Skoðun

Innviðaskuld

Rúnar Vilhjálmsson skrifar

Óska ber nýrri ríkisstjórn velfarnaðar. En stjórnin hefur nú hafið sín störf með því að leggja áherslu á aukinn sparnað og hagræðingu hjá hinu opinbera. Það vekur mann óhjákvæmilega til umhugsunar. Staðreyndin er sú að opinber þjónusta í landinu sætti miklum niðurskurði fjárlaga eftir bankahrunið 2008, og sá niðurskurður var ekki bættur nema að hluta til þegar betur fór að ára. Við hafa tekið fjárlagaár aðhalds og hagræðingarkröfu á hendur opinberra stofnana til þessa dags.

Skoðun

Ég vil fá boð í þessa veislu!

Silja Björk Björnsdóttir skrifar

Það voru eflaust mörg sem ráku upp stór augu yfir veisluatriðinu í Áramótaskaupinu þar sem persónur Pálma Gests, Kötlu Margrétar og Kristbjargar Kjeld útskýra fyrir ungum veislugesti kosti þess að nota hin ýmsu hugvíkkandi efni í meðferðarskyni. Mörgum kann að þykja grínið fjarstæðukennt en önnur vita að slíkar samræður verða æ algengari.

Skoðun

Mögnum markþjálfun til fram­tíðar

Lella Erludóttir skrifar

Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað undanfarin ár í íslensku atvinnulífi um mikilvægi markþjálfunar til þess að styðja við stjórnendur og starfsfólk og auka velsæld og árangur innan fyrirtækja.

Skoðun

Blekking Valkyrjanna

Högni Elfar Gylfason skrifar

Ég hef í spjalli við ýmsa orðið þess áskynja að sumir trúa lyginni sem haldið hefur verið að fólki árum saman um „áframhald“ aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Þannig hefur fólk í Viðreisn, Samfylkingu og aðrir með sambærilega siðferðisvitund hamrað á því að hægt sé að setjast niður í einhverskonar óformlegt kaffispjall við ESB í þeim tilgangi að komast að því „hvað sé í boði“ fyrir Ísland ef landið gengi í sambandið.

Skoðun

Harm­leikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum

Hilmar Þór Hilmarsson skrifar

Stríðið í Úkraínu hefur nú staðið yfir í hér um bil 3 ár sé miðað er við innrás Rússa inní Úkraínu 24. febrúar 2022, en í rúm 10 ár ef miðað er við yfirtöku Krímskagans 2014. Það er eðlilegt að margir spyrji spurninga um þetta stríð og Andri Þorvarðarson sendi mér nokkrar í grein á visir.is 1. janúar 2024 sem ég þakka honum fyrir.

Skoðun

For­vitni er lykillinn að fram­tíðinni

Árni Sigurðsson skrifar

Hvað einkennir besta kennarann? Er það sá sem sýður þykka staðreyndasúpu úr óteljandi smáatriðum eða sá sem kveikir fróðleiksþorstann? Oft er sagt að besti kennarinn gefi frekar vísbendingar um svör en að rétta þau fram á silfurfati – sýni hvar á að leita en ekki hvað á að finna.

Skoðun

Tölum endi­lega um stað­reyndir

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Full ástæða er til þess að taka undir með Gunnari Hólmsteini Ársælssyni, stjórnmálafræðingi og fyrrverandi stjórnarmanni í Evrópusamtökunum, í grein hans á Vísi í gær þar sem hann kallaði eftir því að umræðan um Evrópusambandið færi fram á grundvelli staðreynda.

Skoðun

Ekki meira bull, takk!

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Nú liggur fyrir að á næstu misserum verður aftur farið að ræða Evrópumálin hér á landi. Vegna þeirrar ákvörðunar nýrrar ríkisstjórnar að halda þjóðaratkvæði um það hvort taka skuli aftur upp aðildarviðræður að nýju við ESB.

Skoðun

Um eflingu rannsóknainnviða ferða­þjónustunnar

Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson og Edward H. Huijbens skrifa

Fyrir um það bil 15 árum, vorið 2010, vakti birting á tölum um rannsóknarfé ferðaþjónustunnar nokkra athygli. Í ljós kom að ferðaþjónusta fékk 0,5% af heildarfjármagni sem ríkið varði til rannsóknarstarfs helstu atvinnuvega á árinu 2007.

Skoðun

Yrkjum lífs­gæði í Dölunum

Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Gleðilegt nýtt ár kæri lesandi, nú í upphafi árs 2025 langar mig til að vekja athygli á eftirfarandi verkefnum sem við í Dalabyggð höfum unnið með íbúum í Dölunum að undanfarin misseri í samstarfi við fleira gott fólk .

Skoðun

Átta hag­nýt orkuverkefni

Björn Hauksson skrifar

Helmingur orkunotkunar á Íslandi er raforka, fjórðungur er jarðvarmi, olía notuð innanlands er 15% og olía fyrir millilandaflug er 10%. Samhljómur er um að auka orkuöryggi, draga sem fyrst úr olíunotkun og auka orkunýtni.

Skoðun

Vöru­húsið í Álfa­bakka - í boði hvers?

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Græni veggurinn, vöruskemman verður rædd í borgarstjórn Reykjavíkur 7. janúar 2025 af tveimur flokkum minnihlutans. Borgarfulltrúi Flokks fólksins mun leggja til að að borgarstjórn samþykki að fela innri endurskoðun og ráðgjöf Reykjavíkurborgar eða öðrum óháðum aðila að gera stjórnsýsluúttekt á skipulagsferli er varðar Álfabakka 2a, Suður-Mjódd, vöruskemmunni.

Skoðun

Isavia sóar fjár­magni í eigin í­mynd

Skúli Gunnar Sigfússon skrifar

Við sáum áþreifanlegt dæmi á gamlárskvöld um það hvernig skilin eru oft á milli hins opinbera og einkageirans. Í þeim aðstæðum sem hér hafa verið þar sem vextir eru háir og hægst hefur á hagkerfinu hafa fyrirtæki á einkamarkaði þurft að huga vel að rekstri og þá sérstaklega kostnaði.

Skoðun

For­seti ASÍ á skautum

Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Það er sjálfsagt mál og eðlilegt að takast á um það sem betur má fara í samfélaginu. Sú umræða endar aldrei og ný vandamál skjóta upp kollinum um leið og ráðið er bót á öðrum.

Skoðun

Ís­land undaskilið al­þjóð­legum kolefniskvóta

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar

Í ljósi landfræðilegrar legu Íslands hallar á þjóðina þegar kemur að því að uppfylla skuldbindingar að alþjóðlega kvótakerfi kolefnissporsins. Þetta kerfi hefur verið gagnrýnt fyrir skort á gegnsæi, svikum og ósanngirni gagnvart smáríkjum eins og Íslandi. Hér eru aðeins hugrenningar um hvers vegna Ísland ætti að vera undanþegið þessu kerfi og hvers vegna núverandi skipulag er bæði óraunhæft og ósanngjarnt fyrir landið.

Skoðun

Munu næstu fjögur ár nægja?

Kolbrún Halldórsdóttir skrifar

Þegar horft er yfir árið 2024 af sjónarhóli launafólks staldra mörg okkar að líkindum við langvinnar kjaraviðræður og þá staðreynd að enn skuli ekki hafa tekist að ljúka öllum samningum. Það þýðir að fjölmargt launafólk hefur þurft að bíða í allt að ár eftir kjarasamningsbundnum launahækkunum.

Skoðun

Sníkju­dýr? Efling af­hjúpar eðli sitt

Aðalgeir Ásvaldsson skrifar

Hún var aldeilis falleg áramótakveðjan sem íslenskir veitingamenn, viðskiptavinir og þúsundir starfsmanna veitingageirans fengu frá Eflingu. Áramótakveðjan, sem sett var fram af stjórnarmanni Eflingar og framkvæmdastjóra vinnudeilusjóðs verkalýðsfélagsins, sýnir svart á hvítu viðhorf forsvarsmanna þess, málefnafátækt, upphrópanastíl, ósannindagraut og veruleikafirringu.

Skoðun

Stór­kost­lega ungur

Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar

Árið sem ég byrjaði í Ísaksskóla heyrðist í útvarpi afrakstur þriggja hljómsinnaðra þjóðverja, sem bar titilinn „Forever Young“. Ögrandi staðhæfingar um ásókn í eilífa æsku og hlustandanum boðið að íhuga hvort hann sjálfur myndi óska þess að lifa að eilífu.

Skoðun

Gervi­greind: Ný tíma­mót í mann­legri sögu

Sigvaldi Einarsson skrifar

Við lifum á tímum þar sem tækniframfarir hafa umbreytt heiminum á áður óhugsandi hátt. Gervigreind (e. artificial intelligence) er ekki lengur framtíðartækni; hún er hluti af daglegu lífi okkar og hefur áhrif á allt frá heilsugæslu til sköpunargáfu. En hvernig getum við tryggt að þessi tækni verði nýtt á sem farsælastan hátt?

Skoðun

Tafir á rétt­læti: Opin gagn­rýni á kæru­nefnd jafn­réttis­mála og eftir­lit jafnréttisráðherra

Erna Guðmundsdóttir skrifar

Í lýðræðisþjóðfélagi er hornsteinn réttlætis m.a. málshraði. Þegar stofnanir sem hafa það hlutverk að gæta sanngirni og jafnræðis ná ekki að tryggja það er kjarni réttlætisins í hættu. Sem vinnuréttarlögmaður hef ég af eigin raun séð slæm áhrif slíkra mistaka og í dag get ég ekki annað en bent á annmarka kærunefndar jafnréttismála og ábyrgðarleysi þeirra sem hún heyrir undir.

Skoðun

Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úr­skurðað um and­lát á morgun eða hinn

Bjarki Oddsson skrifar

Síðustu daga hefur töluvert verið fjallað um stöðu Heilsugæslunnar í Rangárþingi. Sveitarstjórnarfólk í Rangárþingi ytra hefur látið í sér heyra vegna þess að sýslan er læknalaus og læknar hafa lýst því hvernig stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands(HSU) hafi með undirboðum komið í veg fyrir að læknar fáist til að starfa í Rangárþingi.

Skoðun

Hel­vítis væl alltaf í þessum kalli

Hólmgeir Baldursson skrifar

Ég er ekki feiminn við að tjá skoðanir mínar á opinberum vettvangi eins og með greinarskrifum í Moggann sem enginn nennir að lesa og hér á Vísi sem er ágætis vettvangur fyrir „viðskiptatengda“ umræðu, enda les enginn facebook vinur minn neitt eða lækar, sem ekki tengist fjölskyldu og ferðalögum.

Skoðun

Þarf alltaf að vera vín?

Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar

Ég lít á íþróttastarfsemi á Íslandi sem ómetanlegan þátt í samfélaginu okkar, þar sem hún þjónar heilsueflingu, forvörnum og félagslegri uppbyggingu, sérstaklega fyrir börn og ungmenni. Hugmyndin um sölu áfengis og annarra vímuefna til styrktar íþróttafélaga vekur miklar áhyggjur. Mér finnst þetta ekki samræmast þeim gildum sem íþróttahreyfingin stendur fyrir.

Skoðun

Að bera virðingu fyrir sjálf­stæðis­bar­áttunni

Anton Guðmundsson skrifar

Sjálfstæðisbarátta Íslendinga er einn helsti hornsteinn íslenskrar sögu. Áratugalöng barátta fyrir sjálfsforræði á 19. og 20. öld tryggði fullveldi árið 1918 og varð hápunktur í stofnun lýðveldisins árið 1944. Þessi barátta var ekki aðeins tákn um sjálfstæði þjóðarinnar, heldur líka grundvöllur fyrir lýðræði, menningu og frelsi. Þjóðin stóð saman í þeirri trú að Íslendingar ættu að vera herrar í eigin landi, ráðstafa eigin auðlindum og ákvarða eigin framtíð.

Skoðun