Lífið

Kepp­endur í Ung­frú Ís­land 2024

Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður haldin í níunda skipti þann 14. ágúst næstkomandi og fer fram í Gamla bíó. Þátttakendur eru 25 talsins og eru ungfrúrnar hver annarri glæsilegri. 

Lífið

Glæsihús Gerðar í Blush aftur á sölu

Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, og kærastinn hennar Jakob Fannar Hansen hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt í Kópavogi á sölu. Húsið var einnig á sölu fyrir tveimur árum en á þeim tíma hefur fasteignaverð þess hækkað um tæpar sjötíu milljónir.

Lífið

Clooney mælti með hand­töku Netanyahu

Amal Clooney er ein þeirra sérfræðinga sem mælti með því við sérstakan saksóknara á vegum Alþjóðaglæpadómstólsins að gefin yrði út handtökuskipun á hendur Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels auk leiðtoga Hamas samtakanna.

Lífið

Sam­einaðu hreyfingu og hlátur í Lyfju­göngunni

Lyfja stendur fyrir göngu og uppistandi út í skógi í Elliðaárdal á morgun, miðvikudaginn 22. maí kl. 18 í Elliðaárdal. Grínistinn Dóri DNA mætir í lok göngunnar og kitlar hláturtaugar göngufólks en rannsóknir sýna að hreyfing, útivera og hlátur geta bætt andlega og líkamlega vellíðan.

Lífið samstarf

Stjörnulífið: Löng helgi, hátíðarsýning og tón­leikar

Helgin var löng og virðast flestir hafa gripið tækifærið til þess að gera eitthvað skemmtilegt. Stjörnur landsins skinu skært eins og þeim einum er lagið hvort sem það var á hátíðarsýningu kvikmyndarinnar Snerting, tónleikum Mínuss og XXX Rottweilerhunda eða á ferðalögum erlendis.

Lífið

Endur­kast sólar­ljóss jafn skað­legt og beint sólar­ljós

Kjartan B. Kristjánsson sjóntækjafræðingur og eigandi Optical Studio segir nauðsynlegt að nota sólgleraugu allt árið um kring. Endurkast sólarljóss sé meira en fólk geri sér grein fyrir og skaði augun. Velja þurfi rétt sólgleraugu. Hann mælir með sólgleraugum frá Maui Jim sem einum bestu sólgleraugum sem völ er á í heiminum þegar kemur að gæðum glerjanna.

Lífið samstarf

Sungið og sungið á Sauð­ár­króki

Það er mikið sungið á Sauðárkróki þessa dagana en ástæðan er sú að leikfélag staðarins er að sýna Litlu hryllingsbúðina. Þrettán leikarar taka þátt í sýningunni en alls koma um fjörutíu manns að sýningunni á einn eða annan hátt.

Lífið

Forðast drama eins og heitan eldinn

Sunneva Ása Weisshappel listakona segir að hún forðist drama eins og heitan eldinn. Hún býr með sambýlismanni sínum, Baltasar Kormáki kvikmyndagerðamanni, stjúpsyninum Stormi ásamt hænum, hestum og kettinum Ösku. Sunneva segir að sér líði best úti í náttúrunni.

Lífið

Fyrsti takóstaðurinn sem fær Michelin-stjörnu

Mexíkóski takóstaðurinn Tacos El Califa de León í San Rafael hverfinu í Mexíkóborg, hlaut nýverið Michelin-stjörnu, en staðurinn er sextándi veitingastaður landsins sem hlýtur þessa eftirsóttu nafnbót.

Matur

Steldu stílnum af konunum í forsetaframboði

Glamúr, íslensk hönnun, látlaust eða litaglatt. Stíll hjá konunum sem eru í forsetaframboði árið 2024 er eins fjölbreyttur og þær eru margar og það getur sannarlega verið áhugavert að fylgjast með framboðsstíl hvers og eins. 

Tíska og hönnun

„Blessunar­lega ekkert stoppaður af for­eldrum mínum“

Tískuáhugamaðurinn og lífskúnstnerinn Jón Breki Jónas er óhræddur við að tjá sig í gegnum tískuna og fer sínar eigin leiðir í klæðaburði. Jón breki er alinn upp í Danmörku en hefur verið búsettur á Íslandi síðastliðin sjö ár. Hann lifir og hrærist í tískuheiminum en stefnir á markaðsfræði í danska háskólanum KEA og elskar að ferðast. Jón Breki er viðmælandi í Tískutali.

Tíska og hönnun

Hönnunarhús Markúsar Mána og Kristínar til sölu

Markús Máni M. Maute, annar stofnandi hug­búnaðarfyr­ir­tæksins Abler, og eiginkona hans Kristín Laufey Guðjónsdóttir hafa sett glæsilegt einbýlishús við Lindarbraut á Seltjarnarnesi á sölu. Ásett verð fyrir eignina er 185 milljónir.

Lífið

Andri og Erla selja í Seljunum

Andri Heiðar Kristinsson fjárfestingastjóri og Erla Ósk Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri sjálfbærni og menningar hjá Símanum hafa sett íbúð sína í Stuðlaseli í Breiðholti á sölu. Ásett verð fyrir eignina er 87,9 milljónir.

Lífið

Hafa ekki sést saman í sjö vikur

Bandarísku ofurhjónin Jennifer Lopez og Ben Affleck hafa ekki sést saman opinberlega í sjö vikur, eða því sem nemur rúmlega fimmtíu dögum. Þetta hefur ekki verið til þess að kveða niður þrálátan orðróm um að það stefni í skilnað.

Lífið

Segir skásta staðinn í bænum í kirkju­garðinum

Tón­list­armaður­inn Gunn­ar Lár­us Hjálm­ars­son, eða Dr. Gunni eins og hann er ávallt kallaður, gaf út nýtt lag á væntanlegri plötu, sem ber nafnið Í bríaríi. Hann lýsir laginu sem gleðilegu sumarrokki en það fjallar um sanna atburði sem gerðust á Norðurlandi.

Tónlist