Fengu á baukinn fyrir að neita fatlaðri konu um útgáfu skilríkja Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. nóvember 2023 23:22 Rafræn skilríki er hægt að nálgast í snjallsíma. Myndin er úr safni. Vísir/Getty Auðkenni, útgefandi rafrænna skilríkja braut jafnréttislög með því að synja fatlaðri konu um útgáfu á rafrænum skilríkjum og neita henni um viðeigandi aðlögun. Þetta er niðurstaða úrskurðar kærunefndar jafnréttismála sem féll fyrr í mánuðinum. Fram kemur að konan njóti margvíslegrar aðstoðar dagsdaglega, sem miða að því að hún geti lifað sjálfstæðu lífi á eigin forsendum. Hún eigi erfitt með að slá inn á síma en geti tjáð sig. Þegar hún sótti um að fá rafræn skilríki virkjuð í símann sinn í útibúi Arion banka á Egilsstöðum, var henni tjáð aðeins einstaklingum sem gætu einir og óstuddir slegið inn fjögurra stafa PIN-númer í símann sinn fengju þau afgreidd. Henni var því synjað um virkjun þeirra og neitað um viðeigandi aðlögun. Taldi hún að henni hafi verið mismunað með þessu, nánar tiltekið með beinni mismunun á grundvelli fötlunar og leitaði til kærunefndarinnar. Vísaði hún til ýmissa ákvæða laga um jafna meðferð utan vinnumarkaðar, auk mannréttindakafla stjórnarskrár, og þeirrar skyldu sem hvíli á fyrirtækjunum að tryggja henni aðlögun. Auk þess sé um að ræða aðgengi að rafrænni opinberri stjórnsýslu sem og margvíslegri almennri opinberri þjónustu. Það hafi verið með öllu ókannað hvort hún geti, hvort heldur óstudd eða með stuðningi, notast við einu útfærslu rafrænnar undirskriftar sem mótuð hefur verið hér á landi. Fyrirtækin báru fyrir sig að konan hafi ekki uppfyllt lagaskilyrði fyrir því að fá útgefin fullgild rafræn skilríki sér til handa þar sem hún geti ekki ein og óstudd beitt fullgildum rafrænum skilríkjum. Kærunefndin taldi að konan hafi sýnt fram á mismunum og að það kæmi í hlut fyrirtækjanna að sýna fram á að aðrar ástæður en fötlun hafi legið til grundvallar ákvörðun þeirra. Fyrirtækin hafi ekki kannað hvort kærandi gæti sjálf slegið inn PIN-númer á síma með öðrum hætti eða jafnvel auðkennt sig með öðrum hætti sem næði sömu markmiðum. Þau hafi ekki uppfyllt skyldu sem hvíli á þeim lögum samkvæmt til að gera nauðsynlegar og viðeigandi breytingar og lagfæringar til að fatlaðir einstaklingar geti nýtt sér þjónustuna til jafns við aðra. Með vísan til þessa var talið að konunni hafi verið mismunað á grundvelli fötlunar við ákvörðun um að neita henni um útgáfu á rafrænum skilríkjum. Málefni fatlaðs fólks Jafnréttismál Íslenskir bankar Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Þetta er niðurstaða úrskurðar kærunefndar jafnréttismála sem féll fyrr í mánuðinum. Fram kemur að konan njóti margvíslegrar aðstoðar dagsdaglega, sem miða að því að hún geti lifað sjálfstæðu lífi á eigin forsendum. Hún eigi erfitt með að slá inn á síma en geti tjáð sig. Þegar hún sótti um að fá rafræn skilríki virkjuð í símann sinn í útibúi Arion banka á Egilsstöðum, var henni tjáð aðeins einstaklingum sem gætu einir og óstuddir slegið inn fjögurra stafa PIN-númer í símann sinn fengju þau afgreidd. Henni var því synjað um virkjun þeirra og neitað um viðeigandi aðlögun. Taldi hún að henni hafi verið mismunað með þessu, nánar tiltekið með beinni mismunun á grundvelli fötlunar og leitaði til kærunefndarinnar. Vísaði hún til ýmissa ákvæða laga um jafna meðferð utan vinnumarkaðar, auk mannréttindakafla stjórnarskrár, og þeirrar skyldu sem hvíli á fyrirtækjunum að tryggja henni aðlögun. Auk þess sé um að ræða aðgengi að rafrænni opinberri stjórnsýslu sem og margvíslegri almennri opinberri þjónustu. Það hafi verið með öllu ókannað hvort hún geti, hvort heldur óstudd eða með stuðningi, notast við einu útfærslu rafrænnar undirskriftar sem mótuð hefur verið hér á landi. Fyrirtækin báru fyrir sig að konan hafi ekki uppfyllt lagaskilyrði fyrir því að fá útgefin fullgild rafræn skilríki sér til handa þar sem hún geti ekki ein og óstudd beitt fullgildum rafrænum skilríkjum. Kærunefndin taldi að konan hafi sýnt fram á mismunum og að það kæmi í hlut fyrirtækjanna að sýna fram á að aðrar ástæður en fötlun hafi legið til grundvallar ákvörðun þeirra. Fyrirtækin hafi ekki kannað hvort kærandi gæti sjálf slegið inn PIN-númer á síma með öðrum hætti eða jafnvel auðkennt sig með öðrum hætti sem næði sömu markmiðum. Þau hafi ekki uppfyllt skyldu sem hvíli á þeim lögum samkvæmt til að gera nauðsynlegar og viðeigandi breytingar og lagfæringar til að fatlaðir einstaklingar geti nýtt sér þjónustuna til jafns við aðra. Með vísan til þessa var talið að konunni hafi verið mismunað á grundvelli fötlunar við ákvörðun um að neita henni um útgáfu á rafrænum skilríkjum.
Málefni fatlaðs fólks Jafnréttismál Íslenskir bankar Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira