Hildur Guðna orðuð við Óskarsverðlaun Bjarki Sigurðsson skrifar 1. september 2022 23:22 Hildur Guðnadóttir með Óskarsstyttuna sem hún vann fyrir myndina Joker. Getty Kvikmyndin Tár var í dag frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Cate Blanchett fer með aðalhlutverk myndarinnar og samdi Hildur Guðnadóttir tónlistina. Hildur er sögð líkleg til að vinna Óskarsverðlaun fyrir myndina. Kvikmyndinin Tár er leikstýrð af Todd Field og fjallar um tónskáld að nafni Lydia Tár. Stórleikkonan Cate Blanchett fer með hlutverk hennar en með önnur hlutverk fara meðal annars Noémie Merlant, Nina Hoss og Julian Glover. Myndin var frumsýnd í kvöld í Feneyjum og hlutu aðstandendur myndarinnar standandi lófatak frá gestum hátíðarinnar eftir sýninguna. Augu flestra voru á Blanchett og þykir leikur hennar í myndinni afar góður. Talið er að hún gæti unnið sín þriðju Óskarsverðlaun fyrir leik sinn en hún vann verðlaunin fyrir besta leik í aukahlutverki fyrir myndirnar The Aviator árið 2005 og Blue Jasmine árið 2014. Tónlistin í myndinni þykir líka afar góð og telur miðillinn Hollywood Reporter að „auðvitað“ sé líklegt að Hildur Guðnadóttir vinni til verðlauna á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir hana. Hildur hlaut Óskarinn árið 2019 fyrir tónlistina í Joker. Önnur kvikmynd sem Hildur samdi tónlistina fyrir, Women Talking, verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Telluride á morgun. Mikil eftirvænting er fyrir myndinni og telur YouTube-rásin The Oscar Expert, þrátt fyrir að myndin hafi ekki verið sýnd, að Hildur gæti fengið Óskarinn fyrir hana líka. Stefnt er á að halda Óskarsverðlaunahátíðina þann 12. mars á næsta ári. Óskarsverðlaunin Hildur Guðnadóttir Tónlist Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Hollywood Tengdar fréttir Hildur vinnur Grammy-verðlaun fyrir Jókerinn Hildur Guðnadóttir, tónskáld, vann í dag Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Hildur vann Óskarsverðlaun fyrir tónlistina í fyrra og Grammy-verðlaun í sama flokki í fyrra fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 14. mars 2021 20:31 Hildur Guðnadóttir vann Óskarsverðlaun Hildur er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur Óskarinn og fjórða konan frá upphafi sem vinnur verðlaunin í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar. 10. febrúar 2020 03:43 Agndofa þegar allir stóðu upp Þá kveðst hún ekki hyggja á flutninga til Hollywood, þar sé of sólríkt. 10. febrúar 2020 05:09 Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Sjá meira
Kvikmyndinin Tár er leikstýrð af Todd Field og fjallar um tónskáld að nafni Lydia Tár. Stórleikkonan Cate Blanchett fer með hlutverk hennar en með önnur hlutverk fara meðal annars Noémie Merlant, Nina Hoss og Julian Glover. Myndin var frumsýnd í kvöld í Feneyjum og hlutu aðstandendur myndarinnar standandi lófatak frá gestum hátíðarinnar eftir sýninguna. Augu flestra voru á Blanchett og þykir leikur hennar í myndinni afar góður. Talið er að hún gæti unnið sín þriðju Óskarsverðlaun fyrir leik sinn en hún vann verðlaunin fyrir besta leik í aukahlutverki fyrir myndirnar The Aviator árið 2005 og Blue Jasmine árið 2014. Tónlistin í myndinni þykir líka afar góð og telur miðillinn Hollywood Reporter að „auðvitað“ sé líklegt að Hildur Guðnadóttir vinni til verðlauna á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir hana. Hildur hlaut Óskarinn árið 2019 fyrir tónlistina í Joker. Önnur kvikmynd sem Hildur samdi tónlistina fyrir, Women Talking, verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Telluride á morgun. Mikil eftirvænting er fyrir myndinni og telur YouTube-rásin The Oscar Expert, þrátt fyrir að myndin hafi ekki verið sýnd, að Hildur gæti fengið Óskarinn fyrir hana líka. Stefnt er á að halda Óskarsverðlaunahátíðina þann 12. mars á næsta ári.
Óskarsverðlaunin Hildur Guðnadóttir Tónlist Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Hollywood Tengdar fréttir Hildur vinnur Grammy-verðlaun fyrir Jókerinn Hildur Guðnadóttir, tónskáld, vann í dag Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Hildur vann Óskarsverðlaun fyrir tónlistina í fyrra og Grammy-verðlaun í sama flokki í fyrra fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 14. mars 2021 20:31 Hildur Guðnadóttir vann Óskarsverðlaun Hildur er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur Óskarinn og fjórða konan frá upphafi sem vinnur verðlaunin í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar. 10. febrúar 2020 03:43 Agndofa þegar allir stóðu upp Þá kveðst hún ekki hyggja á flutninga til Hollywood, þar sé of sólríkt. 10. febrúar 2020 05:09 Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Sjá meira
Hildur vinnur Grammy-verðlaun fyrir Jókerinn Hildur Guðnadóttir, tónskáld, vann í dag Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Hildur vann Óskarsverðlaun fyrir tónlistina í fyrra og Grammy-verðlaun í sama flokki í fyrra fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 14. mars 2021 20:31
Hildur Guðnadóttir vann Óskarsverðlaun Hildur er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur Óskarinn og fjórða konan frá upphafi sem vinnur verðlaunin í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar. 10. febrúar 2020 03:43
Agndofa þegar allir stóðu upp Þá kveðst hún ekki hyggja á flutninga til Hollywood, þar sé of sólríkt. 10. febrúar 2020 05:09