Sport

Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum
Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði fyrirliða liðsins, Bruno Fernandes, í hástert eftir að hann skoraði þrennu í 4-1 sigri á Real Sociedad í gær. Hann segir þó að Fernandes hafi einn galla í leik sínum.

Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út
Í gærkvöld kláruðust 16-liða úrslit í Evrópudeild og Sambandsdeild karla í fótbolta og ljóst hvernig átta liða úrslitin líta út í öllum þremur Evrópukeppnum UEFA.

„Engin draumastaða“
Gunnar Magnússon mun taka við sem þjálfari handboltaliðs Hauka öðru sinni í sumar þegar hann lýkur störfum hjá Aftureldingu. Vera má að liðin mætist í úrslitakeppninni áður en að þjálfaraskiptunum verður.

Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels
Thomas Tuchel hefur nú valið sinn fyrsta landsliðshóp eftir að hafa verið ráðinn landsliðsþjálfari Englands í fótbolta. Marcus Rashford er í hópnum, í fyrsta sinn í tólf mánuði.

Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn
Saumaskandalinn sem hefur skekið skíðaheiminn heldur áfram að draga dilk á eftir sér. Alls fimm norskir skíðastökkvarar hafa nú verið settir í tímabundið bann.

Sir Alex er enn að vinna titla
Sir Alex Ferguson er sigursælasti knattspyrnustjórinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en fyrrum stjóri Manchester United er ekkert hættur að vinna þótt að hann sé hættur í fótboltanum.

Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti
Patrick Dorgu, leikmanni Manchester United, var hrósað fyrir íþróttamannslega hegðun í leiknum gegn Real Sociedad í Evrópudeildinni gær. Hann bað dómara leiksins um að taka til baka vítaspyrnu sem United fékk.

„Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“
Fimm ár eru síðan að Jónína Þórdís Karlsdóttir endurvakti kvennalið Ármanns í körfubolta. Liðið hefur nú tryggt sér sæti í efstu deild frá og með næsta tímabili. Sextíu og fimm ár eru liðin síðan liðið var þar síðast.

„Kominn tími á konu í Formúlu 1“
Hin danska Alba Hurup Larsen ætlar sér að skrifa nýjan kafla í sögu Formúlu 1 enda hefur hún sett sér risamarkmið.

Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi
Það eru beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á föstudögum.

Óttaðist að ánetjast svefntöflum
Liðsfélagi Hákonar Rafns Valdimarssonar landsliðsmarkvarðar og fyrirliði enska úrvalsdeildarliðsins Brentford hefur rætt opinberlega notkun sína á svefntöflum. Hann segir að allir þurfi að passa sig.

Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító
Rangers komst í kvöld áfram í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir sigur á tyrkneska liðinu Fenerbahce í vítakeppni.

Danskur fótboltamaður skiptir um landslið
Danski varnarmaðurinn Stefan Gartenmann vill ekki spila lengur fyrir danska landsliðið heldur ætlar hann nú hér eftir að spila fyrir svissneska landsliðið.

„Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“
Logi Gunnarsson var að vonum sáttur með sigur sinna manna í kvöld þegar Njarðvíkingar báru sigurorð af Tindastól 101-90 í IceMar-höllinni í kvöld.

Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var að vonum sáttur við sigur sinna manna þegar liðið fékk Grindavík í heimsókn í 21. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld.

Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað
Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, segir að slakur fyrri hálfleikur hafði orðið sínu liði að falli þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Val í næstsíðustu umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld.

Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum
Tottenham komst í kvöld í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir 3-1 sigur á hollenska liðinu AZ Alkmaar í seinni leik þeirra í sextán liða úrslitum.

Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford
Manchester United er komið áfram í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir 4-1 sigur á spænska liðinu Real Sociedad á Old Trafford í kvöld. United vann 5-2 samanlagt.

Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum
Albert Guðmundsson og félagar í Fiorentina eru komnir áfram í átta liða úrslit Sambandsdeildarinnar eftir 3-1 sigur í seinni leiknum á móti Panathinaikos.

„Við reyndum að gera alls konar“
Lárus Jónsson þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn var auðmjúkur eftir tap gegn Álfnesingum í kvöld sagði andstæðingana einfaldlega hafa verið betra liðið í leiknum sem Þórsarar komust aldrei í takt við.

Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð
Njarðvíkingar sýndu styrk sinn í kvöld með því að vinna ellefu stiga sigur á deildarmeistaraefnunum í Tindastól, 101-90, í Bónus deild karla í körfubolta í Njarðvík. Þetta var sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð en Stólarnr töpuðu aftur á móti öðrum útileik sinum í röð.

„Vonandi lærum við af þessu“
KR vann lífsnauðsynlegan sigur á föllnum Haukum Bónus-deild karla í kvöld en KR er í harði baráttu um sæti í úrslitakeppninni og mátti ekki við að misstíga sig í kvöld eftir að hafa tapað síðasta leik gegn ÍR.

Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld
Martin Hermannsson og félagar í þýska Alba Berlin hafa ekki unnið marga sigra í Euroleague deildinni í körfubolta í vetur en þeir unnu flottan sigur í kvöld.

Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri
Álftanes vann öruggan 108-96 sigur á Þór frá Þorlákshöfn þegar liðin mættust í Bónus-deildinni í kvöld. Álftnesingar er öruggt í úrslitakeppnina en Þór þarf áfram að berjast fyrir sínu sæti.

Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga
Valur vann afar sannfærandi sigur, dd-dd, þegar liðin leiddu saman hesta sína í 21. og næstsíðustu umferð Bónus-deildar karla í körfubolta á í N1-höllinni að Hlíðarenda í kvöld.

Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik
Fjögur lið eru komin áfram í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir að leikjum í fyrri leikjahópi kvöldsins er lokið.

Markvörður FH fer heim til Keflavíkur
FH og Keflavík hafa náð samkomulagi um félagsskipti markvarðarins Sindra Kristins Ólafssonar en þetta kemur fram á miðlum FH-inga í kvöld.

Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna
Real Madrid komst í gærkvöldi áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar á kostnað nágranna þeirra í Atlético de Madrid. Umgengi leikmanna liðsins var aftur á móti alls ekki til fyrirmyndar.

Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi
Alfreð Gíslason stýrði þýska landsliðinu í kvöld í jafntefli á móti Austurríki á útivelli í undankeppni Evrópumótsins í handbolta.

Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum
KR-ingar þurftu nauðsynlega á sigri að halda í kvöld þegar Haukar sóttu Meistaravellina heim enda sæti í úrslitakeppninni í húfi fyrir heimamenn. Það var þó ekki að sjá á leik þeirra í byrjun að mikið væri undir.