Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 17. ágúst 2025 07:01 Veiga Dís kynntist lyftingum á unglingsaldri og varð strax heltekin. Vísir/Anton Brink Í heimi þar sem karlar hafa löngum verið ráðandi stendur Veiga Dís Hansdóttir , 155 sentimetrar á hæð, og rústar öllum hugmyndum um hvað „litlar konur“ geta eða geta ekki gert. Á seinasta ári braut hún blað í fjörtíu ára langri sögu keppninnar um Sterkasta mann Íslands með því að verða fyrsta konan til að dæma á mótinu. Veiga Dís sem er húsasmiður að mennt, byrjaði að æfa lyftingar með bræðrum sínum á sínum tíma og kolféll fyrir íþróttinni. Breytt viðhorf Veiga Dís er fædd og uppalin í Hafnarfirði og býr þar enn í dag. „Þegar ég var yngri var ég alltaf mjög mikið að elta eldri bræður mína tvo í því sem þeir voru að gera og það var alltaf bara mjög eðlilegt fyrir mér að gera það. Ég upplifði það aldrei að ég gæti ekki gert það sama og þeir, bara af því að ég var stelpa. Ég prófaði allskonar íþróttir; sund, dans, körfubolta, handbolta og körfubolta. En ég var ekki að finna mig í neinu af þessu. Ég entist hvað lengst í fótboltanum, en það var nú meira bara af því að allir aðrir voru að æfa fótbolta. Svo kynntist ég jiu jitsu og var í því í nokkur ár og fannst það geggjað.“ Þegar Veiga Dís var kominn á unglingsaldur kynntist hún síðan lyftingum, í gegnum eldri bræður sína sem voru á fullu í sportinu. Þá kviknaði líka áhuginn á vaxtarrækt. „Og ég varð strax alveg heltekin. Á þessum tíma var lítið um konur í lyftingum og aflraunum. Maður tók alveg eftir að þetta var eitthvað svona „tabú.“ Vinkonur mínar voru margar tregar við að lyfta af því að þær voru hræddar við að verða of stórar og massaðar. En sem betur fer þá hefur viðhorfið breyst mikið síðan þá, mér finnst þetta vera allt öðruvísi í dag. Það er helst að maður finni fyrir einhverju svona viðhorfi hjá eldri kynslóðinni. Það er fullt af stelpum sem vilja prófa en hafa ekki þorað að mæta fyrr en þær koma og sjá þetta.Það er auðvitað búið að margsanna sig að konur sem eru að keppa í kraftlyftingum eru svo sannarlega ekkert ókvenlegri en aðrar. Í lyftingum bætiru auðvitað á þig vöðvamassa en þú ert aldrei að fara missa kvenleikann - ekki þá kanski nema með að fara og dæla í þig testórsterón!“ Veiga Dís segir viðhorfið til kvenna í lyftingum hafa breyst mikið á undanförnum árum.Vísir/Anton Brink Fimmtánda sterkasta kona á Íslandi Árið 2015 tók Veiga Dís í fyrsta sinn þátt í keppninni um Sterkustu konu Íslands, þá sautján ára gömul. Það var fyrir tilstuðlan eldri bróður hennar sem hvatti hana til að taka þátt. Það var hennar fyrsta aflraunamót. „Ég lenti að vísu í næst seinasta sæti, fimmtánda sæti af sextán, en það skipti mig samt engu máli, mér fannst þetta bara geggjað – og mér fannst ótrúlega nett að geta sagt að ég væri fimmtánda sterkasta kona á Íslandi! Ég hef því miður tekið eftir því í dag að það virðist vera erfitt að fá stelpur til keppa, stelpur er oft hræddar um að þær séu ekki „nógu“ sterkar. En eins og í mínu tilfelli var það þannig að ég hafði engin viðmið, ég vissi ekkert hvað ég „þyrfti“ að vera sterk, mér fannst ég bara vera sterk og flott og ég vildi keppa. Ég var ekki að bera mig saman við hina keppendurna. Þess vegna reyni ég alltaf að hvetja stelpur til að keppa með því að benda þeim á að þetta snýst ekki endilega um að vinna, heldur ertu að gera þetta fyrir sjálfa þig. Enda geturu ekki miðað þig við einhverja sem er kanski búin að vera að æfa í tíu ár. Þú ert fyrst og fremst að keppa við sjálfa þig. Þetta snýst um að mæta og keppa og gera sitt besta, svo kemuru á næsta mót og reynir þá bæta eigin árangur frá seinasta móti. Kraftlyftingar og aflraunir, þetta er svipað og í golfi þar sem þú ert alltaf að reyna að bæta forgjöfina. Að ná síðan þyngd sem þú ert buin að vera stefna að í margar vikur, það er besta tilfinning í heimi. Ári seinna hvatti Ragga, vinkona Veigu Dísar úr Sterkustu konu Íslands, hana til að keppa á kraftlyftingamóti. „Á þessum tíma gat ég tekið 40 kíló í bekk, en það skipti engu, þetta var frábær reynsla og svo tók ég aftur þátt árið á eftir.“ Veiga Dís byrjaði síðan að æfa kraftlyftingar á fullu árið 2018; fékk sér þjálfara og byrjaði markvisst að æfa réttstöðulyftu, hnébeygju og bekkpressu. Árið 2020 vann hún titilinn Stálkona Íslands og það var hennar fyrsti sigur á aflraunamóti. Hún tók síðan aftur þátt í keppninni um Sterkustu konu Íslands næstu þrjú ár á eftir. „Svo eignaðist ég strákinn minn árið 2024 og keppti síðan fjórum mánuðum eftir að hann fæddist.“ Veiga Dís er ein af fáum konum hér á landi sem eru með dómararéttindi í kraftlyftingum.Vísir/Anton Brink Eina stelpan í húsasmíðanáminu Veiga Dís lærði á sínum tíma húsasmíði, sem rétt eins og lyftingar og aflraunir er ákveðinn „karlaheimur.“ Það er reyndar skemmtileg tilviljun að nafnið hennar Veigu Dísar hefur sterka tilvísun í bæði karlæga og kvenlega eiginleika. Veiga þýðir „styrkur“ á meðan nafnið Dís þýðir „gyðja.“ „Ég fór í húsasmíðanámið beint eftir grunnskóla. Pabbi er smiður og það hafði eflaust áhrif að einhverju leyti en það var alls ekki aðalástæðan fyrir því að ég ákvað að fara í námið. Ég ætlaði upphaflega að fara á málabraut í MH en svo fór ég á kynningu þegar ég var í tíunda bekk og sá Tækniskólabásinn. Ég fékk svo að koma og skoða smíðadeildina í Tækniskólanum og ég varð bara alveg heilluð. Þegar ég var að byrja í húsasmíðanáminu á sínum tíma fengu mamma og pabbi mörg svona komment frá fólki eins og: „Á hún erfitt með bókina?“ Fólk gerði einhvern veginn ráð fyrir því að ég hlyti að eiga erfitt með bóknám bara vegna þess að ég ákvað að fara í iðnnám. Ég var eina konan í náminu en við vorum reyndar þrjár sem tókum síðan sveinsprófið á sama tíma, sem mér skilst að hafi verið eitthvað met. Þegar ég útskrifaðist þá voru 39 konur á landinu sem voru húsasmiðir. Mér skilst að þessi tala sé komin yfir 80 í dag, sem er auðvitað mjög jákvæð þróun. Ég er meðlimur í Félagi fagkvenna í iðngreinum og við hittumst reglulega. Þegar ég var að byrja í náminu þá var ekki séns á að ég gæti rætt við vinkonur mínar um einhverja svona hluti eins og hvernig borvél ég ætti að kaupa- þeim gat ekki verið meira sama! Þess vegna er svo frábært að hafa þennan stuðning og ég held að það sé mikilvægt að konur viti af þessu félagi, að það sé til þessi vettvangur fyrir konur sem eru að starfa í þessum karlægu iðngreinum.“ Alex, unnusti Veigu Dísar vinnur líka sem smiður. Þau eru augljóslega eitt af þeim pörum sem hika ekki við að taka til hendinni og nýta kunnáttuna sem þau búa bæði yfir. „Við erum búin að gera upp þrjár íbúðir saman og vorum að klára að græja íbúð í bílskúrnum heima hjá okkur.“ „Veistu hvað þetta er hættuleg vinna?“ Áralöng reynsla af lyftingum og aflraunum hefur svo sannarlega komið Veigu Dís að gagni í húsasmíðastarfinu en hún hefur líka orðið vör við fordóma. „Ég hef sem betur fer ekki lent í mörgum atvikum, en ég hef vissulega fundið fyrir þessu. Þegar ég var búin með fyrsta árið í náminu fór ég að leita að sumarvinnu og fór á hina og þessa staði og sótti um vinnur. Á einum stað fór ég inn á byggingasvæði, með ferilskrána mína í höndunum og labbaði upp að tveimur eldri mönnum og spurði við hvern ég ætti að tala um mannaforráð. Þeir hlógu báðir og spurðu af hverju ég væri að pæla í því. Þegar ég sagði þeim að ég væri komin til að sækja um vinnu þá hlógu þeir aftur. „Veistu hvað þetta er hættuleg vinna fyrir svona litla konu eins og þig?“ Ég svaraði því að ég gerði mér nú bara fullkomlega grein fyrir því, enda væri kennd öryggisfræði í skólanum. Áralöng reynsla af lyftingum og aflraunum hefur svo sannarlega komið Veigu Dís að gagni í húsasmíðastarfinuAðsend Ég hef oftar en einu sinni lent í aðstæðum þar sem að einhverjar karlar halda að ég geti ekki það sama þeir, ég geti ekki borið eitthvað eða haldið á þungu. Ég ber það auðvitað ekki með mér að vera sterk. Ég er mjög lágvaxin og er bara 155 cm á hæð.Ég hef unnið mjög mikið með pabba í gegnum tíðina. Í eitt skipti var pabbi með umbúðir áhendinni eftir vinnuslys og gat þess vegna ekki notað höndina til að lyfta hlutum. Það mætti til okkar flutningabílstjóri til að sækja innréttingar sem við höfðum verið að smíða og þegar hann sá hendina á pabba þá hikaði hann og spurði hvernig þeir ættu að fara að þessu, þar sem að pabbi gæti ekki hjálpað honum að bera út í bílinn. Hann gerði að sjálfsögðu ekki ráð fyrir því að ég gæti það. En pabbi benti honum nú á að hann væri með starfsmann í vinnu hjá sér sem væri fullfær um þetta. Svo bara rumpaði ég þessu öllu út í bíl!“ Lyftingar, aflraunar og húsasmíði eru ekki einu áhugamál Veigu Dísar; hún var í kór í mörg ár og spilaði á klarínett og hún lauk á sínum tíma grunnprófi í klassískum söng í söngskólanum í Reykjavík. Tengslin á milli söngsins og lyftinganna eru meiri en það virðist vera á yfirborðinu. „Þú notar nefnilega allan líkamann þegar þú ert að syngja. Og í söng þarftu að læra að beita þindinni rétt. Rétt eins og þegar þú ert að öskra á meðan þú ert að lyfta, þá þarf maður að öskra „rétt“ og þá má ekki nota raddböndin.“ Mikilvægt að sýna frumkvæði Árið 2021 tók Veiga Dís dómararéttindin í kraftlyftingum og síðan þá hefur hún einbeitt sér meira að dómarastörfum og þjálfun og minna að því að keppa sjálf. Á seinasta ári varð hún síðan fyrsti kvendómarinn í fjörtíu ára sögu Sterkasta manns Íslands til að dæma á mótinu. Aðsend „Eftir mótið fór ég allt í einu að pæla í þessu, og spyrjast fyrir og þá komst ég að því að það hafði engin kona dæmt á mótinu áður. Það að fá að vera í dómarateyminu er bæði mikill heiður og stórt skref fyrir konur í þessari. Ég er afskaplega þakklát honum Stefáni Sölva hjá Thor's Power Gym. Hann hefur kennt mér allt sem ég kann.“ segir Veiga Dís en mótið er haldið af Hafþóri Júlíusi Björnssyni og Hjalta Úrsus og er sýnt í beinu streymi út um allan heim. Í ár fékk hún svo aftur boð um að vera aftur dómari, og dæmdi fimm af átta greinum á stærsta aflraunamóti landsins. „Það var frábært að vera sýnt þetta traust og fá þessa staðfestingu. Mér skilst reyndar að þetta sé yfirhöfuð mjög fátítt erlendis líka, að konur séu að dæma á aflraunamótum. En ég held að það stafi ekki endilega af því að konum sé eitthvað sérstaklega meinað að vera dómarar eða þær séu óvelkomnar. Og ég held að það sama gildi um mikið af þessum sviðum sem eru yfirleitt talin karlæg. Veiga Dís hefur verið iðin við að hvetja konur til að prófa lyftingar.Vísir/Anton Brink Ég held að þetta snúist meira um að það vanti bara frumkvæðið hjá konum, það vantar fleiri kvenfyrirmyndir. Tækifærin eru held ég alveg í boði fyrir okkur, stundum þarf ekki meira en að bara láta vita: „Hey, ég er til í þetta.“ Aflraunir Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Veiga Dís sem er húsasmiður að mennt, byrjaði að æfa lyftingar með bræðrum sínum á sínum tíma og kolféll fyrir íþróttinni. Breytt viðhorf Veiga Dís er fædd og uppalin í Hafnarfirði og býr þar enn í dag. „Þegar ég var yngri var ég alltaf mjög mikið að elta eldri bræður mína tvo í því sem þeir voru að gera og það var alltaf bara mjög eðlilegt fyrir mér að gera það. Ég upplifði það aldrei að ég gæti ekki gert það sama og þeir, bara af því að ég var stelpa. Ég prófaði allskonar íþróttir; sund, dans, körfubolta, handbolta og körfubolta. En ég var ekki að finna mig í neinu af þessu. Ég entist hvað lengst í fótboltanum, en það var nú meira bara af því að allir aðrir voru að æfa fótbolta. Svo kynntist ég jiu jitsu og var í því í nokkur ár og fannst það geggjað.“ Þegar Veiga Dís var kominn á unglingsaldur kynntist hún síðan lyftingum, í gegnum eldri bræður sína sem voru á fullu í sportinu. Þá kviknaði líka áhuginn á vaxtarrækt. „Og ég varð strax alveg heltekin. Á þessum tíma var lítið um konur í lyftingum og aflraunum. Maður tók alveg eftir að þetta var eitthvað svona „tabú.“ Vinkonur mínar voru margar tregar við að lyfta af því að þær voru hræddar við að verða of stórar og massaðar. En sem betur fer þá hefur viðhorfið breyst mikið síðan þá, mér finnst þetta vera allt öðruvísi í dag. Það er helst að maður finni fyrir einhverju svona viðhorfi hjá eldri kynslóðinni. Það er fullt af stelpum sem vilja prófa en hafa ekki þorað að mæta fyrr en þær koma og sjá þetta.Það er auðvitað búið að margsanna sig að konur sem eru að keppa í kraftlyftingum eru svo sannarlega ekkert ókvenlegri en aðrar. Í lyftingum bætiru auðvitað á þig vöðvamassa en þú ert aldrei að fara missa kvenleikann - ekki þá kanski nema með að fara og dæla í þig testórsterón!“ Veiga Dís segir viðhorfið til kvenna í lyftingum hafa breyst mikið á undanförnum árum.Vísir/Anton Brink Fimmtánda sterkasta kona á Íslandi Árið 2015 tók Veiga Dís í fyrsta sinn þátt í keppninni um Sterkustu konu Íslands, þá sautján ára gömul. Það var fyrir tilstuðlan eldri bróður hennar sem hvatti hana til að taka þátt. Það var hennar fyrsta aflraunamót. „Ég lenti að vísu í næst seinasta sæti, fimmtánda sæti af sextán, en það skipti mig samt engu máli, mér fannst þetta bara geggjað – og mér fannst ótrúlega nett að geta sagt að ég væri fimmtánda sterkasta kona á Íslandi! Ég hef því miður tekið eftir því í dag að það virðist vera erfitt að fá stelpur til keppa, stelpur er oft hræddar um að þær séu ekki „nógu“ sterkar. En eins og í mínu tilfelli var það þannig að ég hafði engin viðmið, ég vissi ekkert hvað ég „þyrfti“ að vera sterk, mér fannst ég bara vera sterk og flott og ég vildi keppa. Ég var ekki að bera mig saman við hina keppendurna. Þess vegna reyni ég alltaf að hvetja stelpur til að keppa með því að benda þeim á að þetta snýst ekki endilega um að vinna, heldur ertu að gera þetta fyrir sjálfa þig. Enda geturu ekki miðað þig við einhverja sem er kanski búin að vera að æfa í tíu ár. Þú ert fyrst og fremst að keppa við sjálfa þig. Þetta snýst um að mæta og keppa og gera sitt besta, svo kemuru á næsta mót og reynir þá bæta eigin árangur frá seinasta móti. Kraftlyftingar og aflraunir, þetta er svipað og í golfi þar sem þú ert alltaf að reyna að bæta forgjöfina. Að ná síðan þyngd sem þú ert buin að vera stefna að í margar vikur, það er besta tilfinning í heimi. Ári seinna hvatti Ragga, vinkona Veigu Dísar úr Sterkustu konu Íslands, hana til að keppa á kraftlyftingamóti. „Á þessum tíma gat ég tekið 40 kíló í bekk, en það skipti engu, þetta var frábær reynsla og svo tók ég aftur þátt árið á eftir.“ Veiga Dís byrjaði síðan að æfa kraftlyftingar á fullu árið 2018; fékk sér þjálfara og byrjaði markvisst að æfa réttstöðulyftu, hnébeygju og bekkpressu. Árið 2020 vann hún titilinn Stálkona Íslands og það var hennar fyrsti sigur á aflraunamóti. Hún tók síðan aftur þátt í keppninni um Sterkustu konu Íslands næstu þrjú ár á eftir. „Svo eignaðist ég strákinn minn árið 2024 og keppti síðan fjórum mánuðum eftir að hann fæddist.“ Veiga Dís er ein af fáum konum hér á landi sem eru með dómararéttindi í kraftlyftingum.Vísir/Anton Brink Eina stelpan í húsasmíðanáminu Veiga Dís lærði á sínum tíma húsasmíði, sem rétt eins og lyftingar og aflraunir er ákveðinn „karlaheimur.“ Það er reyndar skemmtileg tilviljun að nafnið hennar Veigu Dísar hefur sterka tilvísun í bæði karlæga og kvenlega eiginleika. Veiga þýðir „styrkur“ á meðan nafnið Dís þýðir „gyðja.“ „Ég fór í húsasmíðanámið beint eftir grunnskóla. Pabbi er smiður og það hafði eflaust áhrif að einhverju leyti en það var alls ekki aðalástæðan fyrir því að ég ákvað að fara í námið. Ég ætlaði upphaflega að fara á málabraut í MH en svo fór ég á kynningu þegar ég var í tíunda bekk og sá Tækniskólabásinn. Ég fékk svo að koma og skoða smíðadeildina í Tækniskólanum og ég varð bara alveg heilluð. Þegar ég var að byrja í húsasmíðanáminu á sínum tíma fengu mamma og pabbi mörg svona komment frá fólki eins og: „Á hún erfitt með bókina?“ Fólk gerði einhvern veginn ráð fyrir því að ég hlyti að eiga erfitt með bóknám bara vegna þess að ég ákvað að fara í iðnnám. Ég var eina konan í náminu en við vorum reyndar þrjár sem tókum síðan sveinsprófið á sama tíma, sem mér skilst að hafi verið eitthvað met. Þegar ég útskrifaðist þá voru 39 konur á landinu sem voru húsasmiðir. Mér skilst að þessi tala sé komin yfir 80 í dag, sem er auðvitað mjög jákvæð þróun. Ég er meðlimur í Félagi fagkvenna í iðngreinum og við hittumst reglulega. Þegar ég var að byrja í náminu þá var ekki séns á að ég gæti rætt við vinkonur mínar um einhverja svona hluti eins og hvernig borvél ég ætti að kaupa- þeim gat ekki verið meira sama! Þess vegna er svo frábært að hafa þennan stuðning og ég held að það sé mikilvægt að konur viti af þessu félagi, að það sé til þessi vettvangur fyrir konur sem eru að starfa í þessum karlægu iðngreinum.“ Alex, unnusti Veigu Dísar vinnur líka sem smiður. Þau eru augljóslega eitt af þeim pörum sem hika ekki við að taka til hendinni og nýta kunnáttuna sem þau búa bæði yfir. „Við erum búin að gera upp þrjár íbúðir saman og vorum að klára að græja íbúð í bílskúrnum heima hjá okkur.“ „Veistu hvað þetta er hættuleg vinna?“ Áralöng reynsla af lyftingum og aflraunum hefur svo sannarlega komið Veigu Dís að gagni í húsasmíðastarfinu en hún hefur líka orðið vör við fordóma. „Ég hef sem betur fer ekki lent í mörgum atvikum, en ég hef vissulega fundið fyrir þessu. Þegar ég var búin með fyrsta árið í náminu fór ég að leita að sumarvinnu og fór á hina og þessa staði og sótti um vinnur. Á einum stað fór ég inn á byggingasvæði, með ferilskrána mína í höndunum og labbaði upp að tveimur eldri mönnum og spurði við hvern ég ætti að tala um mannaforráð. Þeir hlógu báðir og spurðu af hverju ég væri að pæla í því. Þegar ég sagði þeim að ég væri komin til að sækja um vinnu þá hlógu þeir aftur. „Veistu hvað þetta er hættuleg vinna fyrir svona litla konu eins og þig?“ Ég svaraði því að ég gerði mér nú bara fullkomlega grein fyrir því, enda væri kennd öryggisfræði í skólanum. Áralöng reynsla af lyftingum og aflraunum hefur svo sannarlega komið Veigu Dís að gagni í húsasmíðastarfinuAðsend Ég hef oftar en einu sinni lent í aðstæðum þar sem að einhverjar karlar halda að ég geti ekki það sama þeir, ég geti ekki borið eitthvað eða haldið á þungu. Ég ber það auðvitað ekki með mér að vera sterk. Ég er mjög lágvaxin og er bara 155 cm á hæð.Ég hef unnið mjög mikið með pabba í gegnum tíðina. Í eitt skipti var pabbi með umbúðir áhendinni eftir vinnuslys og gat þess vegna ekki notað höndina til að lyfta hlutum. Það mætti til okkar flutningabílstjóri til að sækja innréttingar sem við höfðum verið að smíða og þegar hann sá hendina á pabba þá hikaði hann og spurði hvernig þeir ættu að fara að þessu, þar sem að pabbi gæti ekki hjálpað honum að bera út í bílinn. Hann gerði að sjálfsögðu ekki ráð fyrir því að ég gæti það. En pabbi benti honum nú á að hann væri með starfsmann í vinnu hjá sér sem væri fullfær um þetta. Svo bara rumpaði ég þessu öllu út í bíl!“ Lyftingar, aflraunar og húsasmíði eru ekki einu áhugamál Veigu Dísar; hún var í kór í mörg ár og spilaði á klarínett og hún lauk á sínum tíma grunnprófi í klassískum söng í söngskólanum í Reykjavík. Tengslin á milli söngsins og lyftinganna eru meiri en það virðist vera á yfirborðinu. „Þú notar nefnilega allan líkamann þegar þú ert að syngja. Og í söng þarftu að læra að beita þindinni rétt. Rétt eins og þegar þú ert að öskra á meðan þú ert að lyfta, þá þarf maður að öskra „rétt“ og þá má ekki nota raddböndin.“ Mikilvægt að sýna frumkvæði Árið 2021 tók Veiga Dís dómararéttindin í kraftlyftingum og síðan þá hefur hún einbeitt sér meira að dómarastörfum og þjálfun og minna að því að keppa sjálf. Á seinasta ári varð hún síðan fyrsti kvendómarinn í fjörtíu ára sögu Sterkasta manns Íslands til að dæma á mótinu. Aðsend „Eftir mótið fór ég allt í einu að pæla í þessu, og spyrjast fyrir og þá komst ég að því að það hafði engin kona dæmt á mótinu áður. Það að fá að vera í dómarateyminu er bæði mikill heiður og stórt skref fyrir konur í þessari. Ég er afskaplega þakklát honum Stefáni Sölva hjá Thor's Power Gym. Hann hefur kennt mér allt sem ég kann.“ segir Veiga Dís en mótið er haldið af Hafþóri Júlíusi Björnssyni og Hjalta Úrsus og er sýnt í beinu streymi út um allan heim. Í ár fékk hún svo aftur boð um að vera aftur dómari, og dæmdi fimm af átta greinum á stærsta aflraunamóti landsins. „Það var frábært að vera sýnt þetta traust og fá þessa staðfestingu. Mér skilst reyndar að þetta sé yfirhöfuð mjög fátítt erlendis líka, að konur séu að dæma á aflraunamótum. En ég held að það stafi ekki endilega af því að konum sé eitthvað sérstaklega meinað að vera dómarar eða þær séu óvelkomnar. Og ég held að það sama gildi um mikið af þessum sviðum sem eru yfirleitt talin karlæg. Veiga Dís hefur verið iðin við að hvetja konur til að prófa lyftingar.Vísir/Anton Brink Ég held að þetta snúist meira um að það vanti bara frumkvæðið hjá konum, það vantar fleiri kvenfyrirmyndir. Tækifærin eru held ég alveg í boði fyrir okkur, stundum þarf ekki meira en að bara láta vita: „Hey, ég er til í þetta.“
Aflraunir Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira