Sport

Segir Arteta líkari Mourin­ho en Guar­diola

Jamie Carragher, fyrrverandi varnarmaður Liverpool og núverandi sparkspekingur fyrir Sky Sports, gagnrýndi Mikel Arteta og leikaðferð hans í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Þar gerði Arsenal 2-2 jafntefli við Liverpool á heimavelli en gestirnir jöfnuðu á 81. mínútu leiksins.

Enski boltinn

Ein sú besta ó­létt

Norska handknattleikskonan Nora Mørk er ólétt. Hún hefur undanfarin ár verið ein albesta handknattleikskona heims. Faðirinn er sænski handknattleiksmaðurinn Jerry Tollbring en hann spilar með Füchse Berlín í Þýskalandi.

Handbolti

Rodri bestur í heimi 2024

Spænski miðjumaðurinn Rodri hlýtur Gullboltans árið 2024. Það þýðir að hann er besti leikmaður í heimi að mati franska tímaritsins France Football. Það hefur verðlaunað besta knattspyrnumanns heims ár hvert frá árinu 1956.

Fótbolti

Real Madríd og Barcelona lið ársins

Real Madríd hlaut í kvöld verðlaun sem lið ársins í karlaflokki á meðan Barcelona hlaut sömu verðlaun í kvennaflokki. Markvörður ársins er Emi Martínez á meðan þjálfarar ársins eru Emma Hayes og Carlo Ancelotti.

Fótbolti

Yamal besti ungi leik­maður heims

Evrópumeistarinn Lamine Yamal vann í kvöld Kopa-verðlaunin sem eru hluti af verðlaunahátíðinni þegar Gullboltinn er tilkynntur. Verðlaunin hlýtur besti leikmaður heims undir 21 árs aldri.

Fótbolti

Gló­dís Perla í 22. sæti yfir bestu leik­menn heims

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Þýskalandsmeistara Bayern München og íslenska landsliðsins í fótbolta, er 22. besta knattspyrnukona heims samkvæmt franska tímaritinu France Football. Tímaritið hefur veitt Gullboltann í kvennaflokki frá árinu 2018.

Fótbolti

Túfa stýrir Val á næsta tíma­bili

Engar þjálfara­breytingar munu eiga sér stað hjá karla­liði Vals í fót­bolta milli tíma­bila. Sr­djan Tufegdzic, sem tók við þjálfara­stöðunni á Hlíðar­enda í ágúst fyrr á þessu ári eftir að Arnari Grétars­syni hafði verið sagt upp störfum, verður á­fram þjálfari liðsins.

Íslenski boltinn