Sport

Jürgen Klopp: Ég vil ekki stíga á neinar tær

Jürgen Klopp hefur komið fram og varið þá ákvörðun sína að taka við starfi hjá Red Bull fótboltasamsteypunni. Hann hefur fengið hörð viðbrögð og mikla gagnrýni í heimalandi sínu ekki síst frá stuðningsmönnum hans gömlu félaga í heimalandinu, Mainz og Dortmund.

Fótbolti

Svona endur­heimti Breiða­blik titilinn: Upp­risan, kaflaskilin og breyttar á­herslur

Eftir að hafa verið 25 stigum á eftir Víkingi í fyrra tryggði Breiðablik sér Íslandsmeistaratitilinn eftir sannfærandi sigur í úrslitaleik liðanna á sunnudaginn. En hvernig fóru Blikar að því að endurheimta titilinn? Tímabilið 2024 í Kópavoginum er meðal annars saga af upprisu leikmanna, lykilbreytingu á miðju tímabili, breyttum áherslum og draumaendi.

Íslenski boltinn

Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði

„Ég verð að segja að við vorum með heppnina með okkur í liði á köflum,“ sagði Ruud van Nistelrooy, tímabundinn þjálfari Manchester United eftir 5-2 sigur liðsins á Leicester City í 16-liða úrslitum enska deildarbikarsins. Rauðu djöflarnir mæta Tottenham Hotpsur í 8-liða úrslitum.

Enski boltinn

Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta

Tinna Guðrún Alexandersdóttir, leikmaður Hauka, var ein af ástæðum þess að leikur Vals og Hauka í Bónus deild kvenna í körfuknattleik varð ekki spennandi nema í fyrsta leikhluta. Leikurinn endaði 69-84 fyrir Hauka sem eru einar á toppi deildarinnar.

Körfubolti

Auð­velt hjá Tryggva Snæ og fé­lögum

Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Bilbao Basket lentu ekki í teljandi vandræðum gegn Balkan Botevgrad frá Búlgaríu í Evrópubikar FIBA í körfubolta. Það sama verður ekki sagt um Elvar Má Friðriksson og félaga í gríska liðinu Maroussi.

Körfubolti