alvarleg í bragði. Um haustið tóku pantanir þó við sér. „Það var þá sem við áttuðum okkur á því að Eldum rétt er ofsalega nátengt rútínu fólks. Fólk hafði þá greinilega verið að tala um okkur yfir sumarið þótt við værum ekki að fá neinar aukapantanir. En þær skiluðu sér um haustið því þá tók fyrirtækið góðan vaxtar kipp og við höfum verið í viðvarandi vexti síðan.“ Lengi vel auglýsti fyrirtækið ekkert heldur reiddi sig algjörlega á orðspor og umtal viðskiptavina. „Enda er það fyrsta sem kemur upp í hugann á mér þegar ég rifja upp þennan fyrsta áratug Eldum rétt, þegar að ég stóð með óléttu kúluna og afgreiddi viðskiptavini á Nýbýlaveginum þar sem fólk var að dásama konseptið og hvetja okkur áfram til dáða, þetta væri svo frábært.“ Þótt þetta sé fyrsta minning Hrafnhildar segir hún skýringu á því hvers vegna henni leist ekkert rosalega vel á hugmyndina fyrst. Mér þótti bara einhvern veginn svo fjarstæðukennt að Íslendingar, svona eins og Íslendingar eru, færu að ákveða það með viku fyrirvara hvað þeir ætluðu að borða!“ En nú er öldin önnur og þúsundir heimila nýta sér Eldum rétt í hverri viku. „Stór hluti af starfsánægjunni er einmitt þegar viðskiptavinir eru að tala um hversu gott þeim þyki að vera lausir við að þurfa að ákveða eða skipuleggja hvað er í matinn, að magnið sé akkúrat þannig að sóunin sé engin og svo framvegis.“ Sjálf tók Hrafnhildur þó ákvörðun um að starfa sem hjúkrunarfræðingur fyrst eftir að hún lauk háskólanámi. Fyrst á fæðinga- og sængurlegudeildinni en síðar á Heilsugæslunni í Kópavogi við ungbarnaeftirlit og fleira. „Eftir að ég fer í barneignaorlof með soninn ákvað ég samt að fara bara á fullt líka í Eldum rétt. Ég hafði auðvitað verið á hliðarlínunni frá upphafi og það togaði alltaf í mig að gera það. Ef ég færi samt að vinna aftur við hjúkrun held ég að ég myndi velja að fara aftur á sængurlegudeildina því mér fannst vægast sagt yndislegt að starfa þar.“ Árið 2016 var staðan orðin þannig hjá fyrirtækinu að það annaði ekki eftirspurn. „Einn af okkar stærstu áföngum var árið 2016 þegar að við fluttum í stærra húsnæði. Því þá jókst framleiðslugetan margfalt og við gátum farið að anna eftirspurn. Annar stór áfangi sem skipti miklu máli var þegar við fórum úr því að vera eingöngu með staðlaða matarpakka í að viðskiptavinir fóru að geta valið. Þetta flækti auðvitað framleiðsluna töluvert en var líka liður í því hvað við náðum að vaxa hratt.“ Árið 2020 var Hrafnhildur síðan ólétt af þriðja og yngsta barninu. „Ég var andlega undirbúin undir að fara í dásamlegt fæðingarorlof. Loksins! Því með fyrsta og annað barn hafði Eldum rétt eiginlega verið stærra pláss en nokkurn tíma fæðingarorlof með börnunum. Ég sá fyrir mér að fara í spa og dekur og vera alltaf úti að labba með barnavagninn,“ segir Hrafnhildur og brosir. Því þá kom Covid! Hrafnhildur segir fjölskylduna oft hafa reynt að setja sér mörk um að tala minna um vinnuna, það hafi þó aldrei gengið eftir! Hrafnhildur segir fjölskylduna upplifa fyrirtækið sem eitt af börnunum sínum og því sé það alltaf til umræðu. Frá því að þessi mynd var tekin, hafa tvö börn bæst við í hópinn. Eldum rétt er barnið okkar Sem betur fer reyndist Covid góður tími fyrir Eldum rétt rekstrarlega. Því þótt það fælist mikið púsl og skipulag í að fylgja eftir sóttvarnarreglum og fleiri sem heimsfaraldrinum fylgdi, jukust pantanir mikið. „Við bjuggum til vaktir og skiptum okkur þannig niður í hópa. En náðum ekki að anna eftirspurn því í Covid var staðan auðvitað þannig að enginn komst neitt og allir vildu fá heimsendan mat. Á sama tíma var maður sjálfur með börnin heima því leikskóladagar voru takmarkaðir og allir að verða brjálaðir af því að hanga svona heima,“ segir Hrafnhildur og bætir við: „Í ofanálag vorum við líka hrædd því í upphafi Covid vissi enginn neitt og við vorum með hvítvoðungsem fæddist í febrúar. Við lokuðum okkur því töluvert af og bönnuðum til dæmis allar heimsóknir til okkar og svo framvegis.“ Í fyrra var fyrirtækið síðan selt til Haga og í dag starfar Kristófer í nýsköpunarfyrirtækinu SalesCloud. Hrafnhildur og Valur bróðir hennar starfa hins vegar enn í Eldum rétt. „Það fylgdu því blendnar tilfinningar að selja fyrirtækið. En við þurftum einfaldlega að hugsa um stærri hagsmuni en eingöngu okkar. Því innan Hagasamsteypunnar getum við framkvæmt fleiri hluti hraðar en ella og getum leyft fyrirtækinu að vaxa og blómstra hraðar en við hefðum kannski náð sjálf,“ segir Hrafnhildur og bætir við: „En við ræddum þetta líka vel og lengi og í aðdraganda samningsins við Haga var alveg ljóst að við værum sammála um framtíðarsýnina og þau tækifæri sem við vildum vinna að og það auðvitað skiptir sköpum. Í dag er það síðan þannig að þótt við séum undir samsteypu Haga þá er fyrirtækið áfram rekið alveg sjálfstætt og engin breyting dag frá degi í starfinu okkar sem slíku.“ En hvernig er að vera hjón eða fjölskylda sem er að starfa svona náið saman, eruð þið alltaf að tala um vinnuna? „Já,“ svarar Hrafnhildur og skellir upp úr. Við höfum oft tekið ákvörðun um að minnka að tala um vinnuna eða setja reglur um hversu mikið má tala um hana og svo framvegis. En Eldum rétt er eiginlega fyrsta barnið okkar og þess vegna hefur það aldrei gengið að setja okkur nein mörk; við tölum jafnmikið um fyrirtækið og við tölum um börnin okkar.“ Hrafnhildur viðurkennir alveg að hafa stundum aðeins bölsótast yfir þeim skuldbindingum sem eigin rekstri fylgja. „Ég man alveg eftir því fyrstu sumarfríin þegar mér fannst hundleiðinlegt hvernig vinnan var alltaf til staðar sama hvað við vorum að reyna að gera. Það þurfti að taka símtal hér og símtal þar og funda um þetta og hitt, gera og græja.“ Í dag upplifir hún þó fyrsta áratuginn fyrst og fremst sem gefandi. „Það er auðvitað dásamlegt að upplifa hversu ánægðir viðskiptavinir eru með okkur og það er svo hvetjandi.“ Þá segir Hrafnhildur það ekkert hafa breyst að Kristófer sé með í samtölunum heima fyrir um vinnuna, þótt hann starfi nú annars staðar. „Það á reyndar við um alla familíuna. Við erum alltaf að tala um þetta, mamma og pabbi líka og svo framvegis. Enda hafa þau verið stuðningsaðilar okkar númer eitt frá fyrsta degi. En ég held þetta skýrist líka af því að viðskiptavinir eru að tala við okkur öll um hversu ánægt það er með matinn og þjónustuna og svo framvegis. Þannig að ég held að það sé eiginlega óhjákvæmilegt fyrir okkur að vera ekki alltaf að tala um vinnuna þegar við hittumst. Hvort sem það er í barnaafmælum eða annars staðar.“ Starfsframi Nýsköpun Matur Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Þriðja vaktin margslungin segir framkvæmdastjórinn sem varð ástfangin af bróður vinkonu sinnar „Ég myndi segja að verkaskiptingin okkar heima sé góð og maðurinn minn meira að segja oft að taka meira þegar að ég er að vinna svona mikið. En þriðja vaktin felur svo margt í sér,“ segir Arna Harðadóttir framkvæmdastjóri Helix. 20. nóvember 2023 07:01 „Þarna sátum við Pétur eins og útspýtt hundskinn að reyna að verja okkur“ Það er eins og spennusaga að heyra um baráttu Nox Medical við það að verja einkaleyfið sitt. Þar sem stóri aðilinn ætlaði sér einfaldlega að drepa þann litla. 2. nóvember 2023 07:00 „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi“ „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi. Það gekk svo vel. En einn daginn bankaði stjórnarformaðurinn upp á heima hjá mér og ég var rekin,“ segir Björg Ingadóttir og skellihlær. 23. október 2023 07:30 Svo gaman: „Ég vakna upp alveg skelfingu lostin á hverjum morgni!“ „Um tíma ætlaði ég í lækninn. Eftir að ég skildi við barnsföður minn ákvað ég síðan að fara í lögfræðina. Ég held að það hafi verið vegna þess að ég ætlaði mér að verða rík. Einhleyp með þrjú lítil börn og svona,“ segir Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir rekstrarstjóri Wolt og skellihlær. 9. október 2023 07:01 „Síðan var ég auðvitað rekinn þaðan reglulega“ „Ég var ekki einu sinni kominn með bílpróf og viðurkenni svo sem að fyrsti útsendingartíminn minn var ekkert sérstakur. Því ég var á um helgar frá klukkan 03-09 um nótt til morguns,“ segir Bjarni Haukur Þórsson og skellihlær þegar hann rifjar upp þá tíma þegar hann taldist yngsti dagskrárgerðarmaður landsins í útvarpi. 25. september 2023 07:00 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Ég man meira að segja að þegar við vorum fyrst að deita og hann bauð mér í mat sem hann eldaði heima hjá mömmu sinni, þá sá ég á tölvuskjánum þar að hann hafði verið að gúggla hvernig ætti að steikja grænmeti,“ bætir hún við og hlær. Hrafnhildur er ein af forkólfum fyrirtækisins Eldum rétt, sem stofnað var árið 2014 og þótti heldur nýstárlegt á sínum tíma. Hrafnhildur telst þó ekki til stofnenda fyrirtækisins því að það eru Kristófer og Valur bróðir hennar sem eru það. Sjálf viðurkennir Hrafnhildur að fyrst þegar Kristófer fór að ræða um það fyrir alvöru að hann og Valur vildu kýla á þessa hugmynd um að stofna Eldum rétt, hafi hún andvarpað og svarað: „Æi ég veit ekki. Getur þú ekki bara farið að vinna hjá Mannvit eða eitthvað….“ Frá upphafsárum Eldum rétt hafa mörg börn bæst í hópinn hjá stofnendunum Vali Hermannssyni og Kristófer Júlíusi Leifssyni. Valur stendur á mynd til vinstri og við hlið hans er Hanna María Hermannsdóttir eiginkona hans. Næstur er Kristófer eiginmaður Hrafnhildar og hún sjálf og á þessari mynd er dóttirin Áróra með, sem fæddist sama ár og fyrirtækið var stofnað. Þegar hugmyndin kviknaði Hrafnhildur og Kristófer búa í Kópavogi og þar ólst Hrafnhildur upp. Hjónin eiga þrjú börn saman en þau eru Áróra 9 ára, Albert 6 ára og Matthildur 3 ára. „Mesta vesenið er reyndar hvolpurinn Kvika,“ segir Hrafnhildur og hlær. Hrafnhildur er fædd árið 1988 og segir þær minningar helst koma upp um æskuna í Kópavogi að þar hafi krakkarnir meira og minna verið að leika úti allan daginn. Í eina krónu, fótbolta og fleiri leikjum. Hrafnhildur fór í Kvennaskólann í Reykjavík eftir grunnskóla en útskrifaðist þó sem stúdent úr Menntaskólanum í Kópavogi. Hrafnhildur er ein fjögurra systkina og segist hafa alist upp við alls kyns frumkvöðlahugmyndir. Þess vegna var ég svo fegin því að kynnast stabílum verkfræðinema því að heima hjá mér gátu pabbi og bræður mínir verið með alls kyns hugmyndir. Jafnvel að opna pizzuvagn á strönd á Spáni,“ segir Hrafnhildur skellihlæjandi, sem segir pabba sinn búa yfir þessu frumkvöðlaelimenti sem nýsköpunarheimurinn þekkir betur í dag. Þegar Hrafnhildur var búin með stúdentinn var hún aupair hjá íslenskri fjölskyldu í Lúxemborg í eitt og hálf ár. „Þetta var svo gott sem besti tími lífs míns því að þarna vorum við nokkrar aupair stelpur hjá fjölskyldum sem bjuggu í sama hverfi. Ég er enn í samskiptum við nokkrar úr þessum hópi í dag og þar sem hjónin sem ég var hjá eiga fjögur börn hafði ég nóg fyrir stafni. Það var líka svo gaman að kynnast því hversu auðvelt það var fyrir okkur vinkonurnar að geta farið til Svíþjóðar, Frakklands, Belgíu, Þýskalands eða með lest til Amsterdam,“ segir Hrafnhildur þegar hún rifjar upp þennan tíma. Þegar heim var komið, ákvað Hrafnhildur að fara í hjúkrunarnám og það var þá sem hún og Kristófer fóru að stinga saman nefjum. „Mér skilst að það sé víst mjög algengt að hjúkrunarfræðinemar og verkfræðinemar byrji saman og ég var víst að staðfesta þá kenningu að mér er sagt,“ segir Hrafnhildur og brosir. Kristófer útskrifast með B.S. í iðnaðarverkfræði og það var í því námi sem hugmyndin kviknaði. „Kristófer var í einhverju hópaverkefni sem gekk út á það að taka þetta konsept sem þá var þegar þekkt í Svíþjóð og staðfæra hugmyndina fyrir íslenskan markað.“ Strax þá segir Hrafnhildur að Kristófer hafi verið heillaður af því konsepti sem Eldum rétt byggir á enda meira en aðeins það að einfalda fólki matseldinni; þarna sameinast líka hugsjónir eins og að borða hollt og sporna við matarsóun. Síðan erum við eitt kvöldið öll saman í mat hjá mömmu og pabba og Kristó er eitthvað að segja frá þessu verkefni þegar Valur bróðir, sem getur nú reyndar verið svolítið hvatvís, segir: Þetta er of góð hugmynd til að hún verði ekki að veruleika!“ Kristófer hafði þá hafið meistaranám í fjármálahagfræði en hætti því og úr varð að hann og Valur stofnuðu Eldum rétt í janúar árið 2014. Skemmst er frá því að segja að það umræddur Valur bróðir Hrafnhildar er framkvæmdastjóri fyrirtækisins í dag. Það var í mat hjá foreldrum Hrafnhildar og Vals sem Kristófer fór að segja frá hugmynd sem hann hafði verið að vinna að í hópaverkefni í háskólanum. Vali fannst hugmyndin of góð til að hún yrði ekki að veruleika og úr varð að fyrirtækið Eldum rétt var stofnað. Skálað í kampavín Fyrir þá sem ekki þekkja konsept Eldum rétt, gengur starfsemin út á það að fólk er í áskrift fyrir matarpökkum þar sem það velur sér innihaldið og hversu margar máltíðar eða fyrir marga það kýs að áskriftin nái til. Sígildi áskriftarpakkinn innifelur til dæmis þrár máltíðar á viku, þar af ein fiskmáltíð en annars kjöt. Með pökkunum fylgja einfaldar eldunarleiðbeiningar og hráefnin sem fylgja hverri máltíð eru nákvæmt magn, þannig að ekkert fari til spillis. Máltíðirnar eru hollar og góðar en meðal fyrstu starfsmanna fyrirtækisins var starfsfólk sem sér um að þróa og prófa uppskriftir. Þá er það löngum þekkt að miðað við magn og gæði, teljast matarpakkar Eldum rétt hagstæðari innkaup fyrir fjölskyldur í samanburði við almenn innkaup. Í dag getur fólk valið um mismunandi pakka í áskrift, sígildum, barnvænum, fisklausum, ketó, vegan og fleiri. En þótt flestir þekki til starfseminnar í dag, einkenndist upphaf Eldum rétt af því sem flestir frumkvöðlar þekkja sem hefja sinn eigin rekstur: Eigendur geta ekki treyst á eitt eða neitt sem heitir launagreiðslur eða tekjur strax. „Við bjuggum á stúdentagörðunum og lifðum mjög sparlega. Kristófer var búinn að vera að vinna í alls kyns verkefnum svo að við áttum sjóð. Ég var á námslánum og eins höfðum við laun af því að vinna í íþróttahúsinu í Kópavogsskóla. Síðan vann ég líka á Reykjavíkurflugvelli og reyndi að taka allar aukavaktir sem ég gat þar.“ Þegar Eldum rétt er stofnað, var Hrafnhildur ólétt af fyrsta barninu þeirra skötuhjúa. „Ég man til dæmis eftir því að þegar að kúlan var orðin rosa stór og ég að loka íþróttahúsinu, þá kom Kristófer til að skúra því ég gat það eiginlega ekki lengur og þá fór ég í staðinn í Eldum rétt til að ganga frá því að pakka og gera klárt.“ Hrafnhildur hlær af minningunum sem fylgja þessum upphafstíma. Þegar bókhald fyrirtækisins var á gólfinu í litlu stúdentaíbúðinni. Hrafnhildur segir þau strax hafa fengið góðan stuðning frá fjölskyldunni og að þau hafi til dæmis verið ófá skiptin sem foreldrar hennar buðu þeim í mat til sín. „Við lifðum síðan á fæðingarstyrk sem var auðvitað bara djók því þetta var svo lítið. En það sem mér fannst kannski erfiðast við þann tíma er að þegar maður var kominn með lítið barn, gat ég ekkert lengur sagt Já við öllum aukavöktum á Reykjavíkurflugvelli. Ég man að mér þótti þetta erfitt; að vanta pening en líða eins og maður gæti ekki framfleytt sér því maður gat ekki farið að vinna hvenær sem var,“ segir Hrafnhildur og bætir við: „En það gekk allt út á Eldum rétt og að láta það ganga upp. Ég man til dæmis eftir því á sængurlegudeildinni, nýbúin að eiga fyrsta barnið, þá þurfti Kristófer að skreppa frá til að afgreiða nokkrar heimsendingar og koma síðan aftur upp á spítala.“ Fyrirtækið var fyrst til húsa á Nýbýlavegi í Kópavogi. „Það er ekkert til sem heitir að stofna fyrirtæki og vera að vinna frá klukkan átta til fjögur. Fólk er einfaldlega alltaf að vinna, kvöld og um helgar og allir að reyna að hjálpast að. Þessu fylgir auðvitað alls kyns púsl en þetta hafðist þó samt.“ Loks kom að því að fyrirtækið náði stórum áfanga: 50 sendingar á einni viku! Hrafnhildur hlær dátt þegar hún rifjar upp þennan fögnuð. Enda þúsundir sendinga í hverri viku hjá Eldum rétt í dag. „En þarna var keppikeflið okkar búið að vera að ná 50 sendingum á einni viku og þegar það loksins tókst, opnuðum við kampavín og allt!“ Sumarið 2015 var fjölskyldan við það að gefast upp og hætta rekstri en sem betur fer, tóku pantanir kipp um haustið og síðan þá hefur fyrirtækið verið í viðvarandi rekstri. Sjálf er Hrafnhildur lærður hjúkrunarfræðingur og starfaði við það um tíma, áður en hún fór að vinna í fullu starfi hjá Eldum rétt árið 2018.Vísir/Vilhelm Við það að gefast upp En sigurinn var þó langt frá því í höfn. Því það sem gerðist eftir að 50 sendinga markmiðinu var náð, stóð fyrirtækið í stað svo mánuðum skipti. Fjölgun sendinga var lítil sem engin. Sumarið 2015 vorum við eiginlega við það að gefast upp og ræddum fyrir alvöru að loka bara og hætta. Það var alveg fyrirséð að svona gæti þetta ekki gengið lengur,“ segir Hrafnhildur nokkuð alvarleg í bragði. Um haustið tóku pantanir þó við sér. „Það var þá sem við áttuðum okkur á því að Eldum rétt er ofsalega nátengt rútínu fólks. Fólk hafði þá greinilega verið að tala um okkur yfir sumarið þótt við værum ekki að fá neinar aukapantanir. En þær skiluðu sér um haustið því þá tók fyrirtækið góðan vaxtar kipp og við höfum verið í viðvarandi vexti síðan.“ Lengi vel auglýsti fyrirtækið ekkert heldur reiddi sig algjörlega á orðspor og umtal viðskiptavina. „Enda er það fyrsta sem kemur upp í hugann á mér þegar ég rifja upp þennan fyrsta áratug Eldum rétt, þegar að ég stóð með óléttu kúluna og afgreiddi viðskiptavini á Nýbýlaveginum þar sem fólk var að dásama konseptið og hvetja okkur áfram til dáða, þetta væri svo frábært.“ Þótt þetta sé fyrsta minning Hrafnhildar segir hún skýringu á því hvers vegna henni leist ekkert rosalega vel á hugmyndina fyrst. Mér þótti bara einhvern veginn svo fjarstæðukennt að Íslendingar, svona eins og Íslendingar eru, færu að ákveða það með viku fyrirvara hvað þeir ætluðu að borða!“ En nú er öldin önnur og þúsundir heimila nýta sér Eldum rétt í hverri viku. „Stór hluti af starfsánægjunni er einmitt þegar viðskiptavinir eru að tala um hversu gott þeim þyki að vera lausir við að þurfa að ákveða eða skipuleggja hvað er í matinn, að magnið sé akkúrat þannig að sóunin sé engin og svo framvegis.“ Sjálf tók Hrafnhildur þó ákvörðun um að starfa sem hjúkrunarfræðingur fyrst eftir að hún lauk háskólanámi. Fyrst á fæðinga- og sængurlegudeildinni en síðar á Heilsugæslunni í Kópavogi við ungbarnaeftirlit og fleira. „Eftir að ég fer í barneignaorlof með soninn ákvað ég samt að fara bara á fullt líka í Eldum rétt. Ég hafði auðvitað verið á hliðarlínunni frá upphafi og það togaði alltaf í mig að gera það. Ef ég færi samt að vinna aftur við hjúkrun held ég að ég myndi velja að fara aftur á sængurlegudeildina því mér fannst vægast sagt yndislegt að starfa þar.“ Árið 2016 var staðan orðin þannig hjá fyrirtækinu að það annaði ekki eftirspurn. „Einn af okkar stærstu áföngum var árið 2016 þegar að við fluttum í stærra húsnæði. Því þá jókst framleiðslugetan margfalt og við gátum farið að anna eftirspurn. Annar stór áfangi sem skipti miklu máli var þegar við fórum úr því að vera eingöngu með staðlaða matarpakka í að viðskiptavinir fóru að geta valið. Þetta flækti auðvitað framleiðsluna töluvert en var líka liður í því hvað við náðum að vaxa hratt.“ Árið 2020 var Hrafnhildur síðan ólétt af þriðja og yngsta barninu. „Ég var andlega undirbúin undir að fara í dásamlegt fæðingarorlof. Loksins! Því með fyrsta og annað barn hafði Eldum rétt eiginlega verið stærra pláss en nokkurn tíma fæðingarorlof með börnunum. Ég sá fyrir mér að fara í spa og dekur og vera alltaf úti að labba með barnavagninn,“ segir Hrafnhildur og brosir. Því þá kom Covid! Hrafnhildur segir fjölskylduna oft hafa reynt að setja sér mörk um að tala minna um vinnuna, það hafi þó aldrei gengið eftir! Hrafnhildur segir fjölskylduna upplifa fyrirtækið sem eitt af börnunum sínum og því sé það alltaf til umræðu. Frá því að þessi mynd var tekin, hafa tvö börn bæst við í hópinn. Eldum rétt er barnið okkar Sem betur fer reyndist Covid góður tími fyrir Eldum rétt rekstrarlega. Því þótt það fælist mikið púsl og skipulag í að fylgja eftir sóttvarnarreglum og fleiri sem heimsfaraldrinum fylgdi, jukust pantanir mikið. „Við bjuggum til vaktir og skiptum okkur þannig niður í hópa. En náðum ekki að anna eftirspurn því í Covid var staðan auðvitað þannig að enginn komst neitt og allir vildu fá heimsendan mat. Á sama tíma var maður sjálfur með börnin heima því leikskóladagar voru takmarkaðir og allir að verða brjálaðir af því að hanga svona heima,“ segir Hrafnhildur og bætir við: „Í ofanálag vorum við líka hrædd því í upphafi Covid vissi enginn neitt og við vorum með hvítvoðungsem fæddist í febrúar. Við lokuðum okkur því töluvert af og bönnuðum til dæmis allar heimsóknir til okkar og svo framvegis.“ Í fyrra var fyrirtækið síðan selt til Haga og í dag starfar Kristófer í nýsköpunarfyrirtækinu SalesCloud. Hrafnhildur og Valur bróðir hennar starfa hins vegar enn í Eldum rétt. „Það fylgdu því blendnar tilfinningar að selja fyrirtækið. En við þurftum einfaldlega að hugsa um stærri hagsmuni en eingöngu okkar. Því innan Hagasamsteypunnar getum við framkvæmt fleiri hluti hraðar en ella og getum leyft fyrirtækinu að vaxa og blómstra hraðar en við hefðum kannski náð sjálf,“ segir Hrafnhildur og bætir við: „En við ræddum þetta líka vel og lengi og í aðdraganda samningsins við Haga var alveg ljóst að við værum sammála um framtíðarsýnina og þau tækifæri sem við vildum vinna að og það auðvitað skiptir sköpum. Í dag er það síðan þannig að þótt við séum undir samsteypu Haga þá er fyrirtækið áfram rekið alveg sjálfstætt og engin breyting dag frá degi í starfinu okkar sem slíku.“ En hvernig er að vera hjón eða fjölskylda sem er að starfa svona náið saman, eruð þið alltaf að tala um vinnuna? „Já,“ svarar Hrafnhildur og skellir upp úr. Við höfum oft tekið ákvörðun um að minnka að tala um vinnuna eða setja reglur um hversu mikið má tala um hana og svo framvegis. En Eldum rétt er eiginlega fyrsta barnið okkar og þess vegna hefur það aldrei gengið að setja okkur nein mörk; við tölum jafnmikið um fyrirtækið og við tölum um börnin okkar.“ Hrafnhildur viðurkennir alveg að hafa stundum aðeins bölsótast yfir þeim skuldbindingum sem eigin rekstri fylgja. „Ég man alveg eftir því fyrstu sumarfríin þegar mér fannst hundleiðinlegt hvernig vinnan var alltaf til staðar sama hvað við vorum að reyna að gera. Það þurfti að taka símtal hér og símtal þar og funda um þetta og hitt, gera og græja.“ Í dag upplifir hún þó fyrsta áratuginn fyrst og fremst sem gefandi. „Það er auðvitað dásamlegt að upplifa hversu ánægðir viðskiptavinir eru með okkur og það er svo hvetjandi.“ Þá segir Hrafnhildur það ekkert hafa breyst að Kristófer sé með í samtölunum heima fyrir um vinnuna, þótt hann starfi nú annars staðar. „Það á reyndar við um alla familíuna. Við erum alltaf að tala um þetta, mamma og pabbi líka og svo framvegis. Enda hafa þau verið stuðningsaðilar okkar númer eitt frá fyrsta degi. En ég held þetta skýrist líka af því að viðskiptavinir eru að tala við okkur öll um hversu ánægt það er með matinn og þjónustuna og svo framvegis. Þannig að ég held að það sé eiginlega óhjákvæmilegt fyrir okkur að vera ekki alltaf að tala um vinnuna þegar við hittumst. Hvort sem það er í barnaafmælum eða annars staðar.“
Starfsframi Nýsköpun Matur Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Þriðja vaktin margslungin segir framkvæmdastjórinn sem varð ástfangin af bróður vinkonu sinnar „Ég myndi segja að verkaskiptingin okkar heima sé góð og maðurinn minn meira að segja oft að taka meira þegar að ég er að vinna svona mikið. En þriðja vaktin felur svo margt í sér,“ segir Arna Harðadóttir framkvæmdastjóri Helix. 20. nóvember 2023 07:01 „Þarna sátum við Pétur eins og útspýtt hundskinn að reyna að verja okkur“ Það er eins og spennusaga að heyra um baráttu Nox Medical við það að verja einkaleyfið sitt. Þar sem stóri aðilinn ætlaði sér einfaldlega að drepa þann litla. 2. nóvember 2023 07:00 „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi“ „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi. Það gekk svo vel. En einn daginn bankaði stjórnarformaðurinn upp á heima hjá mér og ég var rekin,“ segir Björg Ingadóttir og skellihlær. 23. október 2023 07:30 Svo gaman: „Ég vakna upp alveg skelfingu lostin á hverjum morgni!“ „Um tíma ætlaði ég í lækninn. Eftir að ég skildi við barnsföður minn ákvað ég síðan að fara í lögfræðina. Ég held að það hafi verið vegna þess að ég ætlaði mér að verða rík. Einhleyp með þrjú lítil börn og svona,“ segir Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir rekstrarstjóri Wolt og skellihlær. 9. október 2023 07:01 „Síðan var ég auðvitað rekinn þaðan reglulega“ „Ég var ekki einu sinni kominn með bílpróf og viðurkenni svo sem að fyrsti útsendingartíminn minn var ekkert sérstakur. Því ég var á um helgar frá klukkan 03-09 um nótt til morguns,“ segir Bjarni Haukur Þórsson og skellihlær þegar hann rifjar upp þá tíma þegar hann taldist yngsti dagskrárgerðarmaður landsins í útvarpi. 25. september 2023 07:00 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Þriðja vaktin margslungin segir framkvæmdastjórinn sem varð ástfangin af bróður vinkonu sinnar „Ég myndi segja að verkaskiptingin okkar heima sé góð og maðurinn minn meira að segja oft að taka meira þegar að ég er að vinna svona mikið. En þriðja vaktin felur svo margt í sér,“ segir Arna Harðadóttir framkvæmdastjóri Helix. 20. nóvember 2023 07:01
„Þarna sátum við Pétur eins og útspýtt hundskinn að reyna að verja okkur“ Það er eins og spennusaga að heyra um baráttu Nox Medical við það að verja einkaleyfið sitt. Þar sem stóri aðilinn ætlaði sér einfaldlega að drepa þann litla. 2. nóvember 2023 07:00
„Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi“ „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi. Það gekk svo vel. En einn daginn bankaði stjórnarformaðurinn upp á heima hjá mér og ég var rekin,“ segir Björg Ingadóttir og skellihlær. 23. október 2023 07:30
Svo gaman: „Ég vakna upp alveg skelfingu lostin á hverjum morgni!“ „Um tíma ætlaði ég í lækninn. Eftir að ég skildi við barnsföður minn ákvað ég síðan að fara í lögfræðina. Ég held að það hafi verið vegna þess að ég ætlaði mér að verða rík. Einhleyp með þrjú lítil börn og svona,“ segir Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir rekstrarstjóri Wolt og skellihlær. 9. október 2023 07:01
„Síðan var ég auðvitað rekinn þaðan reglulega“ „Ég var ekki einu sinni kominn með bílpróf og viðurkenni svo sem að fyrsti útsendingartíminn minn var ekkert sérstakur. Því ég var á um helgar frá klukkan 03-09 um nótt til morguns,“ segir Bjarni Haukur Þórsson og skellihlær þegar hann rifjar upp þá tíma þegar hann taldist yngsti dagskrárgerðarmaður landsins í útvarpi. 25. september 2023 07:00