Rússar herða sultarólina Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2023 17:01 Verð á matvælum í Rússlandi hefur hækkað mjög á árinu og er búist við að verðlag muni hækka áfram. AP Verðlag hefur hækkað hratt í Rússlandi á árinu en Seðlabanki landsins hefur hækkað vexti fjórum sinnum til að reyna að sporna gegn henni. Þegar árið byrjaði voru að stýrivextir 7,5 prósent en nú eru þeir fimmtán. Við síðustu vaxtahækkun sögðust forsvarsmenn seðlabankans hafa áhyggjur af því að verðlag hefði hækkað um tólf prósent. Samkvæmt spám bankans er talið að verðbólga verði um 7,5 prósent út næst ár. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að líklega verði verðbólgan hærri í rauninni. Einn viðmælandi fréttaveitunnar, Roxana Gheltkova, sem rætt var við í verslun í Moskvu, segir matvælaverð hafa hækkað um fjórðung. Aðspurð um hvort ellilífeyrir hennar dugði til að eiga í sig og á sagði hún svo ekki vera. Hún fengi hjálp frá börnum sínum. Hér að neðan má sjá svör annarra Rússa sem spurðir voru út í verðlag. Samkvæmt opinberum tölum hafa kálhausar hækkað um 74 prósent, appelsínur um 72 prósent og gúrkur um 47 prósent. Hagkerfi Rússlands hefur verið undir miklum þrýstingi vegna innrásarinnar í Úkraínu og vegna umfangsmikilla refsiaðgerða sem Rússar hafa verið beittir vegna innrásarinnar. Áhrif þessara aðgerða á efnahag Rússlands hafa þó dregist saman að undanförnu. Rússneska þingið samþykkti nýverið fjárlög fyrir næstu þrjú ár, 2024-2026, og eru fjárútlát til varnarmála og hergagnaframleiðslu í methæðum. Sérfræðingar segja það benda til þess að verðlag muni hækka áfram í Rússlandi. Einn rússneskur hagfræðingur sem býr í Lettlandi sagði AP að ómögulegt væri að berjast gegn verðbólgu á meðan hergagnaframleiðsla fær endalaust fjármagn og hagkerfið vex þar af leiðandi mjög hratt. Þar að auki hafi virði rússnesku rúblunnar lækkað, sem geri innflutning dýrari. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Við síðustu vaxtahækkun sögðust forsvarsmenn seðlabankans hafa áhyggjur af því að verðlag hefði hækkað um tólf prósent. Samkvæmt spám bankans er talið að verðbólga verði um 7,5 prósent út næst ár. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að líklega verði verðbólgan hærri í rauninni. Einn viðmælandi fréttaveitunnar, Roxana Gheltkova, sem rætt var við í verslun í Moskvu, segir matvælaverð hafa hækkað um fjórðung. Aðspurð um hvort ellilífeyrir hennar dugði til að eiga í sig og á sagði hún svo ekki vera. Hún fengi hjálp frá börnum sínum. Hér að neðan má sjá svör annarra Rússa sem spurðir voru út í verðlag. Samkvæmt opinberum tölum hafa kálhausar hækkað um 74 prósent, appelsínur um 72 prósent og gúrkur um 47 prósent. Hagkerfi Rússlands hefur verið undir miklum þrýstingi vegna innrásarinnar í Úkraínu og vegna umfangsmikilla refsiaðgerða sem Rússar hafa verið beittir vegna innrásarinnar. Áhrif þessara aðgerða á efnahag Rússlands hafa þó dregist saman að undanförnu. Rússneska þingið samþykkti nýverið fjárlög fyrir næstu þrjú ár, 2024-2026, og eru fjárútlát til varnarmála og hergagnaframleiðslu í methæðum. Sérfræðingar segja það benda til þess að verðlag muni hækka áfram í Rússlandi. Einn rússneskur hagfræðingur sem býr í Lettlandi sagði AP að ómögulegt væri að berjast gegn verðbólgu á meðan hergagnaframleiðsla fær endalaust fjármagn og hagkerfið vex þar af leiðandi mjög hratt. Þar að auki hafi virði rússnesku rúblunnar lækkað, sem geri innflutning dýrari.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira