Lífið

Ríkið ætti að fjárfesta meira í lífsgæðum fatlaðra barna

„Framlag einhverra sem eru með fatlanir og eru að taka þátt í samfélaginu getur verið alveg jafn mikils virði og einhvers fíns forstjóra,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir varaformaður Samfylkingarinnar og fjögurra barna móðir. Hún er líka formaður velferðarráðs og ofbeldisnefndar Reykjavíkurborgar.

Lífið

Glímukappi krækti í Eddu Falak

„Það höfðu greinilega margir áhyggjur af mér og buðust til þess að verða kærastar mínir eftir viðtalið,“ segir Edda Falak í samtali við Vísi. Vonbiðlarnir geta nú lagt árar í bát í bili þar sem Mjölnis þjálfarinn Kristján Helgi á hug á hjarta Eddu þessa dagana.

Lífið

Leikarinn Paul Ritter er látinn

Enski leikarinn Paul Ritter er látinn, 54 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk í þáttunum Friday Night Dinner og Chernobyl, sem og kvikmyndum um Harry Potter og James Bond.

Lífið

„Síðustu þrjár ferðirnar voru mjög krefjandi“

Guðný Petrína Þórðardóttir og Börkur Þórðarson hlupu á dögunum tíu ferðir upp og niður fellið Þorbjörn við Grindavík. Þau söfnuðu með hlaupinu alls 607 þúsund krónum fyrir Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra.

Lífið

Hvenær er óhætt að fara í sleik við ókunnuga?

New York Times birti á dögunum athyglisverða fréttaskýringu þar sem blaðamaður spyr sérfræðinga að því sem eflaust margir eru að velta fyrir sér nú þegar heimsfaraldur kórónuveiru hefur geysað í rúmt ár; „hvenær er óhætt að fara í sleik við ókunnuga?“

Lífið

Mixuðu níu tíma dansveislu fyrir páskana

Páskaþáttur af tónlistarþættinum PartyZone 2021 fór í loftið á Vísi um helgina. Þema þáttarins að þessu sinni var árið 2000. „Árið 2000 var frábært danstónlistar ár og skemmtanalífið hér á landi var mjög viðburðaríkt. Það má segja að plötusnúðamenningin og danssenan hafi verið á algerum yfirsnúningi þetta herrans aldamótaár árið 2000,“ segir í lýsingu aðstandenda þáttanna.

Lífið

Páskaskrautið: Stærstu mistökin að ofhlaða

„Ég er almennt frekar íhaldssöm þegar kemur að skreytingum fyrir hátíðardaga eins og páska og jól og fer alls ekki fram úr mér þegar kemur að skrauti,“ segir Elva Ágústsdóttir innanhússráðgjafi og útstillingahönnuður.

Lífið

1. apríl 2021: Fríar þyrluferðir, lítið notuð kynlífstæki og óvænt bóluefni í boði

Fólk og fyrirtæki keppast gjarnan við að reyna að láta fólk hlaupa apríl á fyrsta degi þessa herrans mánaðar sem er í dag. Þótt almenna reglan hafi í gegnum tíðina verið sú að reyna að fá fólk til að hlaupa apríl í orðsins fyllstu merkingu, það er í tíma og rúmi, þá hafa göbbin í ár líkt og í fyrra mörg einkennst af því að vera á rafrænu formi með einum eða örðum hætti í ljósi kórónuveirufaraldursins.

Lífið

3.500 áhorfendur fá að vera viðstaddir Eurovision

Hollensk stjórnvöld hafa gefið heimild fyrir því að 3.500 áhorfendur fái að vera viðstaddir Eurovision söngvakeppnina sem fram fer í Rotterdam í maí. Eurovision féll niður í fyrra, í fyrsta sinn í sögu keppninnar, vegna kórónuveirunnar.

Lífið

Uppgefinn Víðir grætur í heimildarmynd um Covid-19

Víðir Reynisson fellir tár, Þórólfur Guðnason lýsir martröð og Katrín Jakobsdóttir talar um hættuástand í fyrstu stiklunni sem nú hefur verið birt upp úr heimildaþáttaröðinni Stormur sem fjallar um baráttuna við heimsfaraldur Covid-19 á Íslandi.

Lífið

„Ég trúði engu öðru en að þau væru foreldrar mínir“

Vilhjálmur Albertsson var ættleiddur sem ungbarn af íslenskum hjónum. Fyrir rúmu ári hellti hann sér út í upprunaleit, þá kominn á áttræðisaldur, með dyggri aðstoð dóttur sinnar og tengdasonar. Hann sagði frá þessari reynslu í lokaþættinum af Leitin að upprunanum.

Lífið