Sport

Ekkert lið fengið færri stig en City

Margur klórar sér í kollinum yfir agalegu gengi Englandsmeistara Manchester City sem töpuðu enn einum leiknum, 2-1 fyrir Manchester United á Etihad-vellinum í gær. Ekkert lið hefur safnað færri stigum frá 1. nóvember.

Enski boltinn

Þórir vildi Haaland í hand­boltann

Þórir Hergeirsson vann sinn sjötta Evróputitil með Noregi í gær á sama tíma og Erling Haaland þurfti að sætta sig við tap í Manchesterslag í ensku úrvalsdeildinni. Þórir reyndi að sannfæra Haaland um að velja handboltann framyfir fótboltann á sínum tíma.

Enski boltinn

Sparkað eftir skelfi­legt gengi

Southampton er búið að reka knattspyrnustjórann Russell Martin eftir skelfilegt gengi liðsins á tímabilinu til þessa. Southampton er eitt og yfirgefið á botni ensku úrvalsdeildarinnar.

Enski boltinn

Barcelona á­fram í brasi

Slakt gengi Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni hélt áfram í kvöld þegar liðið beið lægri hlut gegn smáliði Leganes. Barcelona hefur aðeins unnið einn sigur í síðustu sex deildarleikjum.

Fótbolti

Mikael og fé­lagar úr leik í bikarnum

Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði liðs AGF sem tapaði 4-2 gegn Bröndby í danska bikarnum í dag. Þá var Sverrir Ingason í liði Panathinaikos sem er í toppbaráttu í Grikklandi.

Fótbolti

Þórir kvaddi norska liðið með Evrópu­titli

Þórir Hergeirsson kveður norska landsliðið í handknattleik með Evrópumeistaratitli en Noregur vann öruggan sigur á Dönum í úrslitaleik í Vínarborg í dag. Þetta er ellefti stóri titill norska liðsins undir stjórn Þóris.

Handbolti

Jólin verða rauð í Manchester­borg

Tvö mörk undir lokin tryggðu Manchester United gríðarlega sætan sigur gegn nágrönnum sínum í Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lið City hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö deildarleikjum sínum.

Enski boltinn